Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 10

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 10
336 ÆGIR HJALTLANDSSLÆGIMGARVÉLIN Allar fiskveiðiþjóðir eru að glíma við að vélvæða um borð í skipunum, ýmist til að spara mannskap um borð ellegar til að auka afköstin, og stundum líka til að létta mönnum vinnuna, þó að hvorugu fyrra atriðanna sé til að dreifa. Á dönsku sjávarútvegssýningunni í Frederikshavn í fyrra sýndu fjórar þjóðir slægingarvélar, sem smíðaðar höfðu verið í löndum þeirra, og voru sumar þeirra komnar af tilraunastiginu og framieiðsla þeirra til sölu hafin. Hér verður sagt frá einni slíkri vél, Hjaltlandsvélinni, stærri gerðinni, því að minni gerðin af þessari vél verður aldrei notuð hér, þar sem hún tekur aðeins smáfisk upp að 43 cm. Það var bóndi á eyjunni Scalloway, sem er ein Hjaltlandseyjanna, sem fann upp slægingarvél fyrir smærri togara og drag- nótabáta, sem veiddu mikið af smáfiski. Þessi vél hefur verið nefnd Gerð 17 (Type 17). Það tókst svo vel með þessa vél, sem kom á verzlunarmarkað 1968, að IDU (Indus- trial Development Unit) í Húll, stofnun, sem hér er mönnum að góðu kunn fór að glíma við vél, sem tæki stærri fisk, 35—70 cm. Vélin er nefnd Gerð 28. Stærri slægingarvélin var smíðuð 1970 og látin um borð í C. S. Forester, 185 feta skuttogara frá Húll, í júní 1970 og þar hefur hún verið síðan í notkun. Vélin var teiknuð hjá IDU og fyrir- myndin var sem áður segir minni slæg- ingarvélin, Gerð 17. Þegar Gerð 28 var látin um borð í Forester fylgdu henni vélaverkfræðingar frá IDU. I fyrstu ferð- inni slægði vélin um 100 tonn af fiski eða um 60% af heildarafla skipsins í túrnum. Sá afli, sem vélin ekki slægði, var gol- þorskur, flatfiskur og ýmsar fisktegundir, sem ekki pössuðu í vélina. I öðrum túrnum slægði vélin 30 tonn, og í fimmta túrnum um 120 tonn. I júní 1971 hafði C. S. For- ester gert 14 túra með vélina um borð og notað hana í sjö af túrunum, og alls var þessi tilraunavél þá búin að slægja um 500 tonn. Það var alltaf ráð fyrir því gert, að þessi tilraunavél þyrfti ýmissa endurbóta við, en þær hafa reynzt mjög smávægilegar á þessu fyrsta reynsluári. Meðan verið var að reyna þessa vél frá IDU, lét Iðnaðarmálastofnunin enska smíða fjórar vélar, af því að talið var, að hér gæti verið um brezka iðnaðarfram- leiðslu að ræða, sem ástæða væri til að efla. Þremur af þessum vélum hefur verið komið fyi'ir um borð í togurum. Ein þeirra var látin um borð í Conqueror, frystiskuttog- ara. önnur var látin um borð í Marbella, 225 feta frystiskuttogara frá Húll, og þriðja um borð í Boston Phantom frá Fleetwood, hinn þekkta tilraunatogara Boston Deep-Sea. Þessar vélar voru til- raunavélar, sem mátti skila aftur. En það hefur ekki verið gert, og hafa þessi skip farið 5 og 6 túra með vélarnar nú. Slægingarvél 28 er nú komin á verzlun- armarkað og voru fyrstu tvær vélarnar, sem framleiddar voru til sölu, seldar til Aberdeen, fyrirtækinu Richard Irving & Son, en fyrirtækið ætlar að nota báðar vélarnar um borð í nýjum frystitogara, Ben Lui. Margar vélar hafa nú verið pant- aðar hjá framleiðandanum. Mörg þúsund fiskar, sem slægðir hafa verið í vélunum, hafa verið athugaðir og bornir saman við handslægðan fisk. Niður- staðan á slægingargæðunum var þessi: Ágætlega slægt: 75—90% ; slitur af inn- volsi eftir við kverk eða þunnildi: 21/,— 15% ; slitur eftir við gotrauf: U/2—12% ; illa slægt: minna en 1 %. Þessi árangur er vel sambærilegur við það, sem almennt gerist hjá góðri skips- höfn, en vélin hefur það umfram manns- höndin í þessu tilviki, að hún sker burt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.