Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 22

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 22
372 ÆGIR neyzlu saltsíldar í Svíþjóð, að sumar- og haustveidd síld af þessum stofni var ekki lengur á boðstólum, en síld þessa fengu Svíar áður frá íslandi, Noregi og Færeyj- um. Áætlað var, að sænski markaðurinn þyrfti samtals 150—200 þúsund tunnur árið 1970, en tveim árum áður nam árleg saltsíldarþörf Svía um 250 þúsund tunnum. Kaupendur í Sovétríkjunum, sem oft hafa keypt mikið magn af Suðurlandssíld, töldu sig ekki þurfa á saltsíldarinnflutningi að halda, það sem eftir var af árinu, og voru þeir heldur ekki reiðubúnir að ræða um kaup til afgreiðslu eftir áramót. Pólverjar, sem keypt höfðu saltaða Suð- urlandssíld í áratugi, gerðu ráð fyrir, að pólski síldarflotinn, sem um þær mundir hélt sig einkum við strendur Norður-Am- eríku, myndi salta nægilegt magn af síld fyrir pólska markaðinn. I viðræðum, sem fram fóru við Pólver r i byrjun september í Varsjá, var upplýst, að saltsíldarneyzla í Póllandi færi ört minnkandi og væri gert ráð fyrir, að neyzlan 1970 yrði um 100 þús. tunnum minni en árið áður. Samningaumleitanir fóru fram um sömu mundir við fleiri Austur-Evrópulönd en án árangurs. Síldarútvegsnefnd taldi nauðsynlegt að ná mun hærra verði og hagstæðari sanm- ingum um stærðir o. fl. en keppinautarnir höfðu þegar samið um. Þetta tókst á vertíð- inni árið áður, vegnaþessaðýmsirkaupend- ur á Norðurlöndum og víðar, sem treystu því í lengstu lög að Norðurlandssíldin myndi safnast saman austur af landinu þegar líða tæki á haustið, vantaði skyndi- lega saltsíld, þegar veiði Norðurlandssíld- ar brást með öllu. Aðstæðurnar haustið 1970 voru m. a. að því leyti breyttar, að kaupendur gerðu þá ekki ráð fyrir að nein Norðurlandssíld veiddist og höfðu þess vegna frá því snemma um sumarið reynt að tryggja sér nothæfa síld frá ýmsum öðr- um saltsíldai-framleiðslulöndum. Þann 10. september slitnaði upp úr samningaumleitunum við stærstu kaup- endurna, Svía, þar sem þeir neituðu að semja um kaup á annarri síld en „stórsíld“ (300/500 — hámark 6 stk. pr. kg) og til- kynntu j afnframt, að þeir gætu ekki greitt hærra verð en þeir hefðu þá þegar samið um í Kanada, Færeyjum og Danmörku. Sögðu Svíar þetta vera lokasvör sín. Eins og að framan greinir var því óviss- an í sambandi við sölu Suðurlandssíldar- innar mjög mikil er vertíð hófst. Ef Svíum o. fl. kaupendum hefði tekizt að fá nægi- legt magn afgreitt upp í þegar gerða samn- inga við Kanadamenn, Færeyinga og Norð- menn og ef síldin, sem barst á land í Dan- mörku, hefði verið af svipuðum stærðum og árið áður, hefði getað orðið mjög erfitt að selja Suðurlandssíldina á viðunandi verði. Áhættan, sem fylgdi því að hefja söltun án fyrirframsamninga, var því mjög mikil. Eftir að slitnaði uppúr viðræðum við Svía héldu viðræður áfram við kaupendur í ýmsum öðrum löndum og náðust skömmu síðar samningar við Finna og Vestur-Þjóð- verja um sölu á tæplega 20 þúsund tunnum og var það mestmegnis um „millisíld“ að ræða. Fékkst hærra verð fyrir millisíldina til þessara landa en Svíar höfðu endanlega boðið fyrir stórsíldina. Þar sem síld sú, sem barst frá Hjalt- lands- og Skagerakmiðum til Hirtshals og Skagen um haustið reyndist langtum smærri en á sama tíma árið áður, fengu hinir sænsku síldarkaupendur miklu minna magn til söltunar í Danmörku en þeir höfðu búizt við og sömu sögu var að segja af síldarsöltun Færeyinga. Er líða tók á októ- ber breyttust því viðhorf Svía til kaupa á Suðurlandssíld og óskuðu þeir þá eftir að viðræður hæfust að nýju. Tókust samn- ingar að lokum og féllust Svíar á að semja um kaup á báðum stærðarflokkum í þeim hlutföllum, sem síldin saltaðist. Þá féllust þeir og á mikla hækkun á verði frá því, sem þeir höfðu áður boðið. Svíar höfðu nokk- urn frest til að tilkynna samningsmagnið. Þegar fresturinn var útrunninn höfðu pantanir borizt frá þeim í samtals um 90 þús. tunnur. Töldu margir að þessar pant-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.