Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1981, Side 59

Ægir - 01.11.1981, Side 59
Nýr skólastjóri við Stýrimannaskóiann í Reykjavík ÆGIR óskar Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni far- sældar í hinu nýja og þýðingarmikla starfi hans. B.H. Guðjón Ármann Eyjólfsson hefur tekið við starfi skólastjóra við Stýrimannaskólann í Reykjavík, en Jónas Sig- urðsson lét af störfum fyrir aldurs sakir í sumar eftir langt og heilladrjúgt starf við skólann í hart- nær 40 ár, þar af sem skólastjóri frá árinu 1962. Guðjón Ármann er fæddur í Vestmannaeyjum 10. jan. 1935 og eru foreldrar hans Eyjólfur Gísla- son skipstjóri og Guðrún Brandsdóttir. Guðjón Ár- mann útskrifaðist sem stúdent úr máladeild 1955 og 1956 úr stærðfræðideild MR, en þaðan lá leiðin til Danmerkur og var hann í danska flotanum í tæp 5 ár, hlaut sjóðliðsforingjatign og var síðasta árið skipherra á tundurduflaslæðara. Árið 1961 kom Guðjón Ármann heim og réðst Þá til Landhelgisgæslu íslands og vann þar við sjó- tnælingar. Árið 1964 var stýrimannaskóli Vest- mannaeyja settur á stofn og var Guðjón Ármann fáðinn skólastjóri hans frá upphafi og gengdi því starfi til ársins 1975, en þá tók hann við stöðu kennara við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Auk framangreindra starfa hefur Guðjón Ár- mann víða komið við. Um miðjan sjötta áratuginn var hann á sumarsíldveiðum á Gjafari með Rafni heitnum Kristjánssyni og í seinni tíð hefur hann notað sumarleyfi sín til að stunda togarasjó- tnennsku og hefur m.a. verið á Ögra með aflaskip- stjóranum Brynjólfi Halldórssyni. Við störf um borð í togurunum hefur Guðjón Ár- ntann styrkst í þeirri skoðun sinni að siglingartíma islenskra fiskimanna áður en þeir gerast yfirmenn megi alls ekki stytta, og færir þau rök fyrir því að ekki leyfi af að menn verði góðir togaramenn eða sjómenn almennt á minna en þremur árum, þar sem starfið sé mjög umfangsmikið og margvíslegt °8 til samanburðar megi taka, að iðnaðarmennsku t-d. sé síður en svo erfiðara að nema en togara- sjómennsku og þurfi iðnaðarmenn þó 4 ár að jafnaði til að fá sín réttindi. Formannsskipti hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðanda. A aöaltundi Sölusambands ísl. fiskframleiðenda fyrir árið 1981, sem haldinn var 10. júlí s.l. lýsti Tómas Þorvaldsson, stjórnarformaður SÍF því yfir, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, en Tómas hefur gegnt þessu starfi í 16 ár, og áður var hann í stjórn samtakanna í 4 ár. Voru Tómasi færðar þakkir samtakanna fyrir hin geysiumfangs- miklu og vel unnu störf sem hann hefur leyst af hendi á þeirra vegum. Auk framangreindra starfa hefur Tómas um árabil verið umsvifamikill útvegs- maður og fiskverkandi í Grindavík og er óþarfi að fara nánar út í störf hans á þeim vettvangi hér og nú, þar sem allir er einhver afskipti hafa haft af sjávarútvegi íslendinga þekkja hann af verkum hans. Tómas átti sæti á Fiskiþingi og jafnframt í stjórn Fiskifélags íslands um árabil. Til að taka við stöðu stjórnarformanns SÍF var kjörinn Þorsteinn Jóhannesson, Reynistað, Garði, en Þorsteinn hefur verið í stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda s.l. 16 ár og er því vel undirbúinn til að taka við þessu vandasama starfi. Þorsteinn Jóhannesson hefur verið skipstjóri og útgerðar- maður frá árinu 1933. Eftir að Þorsteinn hætti sjó- mennsku, að kalla, 1956 hefur hann tekið mikinn þátt í félagsmálum sjávarútvegsins, m.a. tók hann sæti á Fiskiþingi árið 1960 og hefur átt þar sæti síðan og frá 1977 hefur hann verið í stjórn Fiskifé- lags íslands. ÆGIR óskar Þorsteini Jóhannessyni til ham- ingju með hið nýja starf hans og jafnframt far- sældar í starfi áfram sem hingað til. B.H. ÆGIR — 635

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.