Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 19

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 19
ÆGIR 369 myndu þeir, þegar þar að kæmi, beinakaup- um sínum til þeirra aðila, sem hausskæru og slódrægju síldina við söltun, auk þess sem þeir gerðu þá ráð fyrir að salta sjálfir í landi ísaða síld eins og árið áður. Þá sögðu þeir, að búast mætti við auknu framboði á landsaltaðri síld frá Kanada, Bretlands- eyjum og víðar. Sænsku fulltrúarnir sögðu aðspurðir, að síldarkaupendur í Svíþjóð væru ekki reiðu- búnir að gera neina fyrirframsamninga við íslendinga um kaup á Hjaltlandssíld fyrr en þá um haustið og þá einungis, ef ekki væri betri síld að fá annarsstaðar og svo framarlega sem íslendingar „kæmu niður á jörðina“ í verðkröfum sínum. Danir kváðust engan áhuga hafa á kaup- um á Hjaltlandssíld frá Islendingum, þai' sem nægilegt framboð væri annarsstaðar frá á langtum ódýrari og að þeirra dómi betur verkaðri síld. Eins og kunnugt er nota Finnar árlega nokkurt magn af nýsaltaðri síld, er nýjar kartöflur koma á markaðinn. Tókst að selja þangað um 4.000 tunnur af Hjalt- landssíld og átti síldin að afgreiðast frá ís- landi fyrir 25. júlí. Uppí þann samning voru afgreiddar 3.219 tunnur en Finnar voru óánægðir með hluta síldarinnar og höfnuðu frekari kaupum. Þeir kváðust fá ódýrari og betur verkaða síld annarsstaðar frá. Pólverjar voru ekki reiðubúnir að semja um nein síldarkaup frá íslandi um sum- arið og haustið, en er kom fram á vetur sömdu þeir um kaup á 3.500 tunnum og voru afgreiddar upp í þann samning 1315 tunnur af heilsaltaðri síld frá Hjaltlands- miðum. (Sjá kaflann um Suðurlandssíld- ina). Rússar, sem voru meðal stærstu kaup- enda Hjaltlandssíldar árið áður, neituðu al- gjörlega að kaupa Hjaltlandssíld frá ís- landi árið 1970, enda reyndist mikið af Hjaltlandssíldinni, sem framvísað var til þeirra 1969, ósamningshæf vara. Reynt var að selja Hjaltlandssíld til fleiri landa en án árangurs. Er líða tók á sumarið tókst að selja einu sænsku fyrirtæki nokkurt magn af Hjalt- landssíld, sem lá þá óseld í íslenzkum höfn- um. Síðar tókst að selja nokkrum sænsk- um fyrirtækjum afganginn. Samtals voru seldar til Svíþjóðar 6683 tunnur. Saltað var á vertíðinni um borð í 5 síld- veiðiskipum og nokkur skip fluttu ísaða síld til söltunar í íslenzkum höfnum. Söltunin skiptist sem hér segir eftir vik- um (miðar er við losunardaga): Sjósöltun Landsöltun Samtals tunnur tunnur tunnur Vikan 14/6-20/6 — 585 585 — 21/6-27/6 — 570 570 — 28/6- 4/7 — 852 852 — 5/7-11/7 — 425 425 — 12/7-18/7 830 — 830 — 19/7-25/7 900 962 1.862 — 26/7- 1/8 750 — 750 — 2/8- 8/8 1.200 — 1.200 — 9/8-15/8 — — — — 16/8-22/8 1.720 310 2.030 — 23/8-29/8 1.690 335 2.025 — 30/8- 5/9 440 — 440 — 6/9-12/9 634 — 634 — 13/9-19/9 550 — 550 — 20/9-26/9 — 900 900 — 27/9- 3/10 — 331 331 8.714 5.270 13.984 Heilsaltaða síldin var öll hausskorin og slógdregin eftir að hún barst á land, að Póllandssíldinni undanskilinni, og er þar að finna aðalskýringuna á mismuninum, sem fram kemur í yfirliti þessu, á saltaðri og útfluttri tunnutölu. Söltunin um borð í einstökum veiðiskip- um varð sem hér segir: Guðrún Þorkelsdóttir 634 tunnur Seley 2.130 — Eldborg 4.610 — Óskar Halldórsson 900 — Óskar Magnússon 440 — 8.714 tunnur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.