Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 8
334 ÆGIR r V. Haf- og fiskirannsóknir j Nokkur líffræðileg atriði varðandi grálúðuna við íslenzka íandgrunnskantinn Eftir L. N. Petsjenik, F. M. Trojnobskii, Veiðitilraunadeildinni í norðlægum höfum. Árin 1965—67 framkvæmdi veiðitil- raunadeildin í norðlægum höfum rann- sóknir meðfram íslenzka landgrunnskant- inum. Niðurstöður rannsóknanna sýndu, að talsvert magn af grálúðu (Reinhardtius hypoglossoides) fannst á nokkrum svæðum allt niður á 850 m dýpi og á mismunandi árstíðum. Á 1. mynd sézt árleg útbreiðsla grálúðu meðfram íslenzka landgrunnskantinum, þ. e. a. s. hvar hana er að finna í miklu magni að hrygningu lokinni við norðvesturströnd- ina í apríl—maí á 450—600 m dýpi, þar sem hún er í fæðuleit frá júní til október norðan við ísland á 450—850 m og frá september til desember undan austur- ströndinni á 300—500 m. Skilyrðin, sem valda því, að grálúðan safnast saman í miklu magni, voru rann- sökuð, lengdardreifing í veiðinni ákveðin, merkingartilraunir gerðar og fleiri atriði voru einnig rannsökuð. Grálúða komin að hrygningu fannst í stórum stíl meðfram landgrunnsköntum Islands, á svæðum með blönduðum sjó á mótum kaldra og heitra strauma. Má þar nefna Irmingerstrauminn, sem er heitur og Austur-Grænlandsstrauminn og Austur- íslandsstrauminn, sem eru kaldir. I apríl og maí safnaðist nýhrygnd grá- lúða saman á straumamótum undan Vest- fjörðum þar sem hitastigið var -r- 0,2° til -r- 0,5°C. Vegna breytinga á straumamót- um og meðfylgjandi hitabreytinga flutti hún sig talsvert fram og aftur miðað við dýpi (stundum á nokkrum klukkustund- um). Norðan við Island safnaðist grálúðan saman þar sem botnhitinn er -h- 0,3° til æ 0,6°C. Austan við landið fæst mest af grálúðu þar sem hitastigið við botn er 4° til -kO,5°C. Rannsóknir sýndu að lengd grálúðunnar var frá 30—100 cm, en flestar voru þó 50—75 cm langar. Kynþroska hængar voru nokkuð minni en kynþroska hrygnur (2. mynd). Aðalhrygningarsvæði grálúðunnar hefur ekki enn fundizt. Hins vegar gengur stór nýhrygnd grálúða með svipuðu hlutfalli á milli kynja í stórum stíl frá norðvestur- strönd íslands frá apríl til júníbyrjunar á 450—600 m dýpi, og gefur það ástæðu til að ætla að aðalhrygningarstöðvarnar séu þar nálægt á miklu dýpi. I djúpinu lifa grálúðutorfur á rækju. Merkingatilraunir sýna, að grálúðan fer í fæðuleit meðfram mótum kald- og hlý- sjávarins til norðursvæðisins, en þar lifir 1. apríl—maí. 2. júní—október. 3. september—desember.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.