Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 4

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 4
354 ÆGIR Sandgerði frá 1. jan.—30. nóv. var alls 18.415 lestir, þar af sl. humar 246 lestir. Keflavík: Þaðan stundaði 31 bátur veið- ar, þar af 13 með línu, 10 með rækjutroll og 8 með botnvörpu. Aflinn var alls 1021 lest, þar af 68 lestir af rækju. (Af þess- um afla lönduðu aðkomubátar 427 lestum). Gæftir voru stirðar. Hæstu bátar á tíma- bilinu voru: Lestir Sjóf. Keilir, botnvarpa .............. 49 6 Lómur, botnvarpa ............... 39 3 Sæhrímnir, lína ................ 38 11 Heildaraflinn í Keflavík frá 1. jan.— 30. nóv. var alls 19.249 lestir, þar af sl. humar 250 lestir og rækja 202 lestir. Vogar: Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með línu og var afli þeirra alls 33 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Vogum frá 1. jan.—30. nóv. var alls 2.339 lestir, þar af sl. humar 20 lestir. Hafruirfjördur: Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 2 með botnvörpu og 3 með línu. Aflinn var alls 128 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Hafnarfirði frá 1. jan.—30. nóv. var alls 3.383 lestir, þar af 84 lestir sl. humar. Reykjavík: Þaðan stunduðu 10 bátar veiðar á þessu tímabili, þar af 6 með botn- vörpu og 4 með línu. Aflinn var alls 338 lestir, þar af var afli aðkomubáta 75 lestir. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn í Reykjavík frá 1. jan.—30. nóv. var alls 11.170 lestir. Akranes: Þaðan stunduðu 10 bátar veið- ar með línu og var afli þeirra alls 582 lest- ir í 151 sjóferð. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir Sjóf. Skírnir 73 17 Rán 66 16 Heildaraflinn á Akranesi frá 1. jan.-^ 30. nóv. var alls 11.708 lestir. Rif: Þaðan stunduðu 3 bátar veiðar með línu og var afli þeirra alls 300 lestir í 51 sjóferð. Aukþess var afli smábáta 47 lestir. Hæsti bátur á þessu tímabili var Saxham- ar með 116 lestir í 18 sjóferðum. Heildar- aflinn á Rifi frá 1. jan.—30. nóv. var alls 6.426 lestir. Ólafsvík: Þaðan stunðuðu 14 bátar veið- ar, þar af 8 með línu og 6 með botnvörpu. Aflinn var alls 359 lestir, þar af var afli smábáta 4 lestir. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir Sjóf. Valafell, botnvarpa ................ 63 8 Stapafell, botnvarpa................ 42 8 Jökull, botnvarpa .................. 40 7 Heildaraflinn í Ólafsvík frá 1. jan.—30. nóv. var alls 13.485 lestir. Grundarf jörQur: Þaðan stunduðu 13 bát- ar veiðar á þessum tíma, þar af 5 með botn- vörpu, 5 með rækjutroll, 2 með línu og 1 með skelplóg. Aflinn á tímabilinu var alls 231 lest, þar af 10 lestir af hörpudiski og 3 lestir af rækju. Aflahæstu bátar á tímabil- inu voru: Lestir Sjóf. Gnýfari, botnvarpa ......... 44 9 Grundfirðingur, botnvarpa . . 38 6 Gæftir voru sæmilegar. Heildaraflinn í Grundarfirði frá 1. jan.—30. nóv. var alls 5.364 lestir, þar af rækja 133 lestir og hörpudiskur 103 lestir. Stykkishólmur: Þaðan stunduðu 9 bátar veiðar með skelplóg og var afli þeirra alls 468 lestir af hörpudiski. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir Sjóf. Þórsnes .............. 97 24 Gullþór .............. 83 22 Heildarafli í Stykkishólmi frá 1. jan.— 30. nóv. var alls 4.559 lestir, þar af hörpu- diskur 2.704 lestir. VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í nóvember. Sjósókn var mjög erfið í nóvember vegna rysjótts tíðarfars og mikilla umhleypinga. Margir línubátanna reru mest suður á Látraröst, og fengu þeir ágætan afla. Afli var einnig dágóður í trollið, þegar hægt var að vera við veiðar, en stormar háðu mjög

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.