Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 25

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 25
ÆGIR 399 41. svæði: Stöðvarfjörður 1. marz—31. október 42. svæði: Djúpivogur 1. marz—31. október e) Fyrir skip í XIV. flokki: 1. svæði: Vestmannaeyjar—Reykjanes 1. febrúar—15. júní 2. svæði: Reykjanes—Horn 1. febrúar—15. júní 15. júní—31. október 3. svæði: Horn—Langanes 15. febrúar—15. júní 15. september—15. nóvember 4. svæði: Langanes—Hornafjörður 1. febrúar—1. júní f) Fyfir skip í XV. flokki: Veiðisvæði skal vera eitt fyrir allt landið. Bóta- tímabil skal vera frá 1. júní til 30. nóvember, nema á svæðinu frá Dyrhólaey að Reykjanesi frá 1. febrúar til 30. nóvember. g) Séu bátar gerðir út til fiskveiða frá einhverj- um þeirra staða, sem ekki eru nefndir í þess- ari grein reglugerðarinnar, skal sjóðsstjórnin ákveða hverju sinni, til hvaða veiðisvæðis þeir bátar skuli teljast. Eins og berlega kemur í ljós, þegar þessar tvær framangreindu reglugerðir eru bornar saman, eru meginbreytingarnar fólgnar í fjölgun stærðar- og veiðarfæraflokka báta, úr 6 í 15 rúml. og í verulegri fjölgun veiðisvæða. Einnig var bótatíma- bilum breytt og ný tekin upp. Reglugerðin frá 1953 hélzt í öllum meginatrið- um lítið breytt til ársins 1963. Þó var bætt við tveimur flokkum fyrir handfærabáta ásamt við- eigandi veiðisvæðum og bótatímabilum. Ýmsar tilfærslur voru og gerðar á þessu tímabili — mest á 3. gr. reglugerðarinnar. Var einkum um að ræða breytingar á bótatímabilum. I sambandi við endurskoðun og breytingu lag- anna um sjóðinn á árinu 1962, sem getið var um að framan, var einnig gefin út ný reglugerð ,nr. 94 18. júní 1963, sem enn er í gildi og hér verður að vísa til án þess að taka hana upp í skýringar þessar. Kemur í ljós, að enn hafa verið gerðar breytingar á stærðarflokkun svo og fjölgað veið- arfæraflokkum frá fyrri reglugerð. Eins og greinilega kemur í Ijós við samanburð á þessum þremur reglugerðum, einkum á 2. og 3. gr. þeirra allra, hefur rík tilhneiging verið í þá átt að fjölga veiði- eða bótasvæðum, jafnvel svo að hver verstöð sé sjálfstætt svæði. I þessu til- felli er samt tekið nokkuð tillit til tegunda veið- arfæra. Þannig gildir þessi þróun almennt um þau veiðarfæri, sem kalla mætti föst, svo sem línu og net, en síður um þau, sem nefna mætti laus, svo sem botnvörpu, dragnót, nót og handfæri. Þó ber að geta þess, að opnir vélbátar eru álitnir staðbundnir, hvaða veiðarfæri sem þeir nota. Enda þótt stærðarflokkun samkvæmt reglu- gerð hafi breytzt alimikið frá 1951—1953, var ástæðan til þess miklu fremur sú, að um rétt- iætismál þótti vera að ræða en að orðið hefðu veru- legar breytingar á stærðarsamsetningu fiskiskipa- stólsins. Um tímabilið 1953—1963 gegndi aftur á móti öðru máli og stafaði breyting sú, er þá var gerð á stærðarflokkun samkvæmt reglugerð, eink- um af hinni breyttu stærðarsamsetningu, sem hófst um og eftir 1959 og hefur verið mjög mikil síðan. b) ReglugerSir síldveiðideildar. Hin fyrsta reglugerð síldveiðideildar var sett hinn 26. október 1950. Fara hér á eftir fjórar tyrstu greinar þessarar reglugerðar: 1. gr. Ákvæði reglugerðar þessarar taka einungis til þeirra skipa bátaflotans, sem stunda síldveiðar með berpinót á sumarvertíð. 2. gr. Vertíð sumarsíldveiða skal talin frá 20. júní til 15. september, þó skal ekki skerða bótarétt þeirra skipa, sem hafa eigi styttri úthaldstíma en nemur meðalúthaldstíma skipa í sama flokki á vertíðinni. 3. gr. Veiðisvæði sumarsíldveiða skal vera eitt fyrir allt landið. 4. gr. Veiðiskipum skal skipt í flokka sem hér segir: 1. fl. Herpinótaskip. II. fl. Hringnótaskip. Þessi reglugerð hélzt óbreytt allt til ársins 1958, að lögum sjóðsins var breytt 1962 eins og að framan getur. I samræmi við lagabreytinguna var gerð tilsvarandi breyting á reglugerð síldveiði- deildar, dags. 16. júlí 1958 sem hér segir: 1. gr. 1. grein reglugerðarinnar orðist svo: Ákvæði reglugerðar þessarar taka til þeirra skipa bátaflotans, sem stunda síldveiðar með herpinót, hringnót og reknet. 2. gr. 3. grein orðist svo: Veiðisvæði sumarsíldveiða skal vera eitt fyrir allt landið fyrir þau skip, sem veiða með herpi- nót eða hringnót. Veiðisvæði og bótatímabil fyrir síldveiðiskip, sem veiðar stunda með reknetjum, skulu vera sem hér segir:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.