Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 31

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 31
ÆGIR 405 Landssamband ísl. útvegsmanna. Reykjavík, 20. desember 1966. Vísa til bi'éfa yðar frá 5. febrúar 1966 og 17. nóvember 1966, þar sem þér farið fram á, að vér greinum yður frá athugasemdum vorum og sjón- armiðum, varðandi breytingar á gildandi lögum um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins. Vér viljum sérstaklega leggja áherzlu á, að vér teljum mjög nauðsynlegt, að útreikningum sjóðsins sé hraðað sem un.nt er. Vildum vér leggja til, að athugað yrði gaumgæfilega, hvort nauðsynlegt sé, að beðið sé eftir aflaskýrslum frá einstökum útvegsmönnum, í stað þess að leggja til grundvallar þær skýrslur, er Fiskifélagi íslands berast yfir landaðan afla í hverri verstöð, en þær skýrslur berast mun fyrr. Á framangreindan hátt ættu að fást mun fyrr upplýsingar um það, hvort viðkomandi bátaflokk- ar séu bótaskyldir, en eins og að líkum lætur, er afar nauðsynlegt fyrir eigendur báta, sem aflað liafa það illa, að fá bæturnar sem fyrst greiddar, ef um þær er að ræða. Bætur vegna s.l. tveggja vetrarvertíða hafa að stærstum hluta verið greiddar út í ágúst/sept., og má sjá á því, hve afgreiðsla hefur gengið illa. Eins og segir hér að framan, þá viljum vér leggja sérstaka áherzlu á, að afgreiðslu bóta verði hraðað sem mest. Varðandi aðrar breytingar, þ. e. skiptingu bótasvæða o. þ. h., þá ætlum vér að stjórn sjóðsins og starfsmenn geti upplýst hverra breytinga sé þörf, þar eð kvörtunum varðandi það efni hefur væntanlega verið komið á framfæri við þessa aðila. Vér viljum taka fram, að framangreint teljum vér eindreginn vilja Landssambandsins, svo og hinna einstöku útvegsmannafélaga, og þar sem samtökin tilnefndu fulltrúa af sinni hálfu til að endurskoða lögin um aflatryggingasjóð, þá væntum vér þess, að fulltrúi vor komi fram með þær breytingar aðrar, sem hann telur til bóta í sambandi við endurskoðun laganna. Að lokum viljum vér geta eftirfarandi ályktun- ar, sem samþykkt var á nýafstöðnum aðalfundi vorum: „Aðalfundur L. í. Ú. 1966 samþykkir að kjósa 5 manna aðalnefnd og 2 til vara, er geri tillögur til breytinga á lögum eða reglugerð um afla- tryggingasjóð bátaútvegsins. Þessi nefnd athugi sérstaklega um: Skjótari og einfaldari afgreiðslu bóta, skiptingu bótasvæða, útreikning á bóta- skyldu og truflanir á úthaldstíma. Fundurinn treystir því að nefndin ljúki störfum fyrir 1 marz n.k. Kostnað vegna þessara nef.ndarstarfa telur fundurinn eðlilegt að samtökin greiði.“ Á aðalfundinum voru valdir 5 menn í nefnd þá, sem getið er um í ályktuninni. Nefnd þessi er eigi búin að skila áliti, og getur það dregizt eitt- hvað. Teljum vér eigi ástæðu til þess að þér frestið endurskoðun laganna vegna þess, þar eð unnt verður að koma þeim úrbótum, sem nefndin kann að koma með, á framfæri á seinni stigum málsins. í trausti þess, að þér ljúkið störfum sem allra fyrst, og komið með raunhæfar breytingar, sem hafa í för með sér hraðari afgreiðslu á málum þeim, sem aflatryggingasjóð er ætlað að fjalla um. V irðingarf yllst, f.h. Landssambands ísl. útvegsmanna, Sig. H. Egilsson, (sign.). Sjómannasamband íslands. Reykjavík, 1. marz 1967. Sjómannasambandið viðurkennir að hafa mót- tekið heiðrað bréf aflatryggingasjóðs sjávarút- vegsins dags. 17. nóvember 1966, þar sem beðið er um athugasemdir eða sjónarmið Sjómannasam- bandsins um breytingar á lögum um aflatrygg- ingasjóð og/eða framkvæmd laganna. Eftir að sambandið hafði móttekið bréf dags. 11. janúar 1966, frá nefnd þeirri, er skipuð var 16. júlí 1965, til þess að annast endurskoðun á lög- unum um aflatryggingasjóð, sendi það öllum sam- bandsfélögum sínum lögin eins og þau voru og eru, og óskaði tillagna þeirra um hugsanlegar breyt- ingar á lögunum, ef uppi væru óskir um það. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli um að sambands- félögin létu eitthvað til sín heyra, varðandi þessi mál, hefur ekkert komið frá þeim. Þar sem svo er, og einnig það, að í nefnd þeirri er á sínum tíma var falin endurskoðun á lögunum eru ágætir fulltrúar flestra þeirra aðila er lögin varða, vill stjórn Sjómannasambandsins fyrir sitt leyti, fela þeirri nefnd að taka nú þegar til starfa við verkefni það, sem henni var falið, í trausti þess, að það verði þann veg unnið, að allir við- komandi megi vel við una. Virðingarfyllst, f.h. Sjómannasambands Islands, Jón Sigurðsson, (sign.). ALPHA DIESEL A/s H. BENEDIKTSSON H.F. SuÖurlandsbraut 4 — Sími 88300. Reykjavík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.