Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 11
ÆGIR 36* ur stjórnandinn og með hjálp stýristækis, svonefnds „joysticks", festir hann geisl- ana á markinu og þeir fylgja síðan mark- inu eftir og sýna ferilinn sem mynd á skerminum. Þriðja stigið, „Manuei“, byggist á því að leitarspeglinum er handstýrt. 1 báðum þessum stigum, „Auto Track“ og „Man- uel“, kemur aðeins fram hljóðvarp frá einu púlsslagi (því síðasta). Sjónflöturinn sem kemur fram á skerminum getur svarað til hafsvæðið allt frá 200x250 metrum til 1600x2000 metra. Myndlögunin er þannig, að þegar sónar- inn leitar lárétt, kemur fram mynd í venj u- legum kortfleti, en þegar hann leitar lóð- rétt verður myndin einnig lóðrétt og bátur- inn efst á henni. Þó að í fréttatilkynningunni frá Simrad sé mest talað um notkun þessa nýja tækis í sambandi við herpinótaveiði, þá ætti það ekki síður að koma að notum við flotvörpu- veiðar á þorski eða síld. Sónar hefur lítið verið notaður við botnvörpuveiðar en þessi nýja gerð ætti að geta komið að miklum notum þar, einkum á grunnu vatni. WEST JOHNSON í HEIMSÓKN Hingað kom til landsins í hitteðfyrra yf- irmaður fiskveiðitilrauna Kanadamanna (Chief, Fishing Operation Division), West Johnson. Johnson var skipstjóri og hefur aflað sér mikillar raunhæfrar þekkingar á fiskveiðum við Kanada. Þegar Ingvar Pálmason var úti í Vancouver 1955 til að kynna sér síldarflotvörpu, stjórnaði John- son tilraununum með hana. Þeir höfðu því mikið saman að sælda Ingvar og Johnson. Ingvar fór með Johnson til Seattle til að kynna sér nýja gerð af fisksjám og á leið- inni norður eftir aftur fóru þeir út með sjómönnum hér og þar við ströndina til að kynna þeim tækið. Úr þessari Ameríku- ferð kom Ingvar heim með kraftblökkina, en það er nú önnur saga. Hann kom líka með síldarflotvörpuna. Johnson er mið- aldra maður og virðist hið mesta hörkutól. Ingvar segir, að hann sé þrælduglegur og klár verkmaður. Að hann hafi einnig lesið sér mikið til um þessi efni, þarf enginn að efast. Það er auðheyrt á tali hans, því að hann liggur ekki á vitneskju sinni. Hann hefur miklu að miðla þeim, sem á annað borð hafa áhuga á fiskveiðum. Þetta er hin mesta kempa. I fylgd með Johnson var Ólafur Egils- son, eða kannski hefur Johnson verið í fylgd með honum. Ólafur er ættaður í báð- ar ættir af Snæfjallaströndinni við Djúp. (Jón Egilsson á Skarði var afi hans í föðurætt, en Kolbeinn Jakobsson í Unaðs- dal í móðurætt). Mér er sagt, að Ólafur hafi farið út á Björgvinsflotan- um á sínum tíma og orðið innlyksa ytra og unnið sig þar í álit og er nú fiskveiði- ráðunautur. Ólafur er maður um fertugt og kvæntur konu af frönskum ættum. Þeir félagar komu óvænt til að heilsa uppá landið. Hér voru menn þá í verk- falli, og nýttist okkur því ekki heim- sókn þeirra sem skyldi. Þannig er mál með vexti, að þessir menn eru allra manna kunnugastir þeirri aðferð, sem nú fer mjög í vöxt, að draga net inn á tromm- ur á skutnum. Kanadamenn hafa lengi ver- ið að þróa þessa aðferð einkum fyrir báta upp í fjögur hundruð tonn og nú orðið nota þeir þessa aðferð í sívaxandi mæli, ekki aðeins á nætur við síldveiðar og túnfisk- veiðar, heldur einnig við togveiðar. John- son sagðist ekki vera í neinum vafa um, að þessi aðferð yrði innan tíðar allsráðandi á bátaflotanum. Hún tæki svo langt fram öðrum þekkt- um aðferðum, einkum að því er snerti vinnusparnað. Hann sagði auðvelt að vinda vörpu með 18 þumlunga bobbingum uppá trommu. Við Islendingar kunnum ekkei*t til þess- arar vinnusparandi aðferðar, og hefðum því sannarlega þurft að nýta komu þess- ara manna hingað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.