Ægir - 01.11.1981, Side 58
ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á loðnu veiddri
til bræðslu frá 1. október til 31. desember 1981.
Hverttonn..............................kr. 425,00
Verðið er miðað við 16% fituinnihald og 15%
fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um kr. 20,00 til
hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fitu-
innihald breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir
hvert 0,1%. Verðið breytist um kr. 27,00 til hækk-
unar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurrefnis-
magn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir
hvert 0,1%. Ennfremur greiði kaupendur 75 aura
fyrir hvert tonn til Loðnunefndar.
Fituinnihald og fitufrítt þurrefnismagn hvers
loðnufarms skal ákveðið af Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skulu sam-
eiginlega af fulltrúa veiðiskips og fulltrúa verk-
smiðju, eftir nánari fyrirmælum Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins. Sýni skulu innsigluð af full-
trúa veiðiskips með innsigli viðkomandi skips.
Verðið miðast við loðnuna komna i löndunar-
tæki verksmiðju. Ekki er heimilt að blanda vatni
eða sjó i loðnuna við löndun og óheimilt er að nota
aðrar löndunardælur en þurrdælur.
Reykjavík, 21. október 1981.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Síld til frystingar Nr. is/i98i.
Verðlagsráð sjávarútvegsins og yfirnefnd þess
hafa ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld til
frystingar er gildir frá byrjun síldarvertíðar til 31.
desember 1981:
1. Síld, 32 cm og stærri, hvert kg......................kr. 2,52
2. Síld, 29 cm aö 32 cm, hvert kg.........................— 1,71
3. Síld, 27 cm að 29 cm, hvert kg.........................— 1,21
4. Síld, 25 cm að 27 cm, hvert kg.........................— 1,04
Stærðarflokkun og gæðamat framkvæmist af
Framleiðslueftirliti sjávarafurða.
Verðið er miðað við síldina komna á flutn-
ingstæki við hlið veiðiskips. Síldin skal vegin ís-
laus.
Vegna breyttrar stærðarflokkunar skal sú sild,
sem lögð hefur verið á land frá upphafi síldarver-
tíðar til 16. október greiðast þannig, að 'A hluti
þeirrar síldar, sem fallið hefur í 2. stærðarflokk
greiðist á verði 1. stærðarflokks og 'A hluti af 3.
stærðarflokki greiðist á verði 2. stærðarflokks.
Reykjavík, 27. október 1981.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Síld og síldarútgangur til bræðslu
Nr. 19/1981.
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftir-
farandi lágmarksverð á síld og síldarúrgangi til
bræðslu frá byrjun síldarvertíðar haustið 1981 til
31. desember 1981:
a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöð til fiskimjöls-
verksmiðju, síld, hvert tonn .................kr. 500,00
Síldarúrgangur, er reiknast 25 kg á hverja upp-
saltaða tunnu af hausskorinni og slógdreginni
síld, hvert tonn..............................— 335,00
b) Þegar síld undir 25 cm er seld til
fiskvinnlustöðva eða sild er seld beint frá fiski-
skipi til fiskimjölsverksmiðja, hvert tonn ...— 425,00
Verðið er miðað við síldina og sildarúrganginn
kominn í verksmiðjuþró.
Fiskbein og fiskslóg
Ennfremur hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins
ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fiskbeinum,
Ftskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu svo og á lif'
ur frá 1. október til 31. desember 1981:
a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til
fiskimjölsverksmiðja:
Fiskbein og heill fiskur, sem ekki er sérstaklega
verðlagður, hvert tonn ........................kr. 125,00
Karfa- og grálúðubein og heill karfi og grálúða,
hvert tonn ....................................— 172,00
Steinbitsbein og heill steinbitur, hvert tonn .... — 81,25
Fiskslóg, hvert tonn...........................— 56,25
b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá skipum til
fiskimjölsverksmiðja:
Fiskur, sem ekki er sérstaklega verðlagður, hvert
tonn...........................................kr. 106,40
Karfi og grálúða, hvert tonn...................— 146,40
Steinbítur, hvert tonn ........................— 69,15
Verðið er miðað við, að seljendur skili framan-
greindu hráefni i verksmiðjuþró. Karfa- og grá-
lúðubeinum skal haldið aðskildum.
Lifur
(bræðsluhæf, seld frá veiðiskipi til lifrarbræðsluþ
1) Lifur, sem landað er á höfnum frá Akranesi
austur um til Hornafjarðar, hvert tonn..kr. 1.000,00
2) Lifur, sem landað er á öðrum höfnum, hvert
tonn....................................— 780,00
Verðið er miðað við lifrina komna á nutnings-
tæki við hlið veiðiskips.
Reykjavík, 29. október 1981-
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
634 — ÆGIR