Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 23

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 23
ÆGIR 325 Norske Veritas (3) gefur upp eftirfar- andi straumhraðamörk fyrir þessi efni: Eir/nikkel/járn 95/5 3 m/s Eir/nikkel/járn 90/10 3.5 m/s Álbrass 3.5 m/s Ekki eru gefin upp hraðamörk fyrir eir/ nikkel/járn 70/30, en sagt, að það þoli meiri straumhraða en ofangreind efni. Gilbert (4) hefur gefið upp áhrif með- alsjóstraumhraða á líkindi fyrir straum- hvarfatæringu í rörum úr eir og eirblönd- um, eins og sýnt er á mynd 8. Af þessum tegundum er nú mest mælt með álbrassi og 90/10 eir/nikkel/járni (1,4,5), og er athyglisvert að sjá hve miklu minni líkur eru á straumhvarfatæringu í þeim við mörk Det Norske Veritas (3.5 m/s) en í eirrörum við 2 m/s. Til þess að nær full- komlega öruggt sé að straumhvarfatæring komi ekki fram, þarf, samkvæmt mynd 8, uppgefinn meðalstraumhraði í sjólögnum að vera um: 0.75 m/s fyrir eir 2.5 m/s fyrir álbrass 3.0 m/s fyrir 90/10 eir/nikkel/járn Aðrar einblöndur eru notaðar í ýmsa hluti í sjólögum. Sem dæmi má nefna ál- brass og eir/tin blöndur (gun metal, Phosphor bronses (2), o. s. frv.). Hafa þessi efni gott viðnám gegn straumhvarfa- tæringu. Galvaníseruð stálrör er u einnig notuð í s j ó- lagnir. 1 þeim myndast yfirleitt ekki varn- arhimnur gegn tæringu, heldur þynnist rörveggurinn jafnt og þétt. Fer ending Mynd 10. Dæmi um ranga (a) og rétta (b) sam- setningu á tveimur rörgreinum (1). galvaníseraðra stálröra að miklu leyti eftir veggþykkt röranna og sjóstraums- hraða í þeim, eins og sýnt er á mynd 9(5). Det Norske Veritas (3) gefur upp 3 m/s sem hámarksstraumhraða í galvaníseruð- um rörum, en við þann hraða telur Todd (5), að galvaníseringin endist í um 6 mán- uði og síðan minnki þykkt rörveggsins að meðaltali um 0.75 mm á ári. Mest hætta á hraðri pyttatæringu í galv- aníseruðum rörum er nálægt samskeytum, ef þau eru tengd við eirrör eða eirblöndur, eða undir gróðri eða óhreinindum, sem í þau getur sezt. Ef þær aðstæður eru ekki fyrir hendi má búast við, að ending rör- anna verði í hlutfalli við veggþykkt þeirra og sjóstraumshraða, og ættu þau venjulega að endast í nokkur ár. 4. Efnisval og hönnun sjólagna. Höfuðregla við efnisval og hönnun sjó- lagna er að gæta þess, að sjóstraumshrað- inn sé í samræmi við viðnám gegn straum- hvarfatæringu á þeim efnum, sem notuð eru. Venjulega er nú talið hagkvæmara að nota annaðhvort álbrass eða 90/10 eir/ nikkel/járn (4, 5) en eirrör. Einnig koma þó galvaníseruð rör til greina. Það, sem meta þarf í þessu sambandi er hár stofn- Mynd 11. Straumhvarfatæring við samsetningu á tveimur rörgreinum (1). Verkið er framkvæmt í líkingu við mynd 10 (a).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.