Alþýðublaðið - 22.06.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1923, Blaðsíða 3
AL&fÐtiaLAftlB á Fram, ðreigar! Eftir lífú. Rís upp, öreiga-þjóð meður ólgandi blóð! móti auðvaldsins ríki og stétt! Leysum kúgunarbönd. Veltum ánauð at önd. Þrilum ótrautt vorn frástolna rétt. Heyrið! Stormurinn gnýr. Hann er starkur sem Týr; yfir sto'na hann þeysir og sund, boðar: »Tími’ er nú nýr!< — Sjáið! Fortíðin flýr. Hrynja fölnuðu bíöðin á grund. Alt, hvað gamalt og deiit er og galiað og veilt, því skal gerlega’ af jörðinni má, svo það sýkt geti’ ei þá eða sól stolið frá þeim, er sigri og þroska skal ná. Rotnu trén skulu feld og þeim fleygt inn á eld, svo þau framtíðar- skyggi’ ekki’ á -braut. Nú skal kúgunar-öld og auðkýfinga-völd eiga kvöld, en vér rísa frá þraut. Því vér lyftum upp arm meður bylgjandi barm; móti berjumst vér afturhalds-lýð. Hvers, sem okkur berst mót, verða endaiok skjót úti’ í ungdómsins duuandi hríð. Eftir orustu-reyk, þegar lokið er leik, — þá mun laufgast hver menningargrein; þá munu’ tátæktar-bönd ekki fjötra þá önd, sem að fást vill við andlegan stein. E»á mun kúgunar-tár ekki byrgja’ okkar brár; þá mun búnaður ganga’ allur skár; þá mun óréttur stnár; þá mun friður ei flár; þá mun farsældin rikja’ um öll ár. Rís upp, öreiga-þjóð meður ólgandi blóð! Hrindum aiturhalds-veldi af stól! Látum hamar og sigð blakta’ um heims alla bygð móti himni og skínandi sól! Kdgar Eica Burroughs: Dýr Tarzans. hatm haíði lagt að landi og haldið í norður inn í skóginn. Hann þóttist af þessu sjá, að þau, sem voru með barnið, hefðu farið þessa leið. Hvergi gat hann þó fengið áreiðanlegar fregnir af 'því, að barnið væri á undan þeim. ,Ekki einn einasti svertingi, er þeir spurðu, hafði orðið var við þann flokk, þótt þeir heíðu því nær allir hitt Kokoff eða menn, er höfðu hitt hann. Tarzan gekk illa að ná tali af svertingjunum, því jafnskjótt og þeir sáu félaga hans, flýðu þeir. Eina ráðið var að fara á undan hinum og gera einstökum svertingjum fyrirsát. Einn daginn, er hann var að elta þannig svert- ingja, kom hann þar að, er svertinginn var að skjóta spjóti að hvítum manni, er lá særður í runna rótt við götuna. Taizan hafði oft séð þennan hvíta mann og þekti hann samstundis. Honum var þetta ógeðfelda andlit í fersku minni, — náin augun, lymskusvipuriun, ljósa slútandi yflrskeggið. Ósjálfrátt flaug Tarzan í hug, að þes3i maður hefði ekki verið meðal þeirra; er hann sá í svertingjaþorpinu með Rokoff. Haun hafði sóð alla hvítu mennina, en ekki þennan. A því gat að eins verið ein skýring; — hann var sá, er hafði ííúið Rússann með konunni og barninu, — og konan hafði verið Jane Clayton. Nú skildi hánn orð Rokoffs. Apamaðurinn íölnaðjv-er hann le.t á hið tærða, lastafulla andlit Norðurlandabúans. Á enni hans kom fram rauða rákin eftir örið, er hann forðum fókk í viðureigninni við Terkoz, þegar hann vann álit mesal apanna. Maðurinn var eign hans; — svertinginn skyldi ekki fá hann, og með þeirri hugsun réðst hann á hermanninn og sló niður spjótið áður en það hitti markið. Svertinginn brá hnífl sínum og réðst gegn þessum nýja óvini, en Sveinn varð ásjáandi hólmgöngu, sem hann hafði aldrei dreymt um að sjá, — hálfnakinn hvítur maður í orustu við hálf- nakinn svertingja, fyrst með sams konar vopnum og fi umbyggjar heimsins, en síðar með höndum og tönnum eins og villidýrin, sem mennirnir voru komnir af. Um stund þekti Sveinn ekki aftur hvíta mann- inn, en þegar hann loksins kannaðist við hann, varð hann steinhissa á því, að þetta urrandi, bít- andi dýr skyldi eitt sirn hafa verið vel þekti, enski aðalsmaðurinn, er var fangi á Kincaid. Enskur aðalsmaður! Lafði Greystoke hafði sagt honum, hver fanginn var. Aður hafði hann ekki fremur en Trinir hásetarnir vitað, hvaða fólk þeir voiu að nema á brott. Hólmgöngunni var lokið. Tarzan hafði neyðst til þess að dropa fangann, þar eð hann vildi ekki gefast upp. Sveinn sá hvíta manninn stökkva á fætur, stíga öðrum fæti á háls andstæðingsins og heyrði hann reka upp sigurop mannapa. Einhver »Sig.Einarsson«, er tel- ur sig vera í Hafnarfirði, en enginn kannast við — meðfram at því. að hann kann ekki að rita nafn sitt sem íslendingur, heldur felur það í skammstöfún, hefir ekki þolað það fyrir haldin andleg augu sín, að ég greiddi úr mold viðrinu, sem blaðrarar auðvalds- blað nna hafá þyrlað upp um vinnugleðina, meðan auðvaldið var að sviíta verklýðinn henni. Slíkum mönnum kemur illá, ef gustur kemur, svo að rofar til, og hlutirnir sjást, eins og þeir eru í raun og veru, og róta þeir þá upp ryki at þvældum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.