Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.1971, Blaðsíða 24
374 ÆGIR Vegna atvinnuleysis á Akureyri óskaði ríkisstjórnin eftir því, að síldinni yrði ekki ráðstafað að sinni og lauk málinu með því, að ríkissjóður keypti umræddasíld og var óskað eftir því, að saltendur geymdu síld- ina þar til séð yrði, hvort K. Jónsson & Co. gætu náð samningum síðar. Síldarútvegs- nefnd hafði samband við saltendur um mál- ið og tilkynntu flestir þeirra, að þeir hefðu ekki aðstöðu til að geyma síldina og var fjármálaráðuneytinu tilkynnt um það. Hinn 4. marz tilkynnti fjármálaráðuneytið, að ráðstafa mætti umræddum 3000 tunnum til K. Jónssonar & Co. Akureyri og hófst þá flutningur á síldinni norður. Niðursuðuverksmiðjan ORA í Kópavogi óskaði um haustið eftir kaupum á 100 tunn- um af kryddsíld og var sú síld afgreidd til verksmið j unnar. Samkvæmt framansögðu var því ráð- stafað samtals 12.039 tunnum til íslenzkra síldarniðurlagningarverksmiðja. Til viðbótar þessu magni fóru til flökun- ar í tunnur og til pökkunar í neytenda- umbúðir hjá söltunarstöðvunum samtals um 4100 tunnur, mestur hluti þó til flök- unar. Vegna hins mjög takmarkaða geymsluþols, voru kaupendur þó mjög tregir til að láta flaka síldina hérlendis. Alls var því ráðstafað á vertíðinni rúm- lega 16.100 tunnum til frekari vinnslu inn- anlands. Fersksíldarverðið. Hinn 2. október ákvað yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, að lágmarksverð- á Suðurlandssíld frá og með 16. september til 31. desember 1970 skyldi vera kr. 10,00 fyrir hvert kg. Fulltrúum í Verðlagsráði skyldi þó heimilt að segja verðinu upp með minnst viku fyrirvara miðað við 1. nóvem- ber eða síðar. Þann 4. nóvember var verðið hækkað í kr. 12,40 pr. kg. Framangreind verð gefa ekki rétta hug- mynd um hið raunverulega lágmarksverð, sem söltunarstöðvarnar urðu að greiða, þar sem hér er einungis um skiptaverðið að ræða. Við verðið bættist 31% , sem söltunar- stöðvarnar greiddu til stofnfjársjóðs fiski- skipa og vegna hlutdeildar í útgerðarkostn- aði. Hið raunverulega verð var því: 16/9 — 2/11 kr. 13,10 pr. kg. 2/11—31/12 kr. 16,24 pr. kg. VeiSi og síldarleit. í yfirliti, sem Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur hefur látið Síldarútvegsnefnd í té varðandi síldarleit, síldargöngur og afla- brögð sunnanlands og vestan árið 1970, segir m. a.: „Seinni helmingnr september og fram til 10. október og í desember var Hafþór við síldarleit sunnan- og suðvestanlands. Á tímabilinu 18. september til 9. október er Árni Friðriksson við síldar- og kolmunnarann- sóknir við Suðausturland og í Austur- og Norð- austurdjúpi. Athugað var magn og útbreiðsla þessara tegunda, gerðar veiðitilraunir og um- hverfisrannsóknir og safnað sýnum. 14.10—8.11. og 15.11—26.11. var Ámi Friðriks- son við síldarrannsóknir suðvestanlands. Auk venjulegrar síldarleitar og þeirra rannsókna, sem þeirri starfsemi fylgir, var gerð tilraun til stofn- stærðarákvörðunar með bergmálstækjum. Á tímabilinu 27.11 til 17.12. var gerð könnun á magni smásíldar í Hvalfirði og Eyjafirði svo og fleiri fiörðum norðanlands og austan. Þá voru djúpmið austanlands könnuð nokkuð með tilliti til hugsanlegra kolmunna- og síldargangna þar . .. . “ „í janúarmánuði fannst nokkuð af síld, eink- um í Jökuldjúpi og Kolluál, en veðurfar var afar óhagstætt og varð afli svo til enginn. Þeir bátar, sem héldu til síldveiða eftir áramótin, hættu flestir upn úr miðjum mánuðinum. Á tímabilinu 15. febrúar til 15. september voru almennar síldveiðar bannaðar á svæðinu frá Eystra-Horni vestur um að Látrabjargi. Nokkrir fengu þó undanþágu frá veiðibanninu til þess að siá niðursuðuiðnaðinum fyrir hráefni og til beitu- öflunar. Með töku sýnishorna úr afla þessara báta var hægt að fylgjast með síldinni yfir bann- tímann. gotssíldarinnar og könnuð útbreiðsla og magn gotssíldarinnar og könnuð útbereiðsla og magn síldarseiða. Hvergi varð vart við verulegt magn síldar yfir hrygningartímann, en stakar torfur fundust í Faxaflóa, vestan við Reykianes og það- an grunnt austur með landi, og vestan og norð- vestan Vestmannaeyia, auk grunnslóða suðaust- anlands. Hvergi varð vart við verulegt magn af

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.