Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 28

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 28
402 ÆGIR sérstaklega að fjalla um og ekki eru til um nein reglugerðarákvæði, má einkum nefna tvö: 1 fyrsta lagi kemur oft fyrir, að skip leggi afla sinn á land á fleiri en einu bótasvæði á bótatíma- bilinu, þannig að vafi kann að leika á hvar því skuli skipað, ef til bótagreiðslna kemur. Hefur þetta farið allmjög í vöxt á undanförnum árum. Var sú venja upp tekin fyrir allmörgum árum að telja skip þau, er þannig er ástatt um, til þeirrar verstöðvar, þar sem mestum hluta afla þeirra er landað. Þetta fyrirkomulag hefur stundum sætt nokkurri gagnrýni. Finnst ýmsum, að fremur eigi að miða við þann tíma, sem skipið er gert út frá hverri verstöð. Ýmsar gildar, praktískar ástæður eru til þess, að miðað er við aflamagn. 1 öðru lagi ber oft við, að skip stunda veiðar með öðrum og fleiri veiðarfærum en reglugerðin gerir ráð fyrir á ákveðnu bótatímabili. Myndast þá nýir samsettir veiðarfæraflokkar. Eini sam- setti veiðarfæraflokkurinn, sem núgildandi reglu- gerð gerir ráð fyrir er línu- og netjaflokkur. Þess- ir samsettu veiðarfæraflokkar geta verið marg- víslegir t. d. net og nót, lína, net og nót, lína og handfæri o. s. frv. Fjölbreytni þessara samsetn- inga getur verið mikil, og er nær ómögulegt að gera ráð fyrir öllum möguleikum í reglugerð. Verður því að leitast við að leysa þennan vanda á annan hátt. Þar sem ekki er talið annað fært en að miða bótaútreikning og greiðslur sem næst við heil bótatímabil, er ekki hægt að miða við hvert veiðarfæraúthald um sig, enda oftast um mjög stutt tímabil að ræða, þegar margar tegundir veiðarfæra eru notaðar á einni og sömu vertíðinni. Sjóðsstjórnin hefur því reynt að sameina þessa mismunandi flokka innan hverrar vertíðar eftir beztu getu. Og þar sem gert er ráð fyrir bótatímabilum og meðalveiðimagni fyrir hvern veiðarfæraflokk, er þar með auðveldað það starf að sameina veiðar- færaflokka og setja þeim meðalveiðimagn. 3. Reglur um bótaútreikning. Samkvæmt 2. gr. laga sjóðsins er hlutverk hans að bæta aflahlut skips og áhafnar, þegar almenn- an aflabrest ber að höndum. „Almennur afla- brestur“ telst vera samkv. 6. gr. laganna, „ef meðalafli í einhverjum flokki síldveiðideildar eða hinnar almennu deildar bátaflotans er minni en 75% eða í hinni almennu deild togaraflotans minni en 85% af hinu ákveðna meðalveiðimagni“, sem fjallað var um hér að framan. Hér er sagt berum orðum, að ekki skuli greiddar bætur til einstakra skipa, jafnvel þótt þau hafi fiskað illa, ef meðalafli skipa í þeim flokki er fyrir ofan ákveð- inn hundraðshluta ákvarðaðs meðalveiðimagns. Þetta er grundvallaratriði, sem oft er misskilið. í 4. gr. 1. tölul. er kveðið á um, að stundi skip ekki veiðar allt (bóta)tímabilið, skerðist bóta- réttur við það hlutfallslega. Á sama hátt virðist rökrétt að bæta úthald, sem lengra er en bótatíma- bilið, ef ástæðan til þess er eðlileg. Hefur það og jafnan verið gert. Þá hefur og verið reynt að fylgjast með fjölda sjóferða og athuga hlutfallið milli þeirra og heildarúthaldstíma viðkomandi skips. Hefur sjóðsstjórnin með skírskotun til 12. gr. laganna talið sér heimilt og skylt að setja reglur um, hvað telja beri eðlilegan sjóferðafjölda hinna ýmsu flokka skipa. Er þá tekið tillit til ytri aðstæðna, svo sem gæfta, fjölda lagna í sjó- ferð o. fl. Á þetta að sjálfsögðu einkum við hina almennu deild bátaflotans. 1 12. gr. laganna um aflatryggingasjóð sbr. 10. gr. reglug. 94/1963 er sjóðsstjórninni gert að rannsaka sérstaklega, ef grunur leikur á um rangar skýrslur, óstjórn eða óreiðu í útgerð og haga aðgerðum sínum sam- kvæmt því. Ekki eru nein sérstök ákvæði um stærð áhafnai' í lögum sjóðsins eða reglugerð. Þar sem hins veg- ar meðalveiðimagn er miðað við eðlilega stærð áhafnar í hverjum flokki og jafnframt gengið út frá því, að þá sé um eðlilega, venjubundna veiðar- færanotkun að ræða (fjöldi netja í sjó, línulengd o. fl.), hefur sjóðsstjórnin ávallt haft hliðsjón af stærð áhafnar og skert bætur, ef um færri menn er að ræða en eðlilegt má teljast. Frátafir skips vegna vélbilunar eða annars tjóns hafa ekki verið viðurkenndar við útreikning bóta heldur aðeins tekið tillit til þess tíma, sem skipið hefur sannanlega verið að veiðum. Hér er um allviðkvæmt mál að ræða. Þó mun ekki of mikið fullyrt, þótt því sé haldið fram, að ótrúlegir erfið- leikar myndu vera á því að meta vélbilanir og annað tjón. Kemur bæði til greina mismunandi aldur skipa og véla, misjöfn umhirða, auk mögu- leika til misnotkunar, þar sem vilji til slíks kynni að vera fyrir hendi. D. Skýrslusöfnun og trúnaðarmenn. Undirstaða skýrslukerfis aflatryggingasjóðs eru skýrslur Fiskifélags Islands. Er raunar vandséð, hvernig sjóðurinn kæmist af án þeirra, nema kom- ið yrði á fót sjálfstæðu kerfi með tilheyrandi starfsliði, fyrirhöfn og öðrum kostnaði. Fiskifélagið miðar skýrslusöfnun sína við þarf- ir hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja, sem þess- arar þjónustu þurfa með, þ. m. t. aflatrygginga- sjóður. Trúnaðarmenn Fiskifélagsins í hinum ýmsu verstöðvum eru jafnframt trúnaðarmenn afla- tryggingasjóðs. Á tuttugu ára starfstíma sjóðsins hefur allra bragða verið leitað til að flýta bótaákvörðunum og bótaútreikningi. Að áliti nefndarinnar hafa orðið miklar framfarir á því sviði, einkum frá árinu 1956 að telja, en þá voru gerðar gagngerar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.