Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 15
Fundur Rannsóknaráðs með aðilum úr sjávarútvegi Björn Dagbjartsson: Inngangserindi Ráðherra. Góðir fundarmenn. Ég reikna með að ykkur séu nú orðnar vel kunnar helztu niðurstöð- ur þessarar skýrslu, sem hér liggur fyrir og að óþarft sé að lesa þær upp eða fara nákvæmlega yfir það, sem í bókinni stendur, enda er það umræðuefni dagsins og fer vonandi sína umfjöllun í dag. Ég vil undirstrika það, að ég var ekki formaður þessa hóps, heldur Jónas Blöndal og hleyp ég hér í skarðið fyrir hann. Það er þó ekki svo að skilja, að hann sé fremur ábyrgur fyrir efninu heldur en við hinir. Þó að hver kafli hafi að miklu leyti verið saminn af ákveðnum manni eða mönnum, þá hafa ah'r kaflar fengið rækilega umfjöllun af öllurn hópnum og skýrsluna í heild verður að taka sem skoðanir okkar á þróun sjávarútvegs, en okkar skoðanir eru svo auðvitað enginn heilagur sann- leikur fremur en annarra dauðlegra manna. Ég vil þó leyfa mér að halda því fram, að svo- kallaðs hagsmunapots, landshlutapólitíkur og ann- arra slíkra sjónarmiða sem oftast setja svip sinn á Umræðu um sjávarútvegsmál hafi ekki gætt hjá °kkur. Það má svo aftur gagnrýna það, hvort svo eigi að vera og að við, þessir náungar höfum kann- ske „ekkert vit á fiski“. Þau sjönarmið koma þá Vaentanlega fram í dag. Ég vil vekja athygli fundarmanna á því, að þessi skýrsla er að efni til að mestu leyti miðuð við árs- hyrjun 1980, enda var mestu af gagnasöfnuninni iokið fyrir um það bil ári síðan. Okkur er ljóst, að þetta er galli og umfjöllun um ársgamlar upplýs- 'ngar vill oft verða lituð af þeim atburðum og þeirri þróun, sem átt hefur sér stað síðan. Sums staðar eru þó nýrri upplýsingar, einkum í hnflanum um aflaspár. En þetta á ekki að valda Mynd 5. Grásleppukarlar. neinum ruglingi ef menn lesa skýrsluna í samhengi og taka eftir forsendum og ártölum í töflum. Ein af meginástæðum fyrir því, að við vildum halda okkur við ástandið í byrjun árs 1980 var sú, að þessi skýrsla á að vera beinn arftaki ,,Bláu skýrslunnar“ svokölluðu um þróun sjávarútvegs, sem út kom árið 1975 og spáði fram til 1980. Það þótti óþarft að endurtaka margt af því, sem þar kom fram, en það var hins vegar lögð áherzla á að skoða hvernig spádómar Bláu skýrslunnar hefðu staðist hingað til. Það er rétt að leggja áherzlu á, að þá er átt við spádóma þeirrar skýrslu um líkleg- ustu framvindu, ekki hvað rithöfundarnir töldu æskilegast. i Þegar á heildina er litið, þá fannst okkur að spa- dómarnir hefðu staðist aldeilis merkilega vel, með einni að vísu mjög þýðingarmikilli undantekningu. Afli, sérstaklega af þorski, hefur orðið miklu meiri en þá var talið mögulegt. Af þessari villu leiðir svo aftur ýmislegt í þróun vinnslu og markaðsmálum sem hefur þó ekki breytt þeim þáttum eins mikið. jakob Jakobsson gerði ítarlega grein fyrir því í grein í 12. tbl. Ægis 1979 af hverju þessar áætlanir um framtíðarafla reyndust of lágar og það hefur Sigfús Schopka og reyndar fleiri gert. Þó er ég á því, að það hafi enn ekki komist nægilega vel til skila og gerði ekkert til þó að það væri rifjað upp einu sinni enn hér á eftir. ÆGIR — 591
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.