Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 3

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 64. árg. Reykjavík, 15. nóv. 1971. Nr. 20 IJtgerð og aflabrogð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í október 1971 Hornafjörður: Þaðan stunduðu 7 bát- ar veiðar með botnvorpu og var afli þeirra alls 114 lestir í 24 sjóferðum. Heildarafl- inn á Hornafirði frá 1. jan. — 31. okt. var alls 8.480 lestir, þar af sl. humar 231 lest. Vestmarmaeyjar: Þaðan stunduðu 46 bátar veiðar, þar af 40 með botnvörpu og 6 með línu. Aflinn á tímabilinu var alls 949 lestir í 242 sjóferðum. Auk þessa var afli aðkomubáta og smábáta 133 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Vestmannaeyjum frá 1. jan. til 31. okt. var alls 42.670 lestir, þar af sl. humar 157 lestir. Stokkseyri: Þaðan var ekkert róið í október, en heildaraflinn þar frá 1. jan.— 31. okt. var alls 3.872 lestir, þar af sl. hum- ai' 55 lestir. Eyrarbakki: Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með botnvörpu og var afli þeirra á tímabilinu 24 lestir í 5 sjóferðum. Heildar- nflinn á Eyrarbakka frá 1. jan.—31. okt. var alls 2.419 lestir, þar af sl. humar 37 lestir. Þorlákshöfn: Þaðan stunduðu 8 bátar veiðar, þar af 5 með botnvörpu, 2 með Hnu og 1 með net. Afli þeirra á tímabilinu var alls 261 lest í 52 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn í Þorlákshöfn fi’á 1. jan. — 31. okt. var alls 22.090 lestir, þar af spærlingur 1.351 lest og sl. humar 213 lestir. Grindavík: Þaðan stunduðu 24 bátar veiðar á þessu tímabili og var afli þeirra alls 730 lestir. Auk þessa var afli aðkomu- báta 138 lestir, Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Grindavík frá 1. jan.—31. okt. var alls 27.041 lest, þar af sl. humar 117 lestir. Sandgerði: Þaðan stunduðu 12 bátar veiðar, þar af 5 með botnvörpu, 4 með rækjutroll, 2 með línu og 1 með handfæri. Afli þeirra á tímabilinu var alls 196 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 308 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Sandgerði frá 1. jan.—31. okt. var alls 18.041 lest, þar af sl. humar 246 lestir. Keflavík: Þaðan stundaði 31 bátur veið- ar, þar af 12 með botnvörpu, 12 með línu og 7 með rækjutroll. Aflinn var alls 379 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 54 lestir. Heildaraflinn í Keflavík frá 1. jan. —31. okt. var alls 18.228 lestir, þar af sl. humar 250 lestir og rækja 134 lestir. Vogar: Þaðan var enginn bátur gerður út í október, en aflinn þar frá 1. jan.— 31. október var alls 2.306 lestir, þar af sl. humar 20 lestir. Hafnarfjöröur: Þaðan stunduðu 4 bátar veiðar með botnvörpu og var afli þeirra alls 315 lestir í 5 löndunum. Heildaraflinn í Hafnarfirði frá 1. jan.—31. okt. var alls 3.255 lestir, þar af 84 lestir sl. humar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.