Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 7
ÆGIR 357 TOGARARNIR í nóvember Veiði togaranna í nóvember hefur yfir- ieitt verið fremur treg. öll fiskiskipin á heimamiðum nema eitt, Karlsefni, sem veiddi við A.-Grænland 122.2 lestir, sem var nær eingöngu þorskur. Annars var meginhluti aflans hjá flestum skipanna ufsi. Næst að magni er karfi, en minna af öðrum tegundum. Heimalandanir eru 14 .... afli 1617.2 lestir Erlendis eru landanir 16.afli 2414.6 lestir Samtals 4031.8 lestir I nóvember 1970 landa aðeins tveir tog- arar heima 284.9 lestum en erlendis er þá landað 3729.9 lestum úr 22 veiðiferðum. Afli frá áramótum til nóvemberloka er 59.164.1 lest. Landanir 345, þar af erlendis 69. Á sama tímabili 1970 er aflinn 65894.4 lestir. Landanir eru þá 344, þar af erlendis 173. Hafa verður í huga, þegar þessi sam- anburður er gerður, að skipin voru ekki við veiðar vegna verkfalla nokkuð á annan mánuð á þessu ári. Árið 1970 eru hinsvegar farnar miklu fleiri söluferðir á erlendan markað. Að sigla með aflann tekur vitanlega mikinn tíma frá veiðum umfram það, þegar land- að er hérlendis. Miðað við sókn er því afl- inn í ár nokkru minni en hann var árið 1970. Leiðrétting: Framleiðsla sjávarafurða Sú prentvilla varð í síðast tbl. Ægis, að yfir töflunni um Framleiðslu sjávarafurða stóð: „Framleiðsla sjávarafurða 1. jan.— 30. júní 1971 og 1970“, en á að vera 1. jan.—30. sept. 1971 og 1970. Þetta eru eigendur Ægis vinsamlegast beðnir að leiðrétta í blöðum sínum. ö-----------—-----------------------ö Erlendar fréttir Frá Færeyjum Það er þröng á fiskimiðum við ísland. Færeyingar hafa þær fréttir að færa af Is- landsmiðum, að þar sé nú mjög mikil ásókn stórra erlendra togara útaf Vestfjörðum. Einkum eru þetta brezkir og þýzkir skuttogarar en einnig norskir og færeyskir, sem annars eru ekki vanir að veiða á þessum slóðum. Þessir togarar lágu í stórfiski og þurrkuðu upp gönguna, að því er sagt er á örstuttum tíma. íslenzkur sjómaður er borinn fyrir þeirri frétt að meðan útlendingarnir fleyttu rjómann, yrðu íslenzku smátogbátarnir að láta sér nægja flautirnar. (Fiskaren). Frá Grænlandi Fimbulvetur á Grænlandi. Það eru svo miklar frosthörkur við Grænland, að þar frýs allt í höndunum á sjómönnunum við línu- og netaveiðarnar, segir í frétt í Fiskaren 9. des. Norsku bátarnir, sem eru yfirbyggðir, geta haldizt við, en hinir, sem ekki eru það, verða að sögn skipstjóranna að leita burt af miðunum. Það hefur verið heldur tregt hjá norsku bát- unum á Nýfundnalandsmiðunum, en er nú að glæðast hjá línubátunum. 1 fréttinni í Fiskaren segir, að einn stór línubátur sé á leið frá Labra- dor með grálúðu og hafi fengið góðan afla. Fær- eyingar stunda mjög þessar veiðar, og menn eru uggandi um ofveiði á þessari fisktegund á þess- um miðum. Fiskaren. Byggja þarf fiskihafnir á undan fiskiflotanum. Svo virðist sem þróun fiskihafna hafi ekki fylgt nægjanlega þróun fiskiflotans. Nýtízku fiskifloti nýtist ekki fyllilega nema afgreiðsla sé góð í höfnum. Þetta vandamál varð sérstaklega til um- ræðu hjá FAO í sambandi við þá fyrirætlan Ind- verja að byggja um 300 togara á næstu fimm árum. Það er talið, að þetta mikla plan, sé dæmt til að mistakast, ef ekki er jafnframt gert ráð fyrir góðri hafnaraðstöðu fyrir þennan flota.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.