Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 27

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 27
ÆGIR 401 3. gr. Veiðisvæði skal vera eitt. Bótatímabil skal vera eitt, miðað við 335 úthaldsdaga. Aðrar greinar eru samhljóða reglugerðum hinn- ar almennu deildar bátaflotans og síldveiðideild- ar. Hér ber að gæta þess, að samkvæmt sérstakri heimild Alþingis hverju sinni hafa bætur til tog- aranna alltaf nema einu sinni verið reiknaðar á hvern úthaldsdag en ekki samkvæmt reglugerð. c) Framkvæmd laga og reglugerða. Eins og gefur að skilja verða seint settar al- gildar reglur um starfsemi stofnunar, sem afla- tryggingasjóðs sjávarútvegsins. Til þess er at- vinnuvegurinn, sem stofnunin á að þjóna, háður of mörgum breytilegum þáttum og er auk þess sífellt að þróast. Af þessu leiðir, að lög og sér- staklega reglugerðir hafa hlotið að taka allmikl- um breytingum á þeim árum, er sjóðurinn hefur starfað. Hafa þessar breytingar og orsakir þeirra að nokkru verið raktar hér að framan. Augljóst má líka vera, að í því tilfelli, er hér um ræðir, verða því ekki þær reglur settar með lagaboði, er spanna öll þau atriði og margvíslegu vandamál, sem sífellt hljóta að skapast í jafnfjöl- breytilegum atvinnuvegi og fiskveiðum. þetta mun löggjafanum hafa verið fullljóst, enda mun hann hafa ætlað lögum það hlutverk að mynda umgerð eða vettvang þess starfs, er sjóðurinn á að inna af höndum og sem fólgið er í því að draga úr því, er miklar almennar sveiflur í aflabrögðum hafa í för með sér. Lögin marka því — eins og áður segir — megin- stefnuna og kveða á um höfuðreglur. Það gefur þess vegna auga leið, að þeir, sem stjórna mál- efnum sjóðsins, hljóta að verða að skýra og túlka ýmis mikilvæg lagaákvæði í framkvæmd, svo og að mynda reglur um þau afbrigðilegu mál og mál sérstaks eðlis, sem sífellt skjóta upp kollinum, og sem engar reglur settar í eitt skipti fyrir öll gætu með nokkru móti náð yfir. Verða nokkur hinna helztu þessara atriða gerð að umræðuefni hér á eftir. 1. Bótatímabil og skipting veiðiskipa og verstöðva í flokka. Þessum atriðum, sem um er fjallað í 4. gr. nú- gildandi laga um aflatryggingasjóð, hafa þegar verið gerð nokkur skil hér að framan. Þeim er það sameiginlegt, að breytingar, sem taldar eru nauðsynlegar, verða að miða við áramót eða a. m. k. vertíðarskipti. Ella er hætta á, að ýmis mis- munum milli báta geti átt sér stað — t. d. ef þegar er búið að ljúka útreikningi fyrir ákveðna vertíð, er rökstuddar óskir koma um breytingar. 2. Meðalveiðimagn. 1 4. gr. laganna um aflatryggingasjóð er sjóðs- stjórninni uppálagt að setja meðalveiðimagn svo- kallað, sem útreikningar bóta til einstakra skipa miðist við. Er þetta gert árlega fyrir hverja ver- tíð og flesta flokka báta, og eru nauðsynlegir út- reikningar mikið verk. Frá upphafi hefur meðal- veiðimagn verið fundið með tveimur aðalaðferð- um: Að taka að mestu leyti tillit til aflabragða og að hafa hliðsjón af kauptryggingu áhafna. Hið fyrrnefnda er algengasta aðferðin og gildir um alla báta og veiðarfæraflokka hvarvetna um land, nema báta, sem fiska með (þorsk-, síldar-, loðnu- nót o. s. frv.). Um þá gildir að mestu síðar nefnda aðferðin. Verður nánar vikið að þeim hér á eftir. Við ákvörðun meðalveiðimagns eftir fyrrgreindu aðferðinni er venjulega lagður til grundvallar meðalafli undanfarinna fimm ára. Þar sem því er ekki til að dreifa, sem stundum getur komið fyrir um einstaka stærðai'- eða veiðarfæraflokka, er stuðzt við reynslu nærliggjandi svæða eða á annan hótt reynt að gera sér grein fyrir afla- möguleikum á viðkomandi svæði. Samkvæmt til- lögum Fiskiþings, sem vitnað var í hér að framan, var sú regla upp tekin fyrir allmörgum árum að setja ákveðin efri mörk, sem meðalveiðimagn færi ekki upp fyrir, þó að aflamagn gæfi tilefni til. Á sama hátt hefur meðalveiðimagn yfirleitt verið látið lækka hægar en aflabrögð ýmissa staða gáfu tilefni til og víða hefur meðalveiðimagn ver- ið haldið óbreyttu á mörgum svæðum um allmörg ár, enda þótt aflabrögð hafi dregizt þar veru- lega saman. Hins vegar hefur aldrei verið sett hærra meðalveiðimagn en skýrslur um aflabrögð viðkomandi svæðis og flokks báta sýna, að unnt er að ná eða hefur náðst á því tímabili, sem skýrsl- ur eru til um. Við síðar nefndu aðferðina við útreikninga meðalveiðimagns, sem einkum hefur verið beitt við alla flokka báta, sem veiðar stunda með nót, er höfð hliðsjón af kauptryggingu sem fyrr segir. Afli nótaskipa hefur fram á síðustu ár jafnan verið háður meiri og skjótari sveiflum en svo, að tækt þætti að miða við meðalafla ákveðins árabils, auk þess sem munur á aflabrögðum einstakra skipa er jafnan langtum meiri en hjá skipum, er veiðar stunda með öðrum veiðarfærum. Sveiflur í aflabi’ögðum þessarar veiðiaðferðar eru enn áber- andi, ekki sízt hjá hinum minni stærðarflokkum. Töluverður eðlismunur er á veiðum með nót og veiðum með öðrum hefðbundnum veiðarfærum hér á landi. í fyn-a tilfellinu má segja, að aflinn sé svo til algjörlega háður kunnáttu skipstjórnar- manna á meðferð þess tækniútbúnaðar, sem nauð- synlegur er talinn. 1 hinu síðara tilfelli er tækni- útbúnaðurinn ekki eins margbrotinn, ,né virðist þörf jafnnákvæmrar þekkingar á því sviði. Þar er e. t. v. í ríkara mæli þörf annarra mikilvægra eiginleika sjómanna, svo sem þekkingar á fiski- miðum, göngum fisks o. fl. Meðal almennra atriða, sem sjóðsstjórnin þarf

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.