Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 22

Ægir - 15.11.1971, Blaðsíða 22
348 ÆGIR a---------------------------------------» Erlendar fréttir a---------------------------------------í' Frá IMoregi Norðmenn banna makrílveiðar í herpinót Ástæðan til þess að Norðmenn hafa nú bannað makrílveiði í herpinót er sú, að bæði aflinn, sem veiðist og- rannsókn fiskifræðinga sýnir, að verið er að veiða árgang-inn 1969. Þessi árgangur er allsráðandi á því svæði, sem veiðarnar eru bann- aðar á, en það er við Skagerak, í Norðursjónum og Noregshafi. Þessi árgangur 1969 þarf að bera upp makrílveiðarnar næstu árin og því er rík ástæða til að vernda hann, segir fiskimálastjóri Noregs, Klaus Sunnaná. Áður en þetta bann kom til, hafði verið leyfilegt að veiða til neyzlu makríl í herpinót fyrir sunnan 59. breiddargráðu, og 600 þús. hl. fyrir norðan sömu breiddargráðu, en það magn var eftir að veiða af fyrr settum kvóta. Þessar veiðar reyndust svo, að menn töldu sem áður segir árgang 1969 í hættu, því að smámakríll hafði dreift sér um allt leyfða svæðið. Eina árangursríka leiðin til að koma í veg fyrir smá- makrílsveiðina töldu ráðamenn að væri algert bann við herpinótaveiði á þessum svæðum. Bannið er þó með þeim fyrirvara, að ef þörfin fyrir makríl til neyzlu krefjist þess, þá megi veita undanþágu frá banninu á svæðum nálægt landi. Eitt bezta þorskaflaár í Noregi Veiðitakmarkanir og veiðibönn voru aðeins til að forðast öngþveiti í fiskmóttökunni, sagði for- maður norska ferskfisksambandsins, Bjarne Jonsen, þegar hann setti þing sambandsins, í end- uðum október í haust. Hann sagði ennfremur: Árið, sem er að líða, hefur verið eitt hið bezta í sögu norskra þorskveiða, ef undan er skilið tregfiskið í vor við Austur-Finnmörk og ufsa- veiðarnar á suðlægari miðunum. Stór og fallegur þorskur gekk upp að ströndinni í byrjun ver- tíðar og olli góðum vertíðarafla meðfram allri strandlengjunni frá Nordkapp og langt suður með vesturströndinni. í mörgum verstöðum minntust menn ekki jafngóðra aflabragða. Okkar stærsta vertíðarverstöð, Lófót, vann nú aftur nokkuð af sinni fyrri frægð, og það er sérstaklega skemmti- legt að geta sagt frá því, að aflamagn á sjó- mann við Lófót var nú fjórum sinnum meira en á árunum 1930—40. Á tímabilinu 1. júlí 1970 til 31. maí 1971 var landað á því svæði, sem ferskfisksambandið starf- ar á, 407 þúsund tonnum og þessi afli ásamt ýms- um afia, sem flaut með þorskaflanum, lagði sig á 586 milljónir. (Þetta eru um 7 milljarðar 618 milljónir íslenzkra króna og virðist þá meðal- ferskfiskverð hafa verið kr. 18.75 á þessum til- tekna afla. Þýtí.) Til samanburðar má nefna, að í lakasta eftirstríðsárinu 1954 var aflinn á þessu svæði ekki nema 247 þúsund tonn. Orsakirnar til hins mikla afla nú eru einkum þrjár: hin mikla fiskganga, afkastamikil veiðitæki og góðir mark- aðsmöguleikar, sem ollu því að kaupendur vildu óðfúsir kaupa fisk og lögðu sig alla fram um að taka við sem mestu magni. Stjórnfiskkaupasambandsins var þó neydd til að leggja nokkrar veiðihömlur, vegna þess að mót- tökukerfið réð ekki við þennan mikla afla. Eins og áður segir gerðu fiskkaupendur eins og þeir gátu og einnig fiskvinnslufólkið, en fólksekla fyrstu vikur vertíðarinnar rýrði móttökuskilyrðin. Það var allmikið af fiski flutt frá Lófót til ann- arra staða, en forsenda þess að slík tilfærsla komi að gagni er vitaskuld sú að það vanti hráefni á móttökustaðinn. Þar sem aflabrögðin voru góð allsstaðar við ströndina, þá vantaði hvergi fisk. Stjórn fiskkaupmanna stöðvaði veiðarnar tíma og tíma, en tók síðar upp kvótaveiði, sem reyndist vinsælla fyrirkomulag meðal sjómanna. Veiðibönn og veiðitakmarkanir eru af hálfu Ferskfiskssambandsins aðeins neyðarráðstafanir til að hindra öngþveiti i fiskmóttökunni og tak- mark okkar er að hægt sé að taka viðstöðulaust á móti öllum þeim afla, sem veiðist. Með þeim ágætu markaðshorfum, sem nú eru á frystum fiski, saltfiski og með betra skipulagi og auknum afköstum fiskvinnslustöðvanna á þetta að takast. Bjarne ræddi síðan um þá þróun í fiskkaupa- málunum í Noregi, að fiskkaupendum fer ört fækkandi. Þeir voru 1500 á fyrstu árunum eftir stríðið en eru ekki nú nema 819. Síðastliðið ár fækkaði um 72 kaupendur. Þetta hefur haft í för með sér víða, að fiskmóttaka er engin á mörg- um stöðum, og sjómennirnir flytja á brott vegna þess og útgerð leggst niður í þeim verstöðvum. Um markaðina sagði Bjarne: „Enda þótt við misstum 90 þúsund tonna skreið- armarkað fyrir fáum árum (Nigeríumarkaðinn) og þrátt fyrir hinn mikla afla síðast liðið ár, ger- um við ekki betur en fullnægja eftirspurninni eftir frystum fiski og saltfiski. Ástæðan til þessa er sú, að fiskur er orðinn vinsæll matur í nokkr- um löndum, þar sem kaupmáttur er mikill. Sam- hliða þessu hafa þorskveiðar margra þjóða brugð- izt og það á bæði við um þióðir, sem fiska fyrir eiginn markað og hinar, sem keppa við okkur á mörkuðum. .... Hin jákvæða markaðsaukning, sem hófst á árinu 1969 fer enn vaxandi bæði að magni og verði. Nigeríumarkaðurinn er enn lokaður og það er mjög vafasamt að það takist að koma aftur í gang sölu þangað .... Ef dæma má eftir ástandinu nú, þá virðist sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.