Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1981, Qupperneq 18

Ægir - 01.11.1981, Qupperneq 18
sem eins og eitt skuttogaraverð). En — til hvers er að spara olíu, þegar það er allt tekið af mönnum með næsta nýja togara? Eini,, vannýtti fiskstofn“ við ísland, sem togar- arnir gœtu svo sem veitt tæknilega séð, er kol- munni. Fyrir 50 M.kr. má byggja og vélvæða a.m.k. 5 fullkomnar kolmunnavinnslustöðvar, sína í hverju landshorni. Eins og verðlagi á afurð- um og vinnslukostnaði er nú háttað, er þó tæpast hægt að greiða nema 1 krónu fyrir kílóið af ísuðum kolmunna, þannig að fyrir 20.000 tonn, sem þessar stöðvar ættu örugglega að geta annað í sameiningu árlega, fengjust 20 M.kr. Enn á ný er spurningin: Hverjum halda menn að detti í hug að reyna að drýgja tekjurnar með þessu móti? Ég vil að síðustu hætta á að nefna enn eitt dæmi, svolítið flóknara og auðveldara að misskilja, dæmi um hœrra verð fyrir tneiri aflagæði. £/það tækist nú að hækka verð á afurðum um 15% vegna betri hráefnisgæða þá þyrftu ein 40.000 tonn af þorskafla togaranna, að hækka í gæðum eða t.d. úr öðrum í fyrsta gæðaflokk til að ná 20. M kr. verðmætisaukningu. Það getur verið að þetta sé fræðilegur möguleiki, en hvers vegna ættu menn að vera að leggja þetta á sig, ef það er tekið af mönnum með nýjum togara um hæl? Þessi dæmi eru gróft reiknuð eins og áður var sagt og eingöngu ætluð til að undirstrika það enn betur að yfirstœrð fiskiskipaflotans skyggir á alla aðra þœtti, sem áhrif hafa á efnahagslega velferð sjávarútvegsins, jafnvel olíukreppu og verðlag á fiskmörkuðum.Þad verður ekki farið út í það nánar hvernig við eigum að fara að því að snúa þessari óheillaþróun við, þ.e. minnka skipastólinn. Það hafa nýlega komið fram tillögur i þessum efnum, bæði á Alþingi og í opinberu nefndaráliti og það eru settar fram hugmyndir í þessari skýrslu þó vafamál sé hversu langt Rannsóknaráð á að ganga í tillögu- gerð. Þetta málefni kemur sjálfsagt rækilega til umræðu hér í dag. Ég þakka gott hljóð og vona að hér fari fram málefnaleg og ,,viðsýn“ umræða að afloknum framsöguerindum annarra frumntælenda. Árni Benediktsson: Athugasemdir við skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins um þróun sjávarútvegs Þess hefur verið óskað að ég gerði athugasemd- ir, ef ég hefði einhverjar, við skýrslu þá sem hér er til umræðu um þróun sjávarútvegs. Þetta er mér ljúft að gera. í skýrslu þessari má finna mikinn fróðleik og þar kemur margt fram, sem tímabært er að fjalla nánar um og gera sér gleggri grein fyrir. Þekking þeirra manna sem að skýrslunni hafa staðið er mikil og nýtist vel við úrlausn verkefnisins í flestum greinum, þó ekki öllum. T.d. hefur ekki tekist að finna stærðfræði- þekkingu þeirri sem nefndin hefur yfir að ráða eðlilegan stað í skýrslunni. Nefndarmenn hafa einnig aflað sér gagna þar sem helst var þess að vænta að haldgóðar upplýsingar væri fyrir hendi- Þetta allt veldur því að í skýrslunni er að finna lifandis ósköp af gagnlegum og réttum upplýsing- um. Margt er þó í skýrslunni sem ég hefði kosið að öðru vísi væri orðað, niðurstöður hefði sums staðar verið ögn ákveðnari. En aftur á móti eru stundum lagðar fram ákveðnar niðurstöður þar sem mér finnst vera meiri tvísýna um niðurstöður- En ég mun ekki fjalla hér frekar um þá þætti skýrslunnar sem ég er sammála í megindráttum. heldur hitt að sums staðar er að finna rangaf niðurstöður og fullyrðingar og mun ég taka það fyrir fyrst. í öðru lagi finnst mér vanta veigamik' inn þátt í forsendur fyrir þeirri niðurstöðu að ekki megi vænta þess að afli aukist á íslandsmiðum að neinu marki hvorki í bráð né lengd. í þriðja lag1 mun ég fjalla um 1. og 2. kafla skýrslunnar, um at' rekstursgetu íslenskra fiskstofna, fiskveiðar, þróun flota og stjórn veiða. En mér falla þesstr kaflar þannig að best mundi að endursemja þá að miklu leyti og mun ég gera lauslega tilraun til þess- 594 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.