Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Síða 13

Ægir - 01.01.1986, Síða 13
sólarhring. Ráðist var í þessar framkvæmdir af miklum krafti og ýmsa aðra mannvirkjagerð, sem fylgja þurfti. Atvinna var geysi- mikil, kaupgjald hærra en nokkru sinni hafði þekkst og talið að fjöldi aðkomumanna væri á þriðja hundrað þegar mest var. Hafnarbætur, uppbygging þjón- ustu og íbúðabyggingar fylgdu í kjölfarið. En uppgangurinn stöðvaðist fljótlega. Síldin hætti að láta sjá sigá Húnaflóa, og kom ekki aftur. Verksmiðjan varð aldrei sú lyftistöng sem ætlunin var, og stóru áætlanirnar hurt'u niður í skúffu um leið og síldin hætti að sjást. Nýsköpunarævintýrið skildi við Skagaströnd í erfiðri aðstöðu. Öll áhersla hafði verið lögð á hina hröðu uppbyggingu síldar- verksmiðjunnar og því sem henni fylgdi, en lítt eða ekki var horft til þess að byggja upp aðrar greinar sjávarútvegs, þorskveiðar og hraðfrystingu. íbúafjöldin tvöfaldaðist á upp- gangsárunum. Höfðahreppur, sem stofnaður var árið 1939, taldi 617 íbúa árið 1950, að lokinni nýsköpun. Næstu tvo áratugi var mjög á brattann að sækja í at- vinnumálum. Menn biðu eftir síldinni sem aldrei kom, en útgerð og fiskvinnsla gátu ekki fyllt upp í tómarúmið sem skapaðist. íbúum fækkaði jafnt og þétt fram undir 1970, og urðu fæstir 503 árið 1969. Síðan hefur fjölgað mikið í hreppnum aftur. Útgerd og fiskvinnsla á erfiðum tímum Árið 1939 tók til starfa frystihús sem Kaupfélag Skagstrendinga reisti úti í Höfða. Gengu 7 bátar úl þorskveiða þann vetur, og varð þetta til að treysta atvinnu í hreppnum. Kaupfélagið rak áður verslun og verkun á saltfiski bæði á Skagaströnd og í Kálfshamars- vík, eftir að það keypti eignir Höefnersverslunar á Höfða árið 1920. Fiskverslunin gekk upp og ofan, oftar var þó gróði fram til 1930, en erfiðleikar steðjuðu að í kreppunni, eins og hjá öðrum fiskseljendum. Annað frystihús, Hólanes h.f., var stofnað á Skagaströnd 1943. Voru síðan tvö frystihús starfandi allt til 1968 er Hólanes keypti hús Kaupfélagsins og flutti þangað starfsemi sína. Á sjötta og sjöunda áratugnum gekk rekstur útgerðar og frysti- húsa fremur illa á Skagaströnd. Afli brásttíðumágrunnmiðumog frystihúsin tvö börðust um aflann sem á land barst, en hafði hvorugt nóg til að framleiðslutækin nýttust sem best. Tilraunir voru gerðar til að blása lífi í útgerðina öðru hvoru. Monnfjóldi Hafnargarðurinn var fyrst reistur á árinu 7 934. Þá skapaðist fyrst örugg höfn fyrir stærri véibáta og síidartíminn hófst á Skagaströnd. ÆGIR-5

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.