Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 19

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 19
ÆGIR 345 hans. Skal skilríkið gefa til kynna, að hann hafi heimild til eftirlits samkvæmt þeim reglum, sem fastanefndin hefur samþykkt. 8. gr. Með þeim takmörkunum, sem felast í ákvæðum 13. gr., skal skip sérhvers samningsríkis, sem þá stundar veiðar eða vinnslu á sjávarafla á samn- ingssvæðinu, nema staðar, þegar því er gefið viðeigandi merki samkvæmt alþjóðamerkjakerfinu frá skipi, sem hefur eftirlitsmann um borð, nema skipið sé þá raunverulega að veiðum, að kasta eða draga inn vörpuna, en þá skal það nema staðar þegar er það hefur lokið við að draga inn vörpuna. Skipstjóri skal leyfa eftirlitsmanni, sem má hafa vitni í för með sér, að koma um borð. Skipstjóri skal gera eftirlitsmanni kleift að framkvæma þá skoðun á afla, netum eða öðrum veiðarfærum og viðkomandi skjölum, sem eftir- litsmaður telur nauðsynlega til að staðreyna, að farið hafi verið eftir þeim fyrirmælum fasta- nefndarinnar, sem gilda fyrir heimaríki skips, sem hlut á að máli. Jafnframt er eftirlitsmanni heim- ilt að biðja um allar þær skýringai', sem hann tel- ur nauðsynlegar. 9. gr. Þegar eftirlitsmaður fer um borð 1 skip skal hann framvísa skilríki því, sem um getur í 7. gr. Eftirlit skal framkvæma á þann hátt, að sem minnstri truflun og óþægindum valdi. Eftirlits- maður skal takmarka fyrirspurnir sínar við könnun þeirra staðreynda, sem máli skipta, um hvort farið hafi verið eftir þeim fyrirmælum fastanefndarinnar, sem gilda fyrir heimaríki skips þess, sem í hlut á. Við framkvæmd rann- sóknar er eftirlitsmanni heimilt að óska eftir þeirri aðstoð af hálfu skipstjóra, sem hann telur sér þörf á. Skal hann semja skýrslu um eftirlit það, sem hann hefur framkvæmt, í því formi, sem fastanefndin hefur samþykkt. Honum ber að und- irrita skýrsluna í návist skipstjóra, sem heimilt er að bæta við eða láta bæta við hana þeim at- hugasemdum, sem hann telur viðeigandi, og skal hann skrifa undir slíkar athugasemdir. Afrit skýrslunnar skulu afhe.nt skipstjóra og ríkisstjórn eftirlitsmanns, sem senda skal afrit til viðkomandi yfirvalda í heimaríki skipsins og til fastanefndar- innar. Þegar í ljós kemur, að brotið hefur verið í bága við fyrirmæli þessi, ber eftirlitsmanni, þeg- ar unnt er, að tilkynna það einnig viðkomandi yfii-völdum heimaríkis skipsins á sama hátt og fastanefndinni, svo og hverju því eftirlitsskipi heimarikis, sem vitað er um á nálægum slóðum. 10. gr. Heimaríki skipsins skal fara eins með mál, þar seni eftirlitsmanni er sýnd mótspyrna eða van- rækt er að fara að boðum hans, sem eftirlits- maðurinn væri þarlendur þegn. 11. gr. Eftirlitsmenn skulu rækja störf sín á grund- velli þeirra reglna, sem skráðar eru í þessum fyrii-mælum, en þeir skulu eftir sem áður lúta framkvæmdastjórn sinna eigin yfirvalda og vera ábyrgir gagnvart þeim. 12. gr. Samningsríki skulu taka skýrslur erlendra eft- irlitsmanna, sem gerðar eru á grundvelli þessara reglna, til greina, og hefjast handa samkvæmt þeim á sama hátt og væru þær skýrslur eigin eftirlits- manna. Ákvæði þessarar greinar skulu ekki leggja samningsríki neinai' skyldur á herðar um að meta meir sönnunargildi skýrslu erlends eftir- litsmanns en hún mundi njóta í heimalandi eftir- litsmannsins. Samningsríki skulu starfa saman að greiða fyrir lögfræðilegum eða annars konar málarekstri, sem rís út af skýrslu eftirlitsmanns á grundvelli þessara reglna. 13. gr. 1. Samningsríki skulu tilkynna fastanefndinni fyrir 1. marz ár hvert um fyrirhugaða þátttöku sína við framkvæmd þessara reglna á næsta ári, og fastanefndin getui' gert tillögur til samnings- ríkja um samræmingu þátttökuaðildar hvers rík- is á þessu sviði, þ. á m. um fjölda eftirlitsmanna og skipa, sem hafa eftirlitsmenn um borð. 2. Reglur þær, sem um er getið í fyrirmælum þessum, og áætlanir um þátttöku skulu gilda milli samningsríkja, nema þau komi sér saman um annað. Tilkynna skal fastanefndinni um slíkt samkomulag. Undanskilið er hér samt sem áður, að fram- kvæmd áætlunarinnar skal þó frestað milli tveggja samningsríkja, meðan ólokið er gerð samkomu- lags, ef annað hvort þeirra hefur sent fastanefnd- inni um það tilkynningu. 14. gr. 1. Við athugun á netum skal mæla möskva pok- ans með flatri mælistiku, sem er 2 mm á þykkt og gerð úr varanlegu efni, sem ekki breytir lög- un, og hafi hún hina réttu möskvastærð milli sam- síða hliða, en hluti eða hlutar hennar séu fleyg- aðir, 2 cm á 8 cm, og merkt til mælingar þeirra möskva, sem samsíða hlutanum eða hlutunum er skotið inn í. Mynd af slíkri mælistiku með merki Landhelgisgæzlunnar lítur þannig út (sjá næstu bls.): 2. Rétta möskvastærðin er sú, sem ákveðin er í ályktunum fastanefndarinnar fyrir þá gerð neta, sem skoðuð er, og það svæði, sem athugunin fer fram á og gildir fyrir heimaríki þess skips, sem í hlut á.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.