Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 13
ÆGIR 315 Tilraunir hafa sýnt, að það er hægt að veiða með gildrum á slæmum botni, eins og hér er víða á fengsælustu miðunum. Alver- son taldi hinsvegar að við þyrftum að gera okkar eigin tilraunir, þó að við gætum hugsanlega notað alveg sömu gildrurnar. Hér eru straumar miklir víða, og sjógang- ur og hafrót hamla hér veiðum oftar en annars staðar, og svo er botnlagið verra en almennt gerist. 12. mynd. í þessari tveggja hólfa gildru er 71 fiskur af seljanlegri stærð (þ. e. 17 tommur) og mi'ðað við meðaltalslengd þessa fisks, vseri ekki óeðlilegt að ætla liann ein U kg á þyngd að jafnaði og væru þetta þá um 280 kg. Miðað við það, sem fyrr er sagt um hugsanlegan gildrufjölda á smærri bátum — 100—200 — gildrur virðist liægt að ná allmiklu magni í veiðiferð með þessari aðferð, ef afli er fyrir. Á þess- ari hringlaga gildru er aflinn losaður út um endann, sem nær er. 13. mynd. Þessi mynd sýnir aðra vinnuaðstöðu en mynd 8 hér fyrr. Línan er þama dreg- in inn i gegnum blökk aftan til við stýrishúsið stjómborðs- megin (sú blökk sést ekki á myndinni) — og inn á troll- trommu aftur á skut. 11. mynd. Hringlaga og tveggja hólfa gildra. Oildmnni er haldið út með stálhringum og stál- stöngum og það eru stálmöskvar í umgjörð gildr- unnar en netmöskvar í gildmopinu og opinu á milli hólfanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.