Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Síða 46

Ægir - 01.01.1986, Síða 46
Ef litið er til framtíðar fiskveiða og fiskvinnslu á öllum tegundum botnfiska, þá verður að taka á þessu máli af fullri alvöru því hvers virði verður þessi mikla auðlind þjóðarinnar í framtíð- inni, ef hún verður svo sýkt af hringormum að ekki verður mögulegt að framleiða gallalausa vöru úr íslenskum botnfiski? Vinnulaun og annar kostnaður við að tína orma úr fiski verður kominn langt upp fyrir það sem að fiskvinnslan þolir. Skaðvaldurinn, selurinn, sem allt frá landnámi hefur verið nýttur til fæðis og skæðis hefur nú um árabil vegna ytri aðstæðna fengið að lifa óáreittur við strendur landsins og stofninn stækkað mikið. Hefur þar einnig farið saman að byggð hefur lagst af á þeim slóðum þar sem aðal kæpingarstöðvarnar eru t.d. á Breiðafirði og við Húnaflóa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að hringormur er um fjórum sinnum meiri í útsel en í landsel. Þannig virðist vera um 150 ormar í landsel og um 600ormar í útsel. Aætlað er að stærð selastofns- ins sé um 40 þúsund landselir og um 10 þúsund útselir. Það er einnig áætlað að land- seliréti um það bil 670 kgáári og útselurinn um 1.500 kg á ári. Þannig að arðrán selastofnsins á fiskstofnunum er á milli 40 og 50 þúsund tonn á ári. Það er augljóst mál að eitthvað raunhæft verður að gera til þess að við lendum ekki í alvarlegum ógöngum með þessi mál og að komast hjá frekari kostnaðarauka fiskvinnslunnar við að hreinsa hringorma úr fiski. Einnig verða útgerðarmenn að hafa í huga að meðan verið er að veiða fisk sem er sýktur af hring- ormi, þá er nýting fiskstofnanna lakari, því að lauslegar athuganir sem hafa verið gerðar, sýna að það er samhengi á milli fjölda orma í fiski og þyngdar fisksins miðað við lengd. 38-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.