Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 19

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 19
ÆGIR 297 KÖNNUNIN sýnir heildarþróun í útflutn- ingi hraðfrystra sjávarafurða árin 1966, 1967,1968, 1969 og 1970. Heimild er Verzl- unarskýrslur Hagstofu Islands sömu ár. Einnig eru sýndar innbyrðis hreyfingar afurðaflokkanna, eins og þeir eru gefnir í Verzlunarskýrslum, bæði varðandi magn og verðmæti, sem og hlutfall í heildartölu og einingarverði. Á tveimur stuðlaritanna má svo sjá hlutdeild hraðfrystra sjávar- afurða í heildarvöruútflutningi þessi ár, sem og hlutdeild helztu fisktegunda í út- flutningi hraðfrystra sjávarafurða. Það sem fyrst vekur athygli í þróun út- flutningsins í þessum vöruflokki er gífur- leg verðmætisaukning samfara tiltölulega lítilli magnaukningu. Á þessu 5 ára tíma- bili eykst verðmætið úr 1.587.425 þús. kr. í 5.222.717 þús. kr. eða um tæp 230% á meðan magnið eykst aðeins úr 80.982,8 lestum í 98.262,3 lestir eða um rúm 21%. Að vísu er genginu breytt tvívegis á tímabilinu eða frá kr. 42.95 Bandaríkja- dalur í kr. 87.90. Það er þó fráleitt að skýra alla verðmætisaukninguna með þessu, því sé breyting gengisins og magn- aukningin skoðuð saman, þá er samt eftir um 100% verðmætisaukning, sem verður að gera grein fyrir. Eins ogsést bezt á töflunni er aðalskýring- in f ólgin í háu vinnslustigi,framleiðslu nýrra sjávarafurða, sem eru mjögverðmætarmið- að við magn, og batnandi viðskiptakjör- um. Lang mikilvægast tölulega af hinu Hlutdeild hraðfrystra sjávarafurða í heildar vöruútflutn- ingi árin 1966, ’67, ’68, ’69 og ’70 Stuðlarit II.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.