Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 23

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 23
ÆGIR 373 anir Svía væru óraunhæfar og hefðu ýmsir hinna sænsku kaupenda skráð sig fyrir meira magni en þeir í rauninni ætluðu að kaupa til þess að tryggja sér hærri hlut- fallsafgreiðslu, en verulega var farið að draga úr veiði Suðurlandssíldar, er frestur- inn var útrunninn og veiðihorfur ekki góðar. Um svipað leyti voru gerðir fyrirfram- samningar um sölu á um 2 þús. tunnum til Danmerkur og til V-Þýzkalands voru seld- ar til viðbótar um 5 þús. tunnur. Síðar var svo samið um sölu á 5000 tunnum til Bandaríkjanna og 3500 tunnum af heilsalt- aðri síld til Póllands. Nokkru eftir áramót, er síðasta úthlut- un á síld fyrir sænska markaðinn var ákveðin, óskuðu ýmsir sænsku kaupend- anna eftir því, að þurfa ekki að taka við meira magni en áður hafði verið úthlutað (20% af samningsmagni) og stafaði þetta einkum af því, að töluvert af stórri síld frá vetrarvertíðinni við Nýfundnaland fór þá að berast á markaðina í Evrópu. Var síld þessi seld á mikla lægra verði en ís- lenzka síldin. Reynslan frá síldarvertíðunum 1969 og 1970 staðfesti á minnisverðan hátt þá al- mennu skoðun Islendinga, að óvarlegt sé að treysta um of á einn stóran markað, jafnvel þótt sá markaður kunni að reynast hagstæðari en ýmsir aðrir. Þá sannaði reynsla þessara tveggja ára, hve nauðsyn- legt það er að sala sé tryggð á nokkru magni áður en söltun hefst, einkum á milli- síldinni, en jafnframt, að ekki sé alltaf hagstæðast að semja um sölu á allri fram- leiðslunni fyrirfram. Þessi atriði verður alltaf að meta og vega hverju sinni. Sölu- árangurinn fer að verulegu leyti eftir því, hve vel er fylgzt með markaðsmálunum og framleiðslu keppinautanna. Á þessu má ekki verða misbrestur, þótt slík starfsemi geti orðið nokkuð kostnaðarsöm. Ráöstöfun sildar til íslenzkra síldamiöurlagningarverksmiðja o. fl. Um það bil er vertíð hófst um haustið, var haft samband við þær innlendar síld- arniðurlagningarverksmiðjur, sem vitað var að ráðgerðu framleiðslu á niðurlagðri síld. Var þessum aðilum bent á, að æskilegt væri að þeir semdu beint við saltendur um síldarkaup sín eins og venja hafði verið að árinu 1969 undanskildu. Síldarniðursuðu- verksmiðja ríkisins gerði samning við einn saltanda um kaup á takmörkuðu magni, en síðan sneri stjórn verksmiðjunnar sér til Síldarútvegsnefndar og óskaði eftir kaup- um á 7.400 tunnum af kryddsíld og tókust samningar um sölu á því magni. Síldarvinnslan á Neskaupstað hafði í hyggju að framleiða gaffalbita úr 1500 tunnum af kryddsíld og ráðgerði fyrirtæk- ið að salta síldina á eigin söltunarstöð. Sam- komulag varð um, að ef stöðinni tækist ekki að salta þetta magn, skyldi það, sem á vant- aði, afgreitt frá Síldarútvegsnefnd. Á stöð- inni voru saltaðar 1.040 tunnur og fékk niðurlagningarverksmið j a f yrirtækisins 499 tunnur frá Síldarútvegsnefnd. Framkvæmdastjóri Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar & Co. á Akureyri taldi sér ekki fært að semja um nein kaup í byrj- un vertíðar, sökum þess, hve illa gekk að ná samningum um sölu á síldinni niðurlagðri, en óskaði svo síðar á vertíðinni eftir kaup- um á síld frá Síldarútvegsnefnd. Var þá í millitíðinni búið að gera fyrirframsamn- inga um sölu á allmiklu magni af Suður- landssíld og því ekki unnt að verða við ósk verksmiðjunnar, nema miðað við hlutfalls- lega afgreiðslu, en veiðiútlit var þá farið að versna. Þó tókst um síðir að koma því til leiðar að útvega verksmiðjunni 3000 tunnur, sem ráðgert hafði verið að afgreiða til ísrael. Var samningurinn felldur úr gildi með samkomulagi við hina ísraelsku kaupendur. Síðar tilkynnti forstöðumaður verksmiðjunnar, að hún gæti ekki tekið við síldinni, þar sem vonir hans um sölu á nið- urlagðri síld hefðu brugðizt. Jafnframt tók hann fram, að hann teldi sér ekki fært að framleiða fyrir það verð, sem aðrar verk- smiðjur höfðu þá samið um við sænskan kaupanda. Hefði hann því hafnað samn- ingum við hinn sænska aðila.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.