Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 43
b'l. sem rannsóknirnar hafa staðið yfir. Ef við lít-
um á einstök ár, sést, að 1977 hefur mikið klakist
ut af lirfum og meginhlutinn hefur klakist út um
mánaðamótin april-maí. 1978 var mjög lélegt klak-
ar- Tvö hámörk eru í klakinu í fyrstu viku maí og
Um miðjan maí. 1979 var gott klakár með tvö
hámörk í klakinu; annað óvenjulega snemma eða
Um 20. apríl, en hitt seint eða um miðjan maí. 1980
v'ar lélegt klakár eins og 1978. Tvö hámörk voru í
klakinu síðustu vikuna i apríl og um miðjan maí.
1981 var gott klakár með hámarki fyrri hluta maí.
^agn lirfa við klak, sem fengist hafa í einstök-
Um leiðöngrum kemur fram í töflu 1. Magn lirf-
anna við klak er fundið út með því að bæta við
fjölda lirfa yfir 7 mm útreiknuðum afföllum lirf-
anna eftir að þær hafa náð 7 mm lengd.
Ef engin afföll ættu sér stað hjá lirfunum eftir
klak, yrði fjöldinn í legndarflokknum mjög svip-
aður og breyttist aðeins eftir þeim fjölda, sem
klekst út á hverjum tíma.
Ef athugað er, hvernig fjöldinn skiptist eftir
engdarflokkum, eins og kemur fram á mynd 2,
sesl að fjöldinn er langmestur af 7 mm lirfum, en
lækkar mjög ört eftir það. Á mynd 2 eru teknar
saman mælingar á lengd loðnulirfa í öllum leið-
öngrum öll árin. Hvert ár er látið vega jafnt.
Fjöldi í lengdarflokkunum er breytilegur í ein-
stökum leiðöngrum, eins og eðlilegt er, en það
jafnast út, þar sem i öllum leiðöngrunum er verið
að taka sýni úr sama lirfumassanum. Heildar-
myndin einstök ár er því áþekk því, sem kemur
fram á mynd 2.
Á mynd 3 koma fram afföll lirfanna, eins og þau
hafa verið einstök ár. Þar sem klakið er ekki sam-
fellt og jafnt meðan athuganir eru gerðar, verða
afföllin nokkuð breytileg ár frá ári og sýna ekki
alveg rétta mynd af raunverulegum afföllum. Það
jafnast þó út, ef öll árin eru tekin saman og má
álíta, að meðaltalskúrfan á mynd 3 sýni nokkuð
sanna mynd af raunverulegum meðalafföllum eftir
klak þessi ár. Ef litið er á 11 mm lirfur, sést að
meðalfjöldi þeirra er komin niður í 13,7% af fjöld-
anum við klak.
Hlutfallslegur fjöldi 10 og 11 millimetra lirfa
einstök ár sýna sennilega að mestu frávik frá með-
alafföllum einstök ár. Afföllin eru hlutfallslega
KLAK LOÐNULIRFA ÁRIN 1977-1981.
xio9
ÆGIR — 31