Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 20

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 20
346 ÆGIR 3. Athuga skal a. m. k. 20 samfellda möskva pokans samhliða lengdarás hans, a. m. k. 10 möskvum frá samskeytum að telja, ella eins marga og hægt er, ef þeir eru færri en 20. 4. Mælistikan færist í möskvana vota til þess að mæla lengd þeirra teygðra horna á milli. Kom- ist sá hluti mælistikunnar, sem hefur samsíða hliðar, auðveldlega í gegnum möskva, er hann ekki of lítill. Sé eftirlitsmaður í vafa um, hvort stikan fari auðveldlega i gegn, skal hann setja mælistikuna á möskvann láréttan og hengja 5 kg þunga í mælistikuna og fari hin rétta breidd henn- ai' þá í gegn, er möskvinn ekki of lítill. 5. Skrá skal fjölda þeirra möskva, sem reyn- ast of litlir, og vídd sérhvers möskva, sem mæld- ur er, í skýrslu eftirlitsmanns, svo og meðalvídd þeirra möskva, sem mældir eru. 6. Eftirlitsmenn skulu hafa vald til að skoða öll net, nema þau, sem eru þurr og geymd neðan þilja. 16. gr. Eftirlitsmaður skal festa auðkenni, samþykkt af fastanefndinni, á hvert það net, sem virðist hafa verið notað í bága við ályktanir fastanefnd- arinnar, sem gilda fyrir heimaríki skips þess, er í hlut á. Geta skal hann um þetta í skýrslu sinni. 16. gr. Eftirlitsmaður má ljósmynda netið á þann hátt að auðkennið og mál netsins sé sjáanlegt. Ef svo er gert, skal skýrt frá því í skýrslunni, hvað ljósmyndað hefur verið, og eintök af ljós- myndunum skal festa við það afrit skýrslunnar, sem sent er heimaríkinu. 17. gr. Eftirlitsmaður skal, svo fremi að það teljist eftir atvikum framkvæmanlegt, skoða aflann og er honum heimilt að gera þær mælingar, sem hann telur nauðsynlegar, til að staðreyna, hvort og að hve miklu leyti of smáan fisk þeirra teg- unda, sem verndar njóta, er að finna í þeini hluta aflans, sem skoðaður er. Hann skal gefa skýrslu um niðurstöðurnar, þ. á m. fjölda fiska, sem mældir hafa verið, og stærð þeirra, sem of smáir eru, til yfirvalda heimaríkis skips þess, sem skoðað var, svo fljótt sem auðið er. III. KAFLI !8. gi'. Ákvæði reglugerðar þessarar taka til svæðis þess, sem alþjóðasamningurinn frá 24. janúar 1959 um fiskveiðar á norðausturhluta Atlants- hafs nær til. 19. gr. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála, og varða brot viðurlögum samkvæmt 2. gr. laga nr. 14 30. marz 1960. 20. gr. Reglugerð þessi, sem sett er í samráði við sjávarútvegsráðuneytið, öðlast þegar gildi. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 14 30. marz 1960 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæði alþjóðasamnings, er gerður var 24. janúar 1959, um fiskveiðar á norðausturhluta Atlantshafs, ásamt viðbæti, en samningur þessi hefur öðlazt gildi, sbr. auglýsingu nr. 8 27. júní 1963. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 3. desember 1970. Auður Auðuns. Ólafur W. Stefánsson ALPHA- DIESELA/s H. BEIMEDIKTSSOIM H.F. SuÖurlandsbraut 4 — Sími 88300. Reykjavík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.