Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Síða 14

Ægir - 01.11.1981, Síða 14
Mynd 4. kostinn o.s.frv. Til að lækka kostnað eru einnig ýmsar leiðir, en nefna má fáeina hugsanlega kosti: Stærri fiskstofnar, sem gefa af sér meiri afrakstur á sóknareiningu; minnkun fjármuna, sem leiðir til lægri fjármagns- og aðfangakostnaðar; frekari tæknivæðing, einkum í vinnslu; hagkvæmari nýt- ing aðfanga t.d. olíu, veiðarfæra o.s.frv. Til að auka hagkvæmni í sjávarútvegi þarf sam- stillt átak allra aðila. Hið opinbera getur í krafti þeirra stjórntækja, sem það hefur yfir að ráða, haft megináhrif á það hvernig til tekst. Viðleitni stjórnvalda þarf einkum að beinast að eftirfarandi atriðum. 1. Að halda fjármunamyndun í skefjum. 2. Að miða að sem stærstum fiskstofnum. 3. Að koma í veg fyrir miklar sveiflur í aflafram- boði. 4. Að stuðla að sem mestum hráefnisgæðum. 5. Að koma í veg fyrir óeðlilegan kostnað við veið- ar og vinnslu. Þessi atriði skýra sig að mestu sjálf. Ölluin sem hafa heildarsjónarmið til viðmiðunar, er orðið Ijóst, að flotinn er orðinn of stór enda vceri vart þörf á jafnvíðtœkri skerðingu á athafnafrelsi hans og raun ber vitni ef það vœri ekki staðreynd. Helsta markmið fiskveiðistjórnunar ætti að vera að koma flotastærð niður í það horf, sem samrým- anlegt er afrakstursgetu fiskstofnanna. Stærri fiskstofnar þýða þrennt: Hagkvæmari veiðar, öryggi, og minni sveiflur í afla. Allir geta verið sammála um að stærri fiskstofnar séu æski- legir, en spurningin er fremur hvernig á að ná því marki og hvenær. Oft hefur borið á því að undanförnu, að svo mikið hefur borist að landi á skömmum tíma, að ekki hefur fengist við neitt ráðið. Allir virðast sam- mála um að þetta sé mjög miður en enginn virðist vilja taka af skarið til að ráða bót á þessu. Hið opinbera þarf að leita leiða til að ráða bót á þessu, þar sem oft fara veruleg verðmæti í súginn við þessi skilyrði. í mörgum tilvikum leiða þær af ser óeðlilegt kapphlaup um sem mestan afla. Þetta er raunar tengt tveim siðustu atriðunum- Við kapphlaup um afla er minna lagt upp úr gæð- unum auk þess, sem ,,kapphlaupakostnaðurinn‘ verður óhóflegur. Með þeim aðferðum, sem beitt hefur verið upp á siðkastið við loðnuveiðar hefur tekist í miklum mæli að ná þeim markmiðum að auka hráefnisgæði og draga úr kostnaði. Rannsóknastarfsemin ætti einnig að hafa sitt- hvað til málanna að leggja. Hennar viðleitni ætti einkum að beinast að þrennu: 1. Að reyna að skilgreina þau lífrænu og efna- hagslegu takmörk, sem sjávarútveginum eru sett. 2. Að benda á leiðir til arðbærustu nýtingar afla- fengs. 3. Að kanna leiðir til hagkvæmari nýtingar fraru- leiðsluþátta í sjávarútveginum. Af þessum meginmarkmiðum er hið fyrsta hvað mikilvægast. Öll heildarstefnumótun hlýtur að byggjast á því að vita hvað er hægt og hvað ekki- ítarleg rannsókn á þessum vettvangi hefur þvl grundvallarþýðingu fyrir alla framvindu sjávarút- vegsins. Innan hinna tveggja markmiðanna faHa verkefni, sem þegar er unnið að, þótt í ýmsum til' vikum mætti sú vinna vera markvissari bæði að þvl sem snertir verkefnaval og vinnubrögð. Augljóst er að einkaaðilar, bæði þeir, sem í sjáv' arútveginum starfa, og einnig þeir sem starfa v1^ stoðgreinar, ættu að hafa ýmislegt fram að færa- en ekki verður farið nánar út í það hér. 590 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.