Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1981, Qupperneq 56

Ægir - 01.11.1981, Qupperneq 56
Frásögnin af Austfjarðaróðr- unum er einnig merkileg, en alltof lítið hefur verið fjallað um þá „þjóðflutninga” er áttu sér stað er sjómenn af Suðurnesjum, og reyndar víðar að, streymdu til sjóróðra á Austfjörðum á sumr- in. Þarna er um að ræða merki- legt rannsóknarefni að sínu leyti hliðstætt við vermennsku fyrr á öldum og síldarævintýri þessar- ar aldar. Togaraævi Tryggva Ófeigs- sonar hófst á hollenskum togara, sem gerður var út frá Hafnar- firði skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöld. Sú útgerð, og út- gerð Þjóðverja frá Hafnarfirði um svipað leyti, er annað at- hyglisvert rannsóknarefni, sem lítið sem ekkert hefur verið tekið til meðferðar fram til þessa. Þarna hefði Tryggvi gjarnan mátt segja meira frá. Á árunum milli styrjaldanna stundaði Tryggvi sjó á ýmsum togurum, en þó lengst af sem skipstjóri á flaggskipi breska togaraflotans, Imperialist. í kaflanum um það ágæta skip segir frá mörgu, sem fyrir bar, en þeim sem þessar línur ritar þykir athyglisverðust frásögnin af veiðunum og því hvernig skipstjórar fundu og völdu sér mið. Nokkuð segir einnig frá Hellyersbræðrum og útgerð þeirra frá íslandi og skýtur þar enn upp kollinum efni, sem ekkert hefur verið rannsakað til þessa. Tryggva liggur vel orð til Hellyersbræðra og þarf fáum að koma á óvart. Þeir gerðu veg hans mikinn, meiri en flestra annarra skipstjóra, sem þeir höfðu í þjónustu sinni. Útgerð Hellyers frá Hafnarfirði var á margan hátt merkileg og Hafn- arfirði var hún mikil stoð á erfiðum tímum. Það ber okkur að játa fúslega. Hitt er svo jafnljóst, að við megum þakka fyrir að svo stórt útgerðarfyrir- tæki erlent ílentist ekki í landinu. Þá er hætt við að mörgum kotbóndanum hefði þótt gerast þröngt fyrir sínum dyrum. Þá er komið að síðasta hluta bókarinnar, þar sem er útgerðar- saga Tryggva Ófeigssonar á ár- unum eftir stríð. Þar kennir margra grasa og Tryggvi er ómyrkur í máli er hann segir frá viðskiptum sínum við yfirvöld lands- og borgarmála, og litið dálæti hefur hann á bæjarút- gerðum. Enginn efi er á því að oft hefur Tryggvi mikið til síns máls þótt hann kunni að vera full dómharður á köflum. Undirritaður getur til að mynda ekki fallist á að útgerðarformið skipti öllu máli, að bæjarútgerð þurfi endilega að vera verri en útgerð einkaaðila, eða öfugt. Sagan sýnir okkur að það sem mestu máli skiptir er að til forystu í fyrirtækjunum veljist menn sem hafi þekkingu, hæfm og dugnað til þess að reka þau. Bæjarútgerðir hafa oft goldið þess að stjórnendur þeirra hafa ekki verið valdir eftir hæfni til stjórnunar og þaðan af síður eftir þekkingu á útgerð eða sjómennsku. Þvert á móti voru þess alltof mörg dæmi að for- stjórastóllinn væri notaður sem pólitísk eða jafnvel nepotísk dúsa og þá var ekki von á góðu. Á undanförnum árum hefur þetta þó breyst, enda hafa bæjarútgerðir gengið ólíkt betur en áður. Þessi síðari hluti, útgerðarsaga Tryggva Ófeigssonar, þykir mér þó að öllu samanlögðu lakasti hluti bókarinnar, einkum fyrir þá sök, að þar er farið of hratt yfir sögu, kaflinn ekki nógu vel unninn, sagan verður of yfir- borðskennd. 632 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.