Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 11
ÆGIR 313 6. mynd. Frosinni síld' og niðurskorinni er komið fyrir í gildrunni í plastdollum. Út um hundruðir smágata á dollunni, einnig á lokinu, drýpur lýsið og safinn úr síldarbeitunni en sandflugan (an- phipods) nær þó ekki til að eyða henni. Beitu- dollurnar eru lausar í þessum gildrum, en ekki bundnar fastar, eins og tíðast er gert i annarri gildruveiði. Þetta er haft svo vegna þess að það hefur ekki virzt leiða til neinnar aukinnar veiði að hafa beitupottinn bundinn upp. Með því að hafa hann lausan, veltur notaður beitupotturinn út úr gildrunni um leið og fiskurinn er losaðíir úr henni. skuld mannsparnaður og beitusparnaður, einnig þarf minna af uppihöldum á línu, sem lögð er með gildrum, en venjulega línu, því að það er ekki nauðsynlegt að hafa uppihald við hverja gildru. Gildrurnar geta verið af ýmsum gerð- um og með ýmiskonar lögun. Eins og eft- irfarandi myndir sýna, sem allar eru band- arískar, hafa verið notaðar við tilraunirn- ar bæði ferhyrndar gildrur, sem hægt er að leggja saman, og hringlaga gildrur, tveggja hólfa, sem ekki er hægt að leggja saman. Margir hérlendis hafa mikinn áhuga á að prófa gildruveiði hér við land. Banda- rískur maður Alverson að nafni, var hér á FAO-ráðstefnunni, sem haldin var í Reykjavík fyrir tveim árum. Þá voru þess- ar tilraunir að byrja að bera árangur hjá þeim vestra, en Alverson starfar einmitt við fyrrnefnda tilraunastofnun í Seattle. Hann taldi hreint ekki ólíklegt, að hægt væri að veiða þorskinn okkar í gildrur svipaðar þeim, sem svartþorskurinn væri veiddur í við vesturströnd Bandaríkjanna. mynd. Gildrunni er komið fyrir með jöfnu millibili á strengnum og lagt er og dreg- tð með vökvadrifinni línublokk. (Sjá þó síðar.) Við lagninguna strekkist á strengnum og hann leggst teygður eftir botninum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.