Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 9
ÆGIR 311 Svartþorskur veiddur í gildrur Fiskgildrur hafa um þúsundir ára þótt hagkvæm veiðarfæri, jafnt meðal tækni- nienntaði-a sem frumstæðra þjóða. Á síðustu árum hefur vaknað enn auk- inn áhugi á gildruveiði vegna endurbættra gildrugerða og aukinnar tækni við að með- höndla þær og ekki síður vegna þess, að fiskgæðin, sem nú er lögð svo mikil áherzla á, eru þau beztu, sem gerist úr nokkru veiðarfæri, og enn er að nefna þann kost gildruveiði, að gildruna er hægt að iaga sérstaklega fyrir tiltekna tegund og þá veiðist ekki í hana önnur tegund en sú, sem fiskimaðurinn vill veiða. Síðastliðin þrjú ár hefur bandai’íska fiski- og veiðarfærastofnunin í Seattle fengizt við tilraunir með að veiða sverð- fisk (sablefish), oftast kallaður svart- þorskur (blackcod) og látið gera sér margskonar gildrur við tilraunirnar. Gildrur, sem hægt er að leggja saman, °g eru úr stálvírsneti, eru nú notaðar af i’annsóknarskipinu John N. Coble til að i'annsaka magn og dreifingu svartþorsks úti fyrir ströndum Washington- og Ore- gonfylkis. Einnig hafa slíkar gildrur verið ftotaðar um tveggja ára skeið um borð í 1. mynd. Sverðfiskurinn er venjulega nefndur svartþorskur af fiskimönnum vesturstrandar- innar, en á vísindamáli heitir hann anaplopoma fimbria, og er ekki raunverulegur þorskur, heldur kenndur við blessaðan þorskinn af því að það þótti betra að selja iiann með þvi að kenna himn til þessarar vinsælu skepnu. Svartþorskurinn getur orðið þriggja feta langur, en er seljanleg- ur yfir sautján tommur. Hanri veiðist á djúpu vatni og á stóru svæði fyrir 1 vesturströndinni, allt frá Kaliförníuströnd norður til Alaska. Hann virðist vera þarna allt niður á 1000 faðma dýpi. Japanir veiða hann í Alaskaflóanum 'í net á 500 faðma dýpi. Holdgæði fisksins úr gildrunum eru mjög góð og fiskurinn er aðallega reyktur og seldur til veitingaliúsa og matsölustaða þannig. Rétt tilreiddur 1þykir hann lítið gefa eftir laxi. Það virðist vera mjög mikið magn af þessum fiski á áðurnefndu svæði. Áður en mönnum hug- kvæmdist að reyna að veiða svartþorskinn í gildr- ur, var hann aðallega veiddur á lúðulínu eða í botnvörpu. 2. mynd. Gildra sú, sem hægt er að fella saman og nú er not- uð af tilraunastofnuninni í Seattle, er 3U tommur á breidd og hæð og 8 feta löng (3U”x3U” x8”). Vírmöskvinn er 2 tomm- ur á kant og hafður svo stór til þess að smáfiskur geti sloppið úr gildrunni. Gildran er lögð saman, þegar hún er geymd um borð, til að spara pláss. Allir lilutar gildrunnar eru þó fastir saman, svo að það tekur fiskimanninn sára- litla stund, eða minna en min- útu, að gera liana klára til lagningar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.