Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 10
360 ÆGIR Tölvan Tölvan vinnur úr upplýsingum frá són- arnum og siglingatækja-samstæðunni. Tölvan hefur 16 þúsund orða minnisheila. Hún getur gefið skipanir til baka til són- arsins. Merkin til og frá tölvunni eru ým- ist tölugildi (digical) eða hliðstæðugildi (analog). Sónargeislarnir 10 að tölu koma inn í tölvuna eftir fjölrás (multiplexer). Það er einnig hægt að lesa tölvunni fyrir ákveðið prógram og til þess fylgir henni hraðlesari fyrir gatastrimil. Myndskermirinn Myndskermirinn er kaþóðugeislarör og rafmagnsgeislinn færist frá einum punkti til annars á skerminum. Milli tölvunnar og skermisins liggur upplýsingarás, sem þá flytur punkta og línur, sem tölvan geymir í minnisheila sínum á skerminn. Upplýs- ingar sendast til myndskermisins 30 sinn- um á sekúndu og með þessari tíðni kemur fram skýr og samfelld mynd á skerminum. Með þessum ta kjum, sem nú hafa verið nefnd, er hægt að leysa margskonar verk- efni, enda eru þau ætluð til fleiri nota en við fiskveiðar, svc sem til að finna olíu- leiðslur o. fl. Myndin, sem fram kemur á skerminum, þegar um veiðar er að ræða, sýnir eftirfarandi: Skipið, stefnu þess og stöðu. 1 byrjun er skipið á miðjum skerm- inum, en færist síðan til í samræmi við þær upplýsingar, sem tölvan sendir. Hægt er að færa myndina til baka með því að styðja á hnapp. Siglda stefnan síðustu sex mínút- urnar kemur fram á skerminum. Sónarbergmálið kemur þannig fram að hvaðeina innan sendivíddar geislanna, sem endurkastar hljóði, kemur fram á skermin- um sem ljósdepill. Torfa kemur fram sem safn af deplum eða punktum, og myndin sýnir einnig út- línur fiskitorfunnar og þyngdarpunkt (tyngdepunkt á norsku, sennilega átt við þykkasta hluta torfunnar) hennar, og kem- ur fram sem lítill hringur í punktasafninu. Hraói torfunnar reiknast út frá hreyf- ingum þyngdarpunktsins milli slaga (ping til ping). Hreyfingarstefnan kemur svo út sem lína út frá þyngdarpunktinum. Tölvu- prógrammið gerir ráð fyrir þrennskonar möguleikum við notkunina. Þessir þrír möguleikar eða notkunar-stig, sem mætti nefna það, kallast á ensku, (Norðmaður- inn notar ensku heitin) ,,Auto Step“, ,,Auto Track“ og „Manuel“. Við fyrsta stigið „Auto Step“, færist leitarspegillinn um 60 gráður við hvert slag (ping) og með þessum hætti verður allur hringurinn innan sjónmáls sónarsins, nema rétt afturundan, þar sem kjölvatnið verkar truflandi á sónarinn. öll hljóðvörp frá hverri færslu leitarspegilsins koma samtímis fram á skerminum. Við annað stigið, „Auto Track“, er um sjálfvirka tilfærslu að ræða samhliða markinu. Tölvar sér um að geislar sónarsins hvíli stöðugt á markinu og fylgi því eftir sjálf- krafa, hvort heldur markið færist lóðrétt eða lárétt. Markið, sem geislunum er beint að, hvort heldur það er fiskitorfa eða annað, ákveð- U. mynd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.