Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 32

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 32
406 Æ GIR Vetrarverliðin 1971 Hér á eftir fer yfirlit yfir vetrarvertíð- ina 1971. Er yfirlitið í fernu lagi: 1. Skrá yfir afla og aflavei’ðmæti báta, sem eingöngu eða að hluta stunduðu veiðar með nót. 2. Skrá yfir afla- og aflaverðmæti báta, sem stunduðu veiðar með öðrum veiðar- færum en nót. 3. Samandregið yfirlit yfir róðra, úthald og meðalafla. 4. Skrá yfir skiptingu þorskafla eftir veið- arfærum og vinnslustöðvum. 1. Bátar, sem voru með nót. I skýrslunni er yfirlit yfir afla- og afla- verðmæti 71 skips. Aflinn varð samtals 212 þús. lestir og aflaverðmæti rúmar 520 millj. króna. Á samsvarandi skýrslu fyrir vetrarvertíð 1970 voru 70 skip með 221 þús. lesta afla og aflaverðmæti upp á rúmar 412 millj. króna. Eins og skýrslan ber með sér, eru þetta fyrst og fremst bátar, sem stunduðu loðnuveiðar með nót. Afli þeirra í önnur veiðarfæri er einnig skráður. Nokkrir smærri bátar, sem hófu nótaveið- ar í lok maí eru taldir með þessum flokki. Undir veiðarfæraflokknum botnvarpa o. fl. eru talin 961 tonn, sem fengust á línu og undir sama lið eru færð 547 lestir af spærlingi úr spærlingstrolli. Aflaverðmæt- ið er brúttó-verðmæti, þ. e. að innifalið er greiðsla til Stofnfjársjóðs, hlutdeild í út- gerðarkostnaði og uppbætui' vegna línu- fisks og á þetta við um allar tölur um afla- verðmæti. Mestu aflaverðmæti skilaði á land Grind- víkingur, kr. 17.240 þús., en næstmestu Gísli Árni, kr. 16.410 þús. Mestum afla skilaði á land Gísli Árni, 7689 lestum, en næstmestum Grindvíking- ur, 6038 lestum. Skipstjóri á Gísla Árna var Eggert Gíslason og á Grindvíkingi var Björgvin Gunnarsson skipstjóri. II. Bátar, sem voru meö önnur veiðarfæri en nót. Á skýrslunni er yfirlit yfir afla- og aflaverðmæti 434 báta. Afli þeirra varð 189 þús. lestir og aflaverðmæti tæpar 1675 millj. króna. Á samsvarandi skýrslu yfir vetrarvertíðina 1970 var skrá yfir 417 báta, sem öfluðu rúmar 226 þús. lestir, og aflaverðmæti var 1526 millj. króna. Einar Björn Einarsson, Hörður Jónsson, Hornafirði. Vestmannaeyjum. Bjarni Jóhannsson, Eyrarbakka. Henning Fredriksen, Stokksevri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.