Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 21
ÆGIR 371 III. Suifnrlnndssíldiii. Undirbúningur vertíðar og sala síldamnnar. Er undirbúningur vegna haust- og vetrarsíldarvertíðar 1970/71 hófst, voru margir þeirrar skoðunar, að veruleg aukn- ing gæti orðið á söltun Suðurlandssíldar. Hin aukna veiði og söltun á vertíðinni 1969 frá árinu áður gaf mönnum vonir um, að veiðibannið á smásíld, sem upphaflega var ákveðið í byrjun árs 1966, væri þegar farið að bera árangur, en á vertíðinni 1969 voru saltaðar 103,232 tunnur af Suður- landssíld og var það eitt af beztu söltun- arárum Suðurlandssíldar. Eins og árið áður var bannað með regl- ugerð, er sjávarútvegsráðuneytið setti í ársbyrjun, að veiða smásíld, 25 cm. að lengd eða minni, fyrir Suður- og Vestur- landi. Þá var og tekið fram í reglugerðinni, að á árinu 1970 skyldi óheimilt að veiða meira en 50 þús. smálestir síldar fyiúr Suður- og Vesturlandi og á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. september skyldu síld- veiðar bannaðar á þessu svæði. Þrátt fyrir veiðibannið skyldi ráðuneytinu þó heimilt, að fengnu álit i Hafrannsóknastofnunar- innar og Fiskifélags Islands, að veita leyfi til veiða síldar „til niðursuðu eða annarrar vinnslu til manneldis eða beitu“. Sumarið og haustið 1970 gekk mjög erf- iðlega að ná samningum um fyrirframsölu á Suðurlandssíld á því verði og með þeim skilmálum, sem Síldarútvegsnefnd gat sætt sig við. Síldarinnflytjendur á Norðurlönd- um töldu sig geta fengið ódýrari og stærri síld frá ýmsum öðrum framleiðslulöndum saltsíldar svo sem Noregi, Færeyjum og Kanada. I því sambandi má geta þess, að Færeyingar gerðu síðla sumars fyrirfram- samninga við Svía um sölu á allmiklu magni af síld af stærðinni allt að 6 stk. pr. kg og mátti engin síld vera í tunnunum undir 166 gr. Söluverð á síld þessari, haus- skorinni og slógdreginni, var rúml. þriðj- ungi lægra en verð Síldarútvegsnefndar fyrir síld með sama hámarksstykkjafjölda í tunnu. Ef samið hefði verið við kaupendur um sama hámarksstykkjafjölda í tunnu og Færeyingar sömdu um, myndu aðeins 10 —20 % af aflamagni Suðurlandssíldar hafa gengið upp í samninga, miðað við stærðar- skiptingu síldarinnar árið áður. Reynslan hefur sýnt, að ef engin síld í tunnunum má vera smærri en 6 stk. pr. kg eða 166 gr, verður meðalstykkjafjöldi í 100 kg tunnu ekki meiri en um 500 síldar. Verð það, sem Síldarútvegsnefnd bauð síld af þessari stærð fyrir, var eins og áður er sagt langtum hærra en færeyska verðið og einnig verð það, sem Suðurlandssíld af stærðinni „500/700“ var boðin á, en mestur hluti saltsíldarframleiðslunnar á Suður- og Vesturlandi árin áður var af þeirri stærð. Árið 1970 hófu Kanadamenn mikla sölu- herferð á saltsíld á Norðurlandamörkuð- um og víðar, og höfðu þeir þegar um haust- ið selt þangað mjög stóra síld á verði, sem var enn lægra en færeyska verðið. Sænskir aðilar höfðu þá þegar hafið samvinnu við Kanadamenn um síldarsöltun og sent fag- menn vestur til leiðbeininga og eftirlits- starfa. Svipuð samvinna hafði þegar tekizt með norskum og kanadískum aðilum. Þá höfðu ýmsir sænskir síldarkaupend- ur hafið söltun í Danmörku í samráði við danska aðila og keyptu Svíar stærstu síld- ina, sem á land barst í Hirtshals og Skagen. Töldu þeir sig fá ódýrari og stærri síld með þessu móti en Síldarútvegsnefnd bauð. Smásíldina selja Danir til annarrar vinnslu í Þýzkalandi og víðar. Frá Bretlandseyjum og Noregi hafði einnig borizt tölúvert magn af saltaðri síld á Norðurlandamarkaðina og var sú síld seld á langtum lægra verði en Suður- landssíldin var boðin á. Saltsíldarneyzla hafði síðustu misserin á undan farið ört minnkandi í Svíþjóð og fleiri löndum og stafaði það einkum af stór- hækkuðu verði, sem fylgdi í kjölfar afla- brestsins á veiðisvæðum norsk-íslenzka síldarstofnsins. Þá dró það einnig úr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.