Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 6
308 ÆGIR Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur: Haf- og fiskirannsóknir Rækjuleit rs. Hafþórs við Vestur- og Norðvesturland í maí 1971 Dagana 13. maí — 26. maí 1971 var r/s Hafþór við rækjuleit og rannsóknir við vestanvert landið. Leiðangursstjóri var Hrafnkell Eiríksson og rannsóknamenn Guðmundur Skúli Bragason og Þorsteinn Jónsson. Skipstj. var Valgarður Þorkelss. Rækjuleitin beindist einkum að svæðinu úti af Vestfjörðum, en síðasta degi leið- angursins var varið í Jökuldjúpinu. Þá voru og gerðar nokkrar samanburðartilraunir með tvær gerðir rækjuvarpa á miðunum við Eldey. Mynd 1 sýnir togstöðvarnar, en í töflu 1 er gerð nánari grein fyrir þeim. Allgóður afli fékkst við Eldey um þetta leyti, en rækjan var nokkuð misjöfn að stærð. Þessar athuganir á Eldeyjarsvæð- inu voru annars liður í frekari tilraunum á þessu svæði, og verður þeim ekki gerð nánari skil hér. Eins og áður sagði, var lögð sérstök áherzla á að kanna Djúpálinn úti af Isa- fjarðardjúpi. Reyndist togbotn á þessu svæði víða nokkuð slæmur, nema hvað á allstóru svæði utarlega á álnum var um góðan botn að ræða. Fékkst á þessu svæði allmikið magn af rækju, eða upp í 320 kg á togtíma og að jafnaði 173 kg. í 14 tog- um. Var þetta yfirleitt góð og jöfn rækja og fóru að meðaltali 213 stk. í kg. Stærð svæðisins, sem rækjan fékkst á, var um 5 sjómílur að lengd og 2 sjómílur að breidd, og dýpið var 229—256 m. Þess má geta, að straumur var hér mikill og gerði það nokkru erfiðara fyrir með veiðar en ella. I Jökuldjúpi fékkst góður vottur af rækju, eða upp í 100 kg. á togtíma. Var rækjan smá, en þetta svæði þyrfti engu síður að kanna mun nánar. Þá var leitað í Patreksfirði, Tálknafirði og Hafnarál, en afli var lítill eða enginn. Vonast er til að nýju rækjumiðin í Djúp- álnum geti að einhyerju leyti stuðlað að sumarrækjuvertíð á Vestfjörðum, en þai' hefur rækja enn sem komið er aðeins ver- ið veidd innfjarða á vetrum. Ennfremur eru bundnar miklar vonir við þessi mið í sambandi við þær rækjumerkingar, sem nú eru á döfinni hjá Hafrannsóknastofn- uninni og hafnar voru á þessu hausti. Ættu merkingar á þessu svæði að geta fært gild rök fyrir því, hvort samband sé t. d. milli Djúpálsins og Isafjarðardjúpsins í formi rækjugangna, eður ei, en upplýsing- ar um rækjugöngur ásamt frekari þekk- ingu á útbreiðslu rækjunnar við ísland eru hvað brýnust verkefni nú í dag. Tafla 1. H9-71 Staða Dýpi (m) Togtími (mín.) Rækja á tog- tíma (kg.) Fjöldi í kg. Athugasemdir 1 63°51' N—23°22'V 139—143 60 250 234 2 63°49' N—23°14'V 140—143 60 300 284 3 63°52' N—23°02'V 112—124 60 120 236 4 63°53' N—22°55'V 110 60 3 5 63°52' N—23°02'V 124 60 70 214 6 63°49' N—23°14'V 141—143 60 120 174 7 63° 51' N—23°20'V 135—141 60 75 342 8 65°35'8N—24°02'V 55—64 30 + 9 65°36'2N—24°03'V 04—66 55 7 436

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.