Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 27
Ríkarð Jónsson:
Um markaðsmál
40. Fiskiþingi hafa borist
ályktanir frá tveimur
fjórðungsþingum, önnur
frá Fjórðungsþingi fiski-
deilda í Austfirðinga-
fjórðungi og hin frá
Fiskideild Vestmanna-
eyja, og verða báðar
þessar ályktanir birtar
hér á eftir, fyrst frá Aust-
firðingum og síðan frá
Vestmannaeyingum.
Alyktun Fjórðungsþings fiskideilda í
Austfirðingafjórðungi
' • ,,Unnið verði af fullum krafti við að auka og efla
markaðsleit, fyrir íslenskar sjávarafurðir all-
staðar sem því verður við komið.
2- Þau sölusamtök sjávarafurða, sem fyrir eru í
landinu, vinni að því að koma á öflugu sölu- og
markaðskerfi í Evrópu, Afríku og víðar, og
trYggi þar með öruggari sölu og markaði.
ÞJtanríkisráðuneytið styðji jafnframt útflutn-
ingssamtökin við frekari markaðsleit og upplýs-
ingaþjónustu betur og meira en verið hefur til
þessa.“
Alyktun Fiskideildar Vestmanneyja
,,Mjög mikilvægt er fyrir okkur að geta selt
framleiðsluvörur okkar á sem flesta markaði og
við verðum að gæta okkar á því að glata ekki
mörkuðum, sem við höfum áður eignast. Við
verðum að vera tilbúnir að fylgja mörkuðum
baeði upp og niður og spenna verð á okkar
framleiðsluvörum ekki það hátt upp, að mark-
aðurinn geti ekki greitt slíkt verð og það er úti-
lokað að hægt sé að flytja hina miklu verð-
bólgu, sem hér er innanlands út úr landinu. Það
verður að teljast eðlilegra að sá sjóður, sem í
óag á að milda þær sveiflur, sem upp koma í
markaðsmálum, starfi eins og honum er ætlað
með lögum, en ekki eins og hann starfar í dag.“
I framhaldi þessara ályktana vil ég ræða nokkur
atriði, þó sum þeirra séu alkunnar staðreyndir og
önnur hafi komið hér fram áður, m.a. i inngangser-
indi fiskimálastjóra.
Það vill brenna við í almennri umræðu um sjáv-
arútvegsmál að markaðsþátturinn víki nokkuð
fyrir tali um veiðarnar og vinnsluna þó allir þessir
þættir séu jafnmikilvægir. Þetta er kannske skilj-
anlegt, bæði er að spenningurinn kringum veiði-
mennskuna er enn ríkur þjóðfélagsþáttur og svo
höfum við sem betur fer ekki þurft á seinni árum
að takast á við langvarandi erfiðleika í markaðs-
málum okkar þó sveiflur í verði og sölumöguleik-
um einstakra tegunda hafi alltaf verið til staðar.
íslensk sjávarvöruframleiðsla byggir markaði
sína á stórum kaupendum með mikla greiðslugetu
og öflugu og sérhæfð dreifingarkerfi. Talsvert af
vörunni fer til frekari úrvinnslu í markaðslöndun-
um og salan er háð langþróuðum neysluvenjum.
Markaðssvið einstakra tegunda er því fremur
þröngt og eins hefur vöruþróun hér á landi verið
fremur takmörkuð. Langar flutningaleiðir okkar
um sjóveg eingöngu hafa átt ríkan þátt í að skapa
þessa stöðu og við höfum átt erfitt með að hagnýta
okkar smærri markaði og smásöludreifingu í sama
mæli og margar af samkeppnisþjóðum okkar.
í veigamestu framleiðslugreinunum, freðfiski,
saltfiski og skreið, er sölustarfsemi i höndum fárra
en stórra samtaka framleiðenda sjálfra. Auk þess
er saltsíld og lagmeti selt eingöngu af opinberum
fyrirtækjum. Óhætt er að fullyrða að þetta fyrir-
komulag hefur reynst þjóðinni heillavænlegt. Það
hefur skapað traust viðskiptasambönd, það hefur
reynst ódýrt i rekstri og það hefur komið í veg fyrir
óeðlilega samkeppni og undirboð á mörkuðunum.
Hitt er þó ekki vafamál að það er rétt sem fram
kemur í ályktunum þeim sem ég las hér áðan, að
alltaf má betur gera í öflun nýrra markaða.
Því miður eru þó framleiðendur oftast illa í
stakk búnir fjárhagslega til að sinna þessu hlut-
verki. Átak í þessu efni yrði því að byggjast á sam-
vinnu þeirra og rikisvaldsins, þar þarf að leggja
fram vinnu og fjármuni og sýna hagkvæmni og
þrautseigju ef árangur á að nást.
Ef litið er á stöðu markaðsmála íslensks sjávar-
útvegs í dag má sjá ýmsar blikur á lofti sem gætu
táknað að erfiðleikatímabil væri framundan og að
þær þrengingar stöfuðu bæði af innlendri og er-
lendri þróun mála.
Hin vísitölutryggða óðaverðbólga sem hér geisar
með linnulausum tilkostnaðarhækkunum í fram-
ÆGIR — 15