Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 5

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 5
ÆGIR 379 Lög um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins Inngangsorð. Ekki þarf að fara mörgum orðum um meöfylgjandi lög um Aflatryggingasjóö sjávarútvegsins. Greinargerð nefndar þeirrar, er vann að endurskoðun laganna, og sem birt er hér á eftir, skýrir ýmis þýð- ingarmikil atriði í sögu sjóðsins, svo og um túlkun laga og reglugerða og framkvæmd þeirra. Gera verður greinarmun á greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins, sem einnig fylgir hér á eftir og greinargerð nefndar- innar. Lögin i núverandi búningi eru verk nefndarinnar, nema að því er varðar tekju- stofna sjóðsins. Eins og skýrt kemur fram í greinargerð nefndarinnar, telur hún, að ýmsar breyt- ingatillögur, sem hún gerði og teknar voru til greina, muni skapa sjóðnum aukin út- gjöld. Af þeim sökum lagði hún til, að tekjur sjóðsins yrðu auknar með hækkun ríkissjóðsframlags. Ekki var farið að þessari tillögu, þvert á móti var ríkissjóðsframlag lækkað og sú aðgerð rökstudd með áliti Efnahagsstofn- unarinnar. Fiskiþing og stjórn Fiskifélagsins töldu þessa stefnu varhugaverða og bentu á reynslu áranna 1967 og 1968, er allmikill greiðsluhalli varð hjá sjóðnum Hefur það jafnan sýnt sig, að erfitt er stendur Nói RE 120, en á að vera Már RE 120. í 20. tbl. eru þessar villur: Undir Bakkafjörður stendur Humarbátar, en á að vera Heimabátar, undir Eskifjörður stendur Björn IS 369, en á að vera Bjarmi ÍS 369, undir Seyðisfjörður stendur Margrét ÍS, en á að vera Margrét SI, og undir Neskaupstaður stendur Freisting, en á að vera Freysteinn. 1 21. tbl. eru þessar villur: Undir Seyðisfjörður stendur Margrét ÍS, en á að vera Margrét SI, og undir Eskifjörður stendur Bjarni SU 369, en á að vera Bjarmi ÍS 369. Fleiri eru villurnar ekki, enda nóg komið og biður Ægir afsökunar á þessum skekkjum. að gera öruggar langtíma spár um hag og tekjur sjávarútvegsins. Sveiflur miklar verða oft sinnis á afla og verðmæti út- fluttra sjávarafurða, sem tekjur sjóðsins miðast nú að langmestu leyti við. Bætur miðast hinsvegar við umsamið fiskverð, sem fylgir ekki ávallt markaðsverði afurð- anna. Reynslan hefur sýnt nauðsyn þess, að Aflatryggingasjóður hafi möguleika til að safna sjóðum í góðæri, ef hann á að geta sinnt hlutverki sínu með góðu móti. Er það von Fiskifélagsins, að Alþingi sjái sér fært, að hækka á ný þann hluta tekna hans, sem kemur af almannafé. Ritstjórinn. I. KAFLI Um aflatryggingar 1. gr. Sjóðurinn heitir aflatryggingasjóður sjávarút- vegsins. Heimili hans og varnarþing er í Reykja- vík. 2. gr. Hlutverk sjóðsins er að baeta aflahluti skips og áhafnar, þegar almennan aflabrest ber að hönd- um. 3. gr. Sjóðurinn skiptist í þrjár deildir: Almenna deild bátaflotans, almenna deild togarafiotans og jöfnunardeild. Réttindi í almennu deild bátaflotans eiga öll fiskiskip bátaflotans og öll síldveiðiskip án tillits til stærðar. Réttindi í almennu deild togaraflotans eiga allir íslenzkir togarar. Hlutverk jöfnunardeildar er að veita hinum deildunum lán eða styrki, svo og að greiða sér- stakar bætur vegna friðunar hrygningarsvæða samkv. síðustu mgr. 10. gr. 4. gr. Með reglugerð, er sjóðstjórnin semur og sam- þykkt hefur verið af stjórnum eftirfarandi aðila: Alþýðasambands íslands, Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda, Fiskifélags Islands, Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna og Sjómanna- sambands íslands, og staðfest af ráðherra, skal ákveða: 1. Bótatímabil, er miðist við vertíðar- skipti á hverju bótasvæði. Stundi skipið ekki veið-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.