Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 9
ÆGIR 335 hún mjög mikið á rækju frá því í lok júní og fram í ágúst. Frá ágústlokum og fram í október minnkar veiðin smámsaman, en þá byrjar grálúðan að ganga til Austur-Grænlands ogAustur-íslands (3. mynd). Grálúðan, sem safnast saman undan austurströnd Islands, er af sömu stærð og hefur sömu lífeðlis- fræðilegu sérkennin (kynþroskastig og heildarásigkomulag). Frá því í september og fram í desember lifir grálúðan austur af íslandi mjög mikið á síld á svæði því, sem hún heldur sig á yfir veturinn. Þessi síld heldur sig á ýmsu dýpi og er stundum við botn á 300—500 m. Þar sem ís þekur hafsvæðið fyrir norðan Island að vetrinum til, er ómögulegt að fylgjast með göngunum frá austursvæð- unum, en þaðan hverfur grálúðan í janúar. Á þessum tíma byrjar grálúðan sennilega aftur að ganga í áttina að hrygningar- svæðinu. I sambandi við þetta má nefna, að á ár- N V-ss-æðið mai 3. mynd: Gönguleiðir grálúðunnar við Island í stórum dráttum. 1. Ætisgöngur. 2. Hrygningargöngur. 3. A þessu svæði er gert ráð fyrir að grálúðan hrygni. unum fyrir síðari heimsstyrjöldina var sýnt fram á, að grálúða gekk frá svæðinu við Færeyjar til Islands1), svo að gera má ráð fyrir að nokkuð af henni haldi í kjölfar síldarinnar og gangi til Færeyja og jafnvel lengra suður og allt að ströndum Noregs. Þetta útilokar ekki möguleikann á því, að til sé sérstakur færeyskur grálúðustofn, sem á ákveðnum árstímum blandist saman við grá- lúðuna við austurströnd Islands. Úr Ribone Hostjaistva 1970, nr. 2, 4—6 (Aðalsteinn Sig- urðsson þýddi úr norsku.) !) G. I. Milinskii: Materi- aly po biologii i promyslu chernogo paltusa Barent- sova Morya. Trudji PINRO Vjip. 8 M-L, 1944. 2. mynd: Lengdardreifing grálúðu í cm á móti % af veiði. (gögn frá 1967). $ hængar $ hrygnur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.