Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 25
malið og fljótlega voru komnir gúmmíbjörgunar- bátar í flesta báta í Eyjum. Síðan ferst Guðrún og hluti áhafnarinnar bjargast í gúmmíbjörgunarbát. Glaður ferst, öll áhöfnin bjargast í gúmmíbjörgun- urbát og svona mætti halda áfram að telja. Eðlilegt hefði þótt þá að gúmmíbjörgunarbátar yrðu lög- skipaðir strax í öll íslensk skip eftir að hafa sannað svo eftirminnilega ágæti sitt sem björgunartæki. '956 að mig minnir, voru þeir orðnir algengir í skip- um hér og þá voru sett lög um lögbundna skoðun á Þeim. Ekki er hægt að segja að þetta stóra öryggis- mal sem gúmmíbátarnir voru hafi siglt hraðbyri í gegnum kerfið þá. Hin tíðu slys við netaspil vöktu menn eitt sinn *l>a upp aftur um öryggismál sjómanna. Það var mJög algengt að menn stórslösuðust í neta- og línu- sPÍlum og hlutu margir af því örkuml. Um borð í Kap frá Vestmannaeyjum hafði maður farið i spil- ið tvisvar með stuttu millibili og fór þá Einar skip- stjóri á Kap til Sigmunds Jóhannssonar og bar tmdir hann hvort eitthvað væri hægt að gera í því mali. Eftir viku var kominn sjálfvirkur spilstopp- ari um borð í Kap. Þetta var í marz 1972. 1973 v°ru settar reglur um að slíkur stoppari skyldi sett- Ur á línuspil í nýjum bátum og þeim bátum sem endurnýjuðu spil sín. 1978 kom svo að lokum af- ^ráttarlaus reglugerð um þennan búnað og 1980 var hann kominn í alla línu- og netabáta. Þá hafði Þetta tekið 9 ár frá því að sjálfvirkur spilstoppari kom um borð í Kap og þar til að hann var komið Um borð í alla báta á íslandi 1980, og siðan hefur ekkert slys orðið á mönnum við afdrátt á netum, en á þessum 9 árum höfðu 92 menn slasast, einn af beim látist, og margir hlotið örkuml. Það er ein- mitt þessi bið sem við ætlum að reyna að forðast. Það er einmitt þessi bið sem við getum ekki hugsað °kkur að komi á þessa uppfinningu Sigmunds, sem að gerir þetta mikla björgunartæki sem gúmmí- björgunarbáturinn er algjörlega öruggt og fljót- Vlrkt björgunartæki. Við ætlum að reyna af okkar ^emsta megni að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir. Sjóslysanefnd hefur stutt mjög við bakið á Sig- mund Jóhannssyni fjárhagslega við þessa tilraun hans og hún hefur gefið út þennan bækling sem hafið fyrir framan ykkur og lagt þessu máli m'kið og gott lið. Það hafa einnig fleiri gert og riíkt ber að þakka. Slysavarnafélag íslands hefur sýnt þessu mikinn ahuga og margir aðrir. En það hefur verið allt of mikil þögn um þetta mál. Það hefur staðnað ein- hversstaðar í kerfinu, ég veit ekki hvar. Ég hef kastað því fram áður hvort að öryggismál sjó- manna séu á réttum stað, þ.e. hjá Siglingamála- stofnun. Um það ætla ég ekki að ræða hér, en ég taldi að það væri rétt að þetta kæmi hér fram. Nú fara í hönd þing sjómanna og útgerðarmanna og mér finnst að þar ætti að staldra við og íhuga þetta. Það hefur orðið á þessum málum alltof, alltof mikill dráttur og á meðan hafa orðið alltof, alltof mörg slys. Og ég skora á alla hér að stuðla að því að það verði ekki slíka bið á að þetta björgun- artæki Sigmunds komist í gagnið. Ályktun 40. Fiskiþings um öryggismál 40. Fiskiþing ályktar eftirfarandi um öryggismál: 1. 40. Fiskiþing færir hinum frábæra uppfinn- ingamanni Sigmund Jóhannssyni þakkir fyrir framlag hans til slysavarna- og öryggis- mála, svo og öðrum sem unnið hafa að fram- kvæmd slikra mála. Skorar 40. Fiskiþing á samgönguráð- herra að beita sér fyrir lögbindingu sjósetn- ingarbúnaðar Sigmunds Jóhannssonar á gúmmíbjörgunarbátum á næsta ári. Dauf- heyrist samgönguráðherra við þessari áskor- un, skorar þingið á alþingismenn að beita sér fyrir lögfestingu umrædds búnaðar. Ekki þarf að fjölyrða um gagnsemi þeirra uppfinninga sem Sigmund hefur látið frá sér fara og í því sambandi þykir rétt að minna á spilstopparann, sem seint og um síðir fékkst samþykktur, og hefur valdið byltingu hvað varðar öryggi marina við línu- og netadrátt. 2. Yfirbyggðir björgunarbátar verði lögskipað- ir í öll íslensk flutningaskip og sá fullkomni sjósetningarbúnaður, sem þeim fylgir. Fylgst verði með þeirri öru þróun sem í þessum málum er. 3. Komið verði á með lögum skyndiskoðun á skipum. Undir þessa skoðun heyri öryggis- búnaður og hver sá hlutur sem valdið gæti slysum ef i ólagi væri. Lög þessi verði samin í samráði við alla hagsmunaaðila. 4. Að strax verði gerð ný og fullkomin kvik- mynd um gúmmíbjörgunarbáta og notkun ÆGIR — 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.