Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 13

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 13
ÆGIR 339 Hvernig vélinni er komið fyrir um borð Þeir útgerðarmenn og sjómenn, sem hyggja á vélakaup, ættu að ráðfæra sig við IDU eða framleiðandann um það, hvernig á að koma vélinni, færiböndunum og vösk- unarkarinu fyrir á skipinu. Vélin sjálf kemur að takmöi’kuðum not- um, ef ekki fylgja henni færibönd bæði að og frá henni og vöskunai'kar. Það verður að vanda til staðsetningar vélarinnar og taka tillit til hæðar hennar og þyngdar og þá sérstaklega kassans, sem vélin er mötuð úr. Eins verður hún að losna gi’eiðlega og fyrirstöðulaust við fisk- inn. Við smíði nýrra skipa er gert ráð fyrir vélinni við smíðina, eins og öðrum tækjum. I hinum nýja skuttogai-a, Ben Lui, var vélinni og þeim tækjum, sem henni fylgja, komið fyrir á fiskaðgerðardekkinu. Á Mynd 3. Útlitsmynd af Gerð 28. Þessi vél er ivm borð í Conqueror. smærri skipum er henni stundum komið fyrir aftan til við hvalbakinn, en einnig stundum á miðdekkinu. Ásg. Jcikobsson endursacföi úr Fishing News International. /--------------------—------------------------- Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins ^____________________________________________j Verð á hörpudiski Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. nóv. 1971. til 31. maí 1972. Hafi fulltrúar í Verðlagsráði ekki sagt lágmarksverðinu upp fyr- ir 16. maí 1972, framlengist gildistíminn til 31. desember 1972. Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi, 7 cm á hæð og yfir, hvert kg .... kr. 8.30 Verðið miðast við, að seljandi skili hörpudiski á flutningstæki við hlið veiðiskips, og skal hörpu- diskurinn veginn á bílvog af löggiltum vigtar- manni á vinnslustað, og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Fisk- mats ríkisins og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslustað. Reykjavík, 1. nóvember 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Veið á síld Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld veiddri við Suður- og Vesturland, þ. e. frá Hornafirði vestur um að Rit, eftirgreind tímabil: Síld til söltunar: Hvert kg ......................... kr. 13.80 Verðið miðast við nýtingu síldar til söltunar af stærðunum 300 til 500 og 500 til 700 stk. í tunnu, einstakar síldar séu þó ekki smærri en 8 stk pr. kg miðað við hausskoma síld. Mismunur á innveginni síld og uppsaltaðri síld skal reiknast á bræðslusíldarverði. Hver uppsöltuð tunna hausskorin og slógdregin skal reiknast 146 kg af heilli síld. Úrgangssíld er eign bátsins og skal lögð inn á reikning hans hjá síldarverk- smiðju. Þar sem ekki verður við komið að halda afla bátanna aðskildum í síldarmóttöku, skal sýnishorn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli milli síldar til framangreindrar vinnslu milli báta innbyrðis. Verðið gildir frá 20. október til 31. desember 1971, en fulltrúum í Verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp frá 15. desember með viku fyrirvara. Síld til frystingar í beitu: A) Stórsíld (3 til 7 stk í kg), hvert kg kr. 13.80 B) Smærri síld (8 stk. eða fleiri í kg), hvert kg......................... — 7.20 Verðið miðast við það magn, sem fer til vinnslu. Vinnslumagn telst innvegin síld að frádregnu því

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.