Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 4

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 4
330 Æ GIR Reykjavík: Þaðan stunduðu 11 bátar veiðar, þar af 6 með botnvörpu, 2 með rækjutroll, 1 með línu, 1 með net og 1 með handfæri. Afli þeirra var alls 159 lestir í 25 sjóferðum. Auk þessa var afli aðkomu- báta 77 lestir. Heildaraflinn í Reykjavík frá 1. jan.—31. okt. var alls 10.832 lestir. Akranes: Þaðan stunduðu 12 bátar veið- ar, þar af 11 með línu og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 530 lestir í 113 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn frá 1. jan.—31. okt. var alls 11.126 lestir. Rif: Þaðan stunduðu 3 bátar veiðar með línu og var afli þeirra alls 128 lestir í 34 sjóferðum. Auk þess var afli smábáta 54 lestir. Gæftir voru sæmilegar. Heildarafl- inn á Rifi frá 1. jan. — 31. okt. var alls 6.079 lestir. ólafsvík: Þaðan stunduðu 20 bátar veiðar, þar af 8 með botnvörpu, 4 með dragnót, 4 með línu og 4 með handfæri. Aflinn á tímabilinu var alls 582 lestir í 165 sjóferðum. Heildaraflinn í Ólafsvík frá 1. jan. — 31. okt. var alls 13.126 lestir. Gnmdarfjörðw: Þaðan stunduðu 14 bátar veiðar, þar af 7 með botnvörpu, 5 með rækjutroll, 1 með dragnót og 1 með línu. Aflinn var alls 292 lestir, þar af rækja 4.6 lestir. Heildaraflinn í Grundarfirði frá 1. jan. — 31. okt. var alls 5.133 lestir, þar af rækja 130 lestir og hörpudiskur 93 lestir. Stykkishólmur: Þaðan stunduðu 4 bát- ar veiðar með skelplóg, var afli þeirra alls 216 lestir í 63 sjóferðum. Heildaraflinn í Stykkishólmi frá 1. jan. — 31. okt. var alls 4.091 lest, þar af hörpudiskur 2.236 lestir. VESTFIRÐIN GAFJ ÓRÐUN GUR í október. 1 október berst sjaldan mikill afli á land á Vestfjörðum, þó að það sé nokkuð breytilegt frá ári til árs. Línubátarnir eru ekki almennt byrjaðir róðra og tog- bátarnir sigla mikið með aflann til sölu á erlendum markaði. Smábátarnir, sem stunda handfæra- og dragnótaveiðar yfir sumarmánuðina, eru ýmist komnir á rækjuveiðar eða upp á land, þeir minnstu. Að þessu sinni var október æði um- hleypingasamur, en afli var sæmilegur, þegar gaf til róðra. Togbátarnir voru aðal- lega að veiðum í hólfunum tveim, úti af Arnarfirði og Dýrafirði og úti af Aðal- vík, en veiðar voru leyfðar þar frá 1. októ- ber. Var uppistaðan í aflanum þar koli. Fór mest af þeim afla beint á erlendan- markað. Minnstu línubátarnir, þar sem tveir menn eru á sjó og tveir í landi, fengu ágætan afla, 2—3 lestir í róðri, en afli stærri línubátanna var 4—5 lestir í róðri. Heildaraflinn í fjórðungnum var 1.277 lestir, en var í fyrri 1.409 lestir á sama tíma. Heildaraflinn í hverri verstöð: Patreksfjörður: Lestir Sjóf. Þrymur tv 34,3 1 Guðmundur Kristján tv . . 18,7 2 Brimnes dr 14,0 4 Aðrir dragnótab. og trillur 119,5 Tálknafj örður: Enginn bolfisksafli. Bíldudalur: Enginn bolfisksafli. Þingeyri: Sléttanes tv 20,4 1 Aðrir bátar 14,3 Flateyri: Bragi, lina 56,7 17 Sölvi, lína 53,4 18 Ásgeir Torfason, lína . . 43,1 15 Suðureyri: Stefnir, lína 52,4 18 Ólafur Friðbertsson, lína 33,1 7 Trausti, lína 27,8 6 Sigurvon, lína 17,1 4 Jón Guðmundsson, lína . . 14,1 7 Jón Jónsson, lína 11,1 6 Bolungavík: Sólrún, lína 59,1 11 Jakob Valgeir, lína .... 36,3 17 Stígandi. lína 33,0 17 Hugrún tv 22,0 1 Guðmundur Péturs, lína 10,4 2 Haukur, lína 16,4 14 Guðjón, lína 13,0 14 Handfærabátar 44,1 Hnífsdalur: Guðrún Guðleifsd. tv. .. 87,7 3 Mímir, lína 43,5 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.