Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1986, Page 63

Ægir - 01.01.1986, Page 63
Furuno veiðarfæramælir CN-10 Nýlega er kominn á markaðinn veiðarfæramælir- inn CN-10 frá Japanska fyrirtækinu Furuno Electric Co., Ltd. Veiðarfæramælirinn byggir á þráðlausri sendingu nierkja frá nemum festum á höfuðlínuna, til botn- stykkis skipsins og koma upplýsingarnar fram á lita- skjá mælisins. A höfuðlínuna er fest sérstökum sendi er varpar bljóðbylgjum bæði niður til botns og einnig upp til yfirborðsins. Innbyggt ísendinum er búnaðurtil mót- töku á endurvörpunum og eru þessar upplýsingar síðan fluttaráfram með hljóðbylgjum til botnstykkis skipsins, sjá nánar á mynd 1. Á litaskjá veiðarfæra- ^ælisins má þannig fá síritamynd af sviðinu frá höfuðlínu til botns og einnig frá höfuðlínu til yfir- borðsins. Jafnframt þessu má setja allt að fjóra magnnema á ^ollpokann ogfá þannig upplýsingar um aflamagnið ' Pokanum. Magnnemarnir flytja upplýsingar með hljóðbylgjum til móttakara, tengdum sendinum, en hann sendir þær áfram til botnstykkis skipsins. Á litaskjá tækisins koma endurvörpin fram á sírit- andi mynd í átta litum í samræmi við styrk þeirra. Hægt er að velja um eftirtalda fjóra myndmöguleika á skjánum: I Frá höfuðlínu og upp. II Frá höfuðlínu og niður. III Frá höfuðlínu og upp, á efri helmingi skjás og frá böfuðlínu og niður, á neðri helmingi skjás. Raunmynd miðað við yfirborð sjávar, á efri hluta skjás og séð niður frá höfuðlínu, á neðri hluta skjás. IV Þannig er hægt að sjá á síritandi mynd afstöðu v®iðarfærisins til fisksins, botnsins og yfirborðsins í sömu andrá. Ennfremur kemur fram sírituð hitalína Cr sýnir hitastigið við veiðarfærið. Hitastigið á hverju aognabliki birtist auk þess tölulega efst til vinstri á s iánum og neðst til vinstri sjást fjögur hólf er fyllast ' takt við aflamagnið í veiðarfærinu. Að lokum bitast o ulegar upplýsingar um dýpið neðst á vinstri hluta skjásins. Mynd 1. Fyrirkomulag búnaðar á veiðarfæri. Á skjánum er stillanleg dýpislína, (V.R.M.) og má lesa dýpi hennar í tölum við hægri enda hennar. Jafn- framt má tengja CN-10 við dýptarmæli skipsins (ef hann er frá Furuno) og er þannig hægt að lesa dýpt höfuðlínunnar á skjá dýptarmælisins. Þremur botnstykkjum er taka á móti merkjum frá sendinum, er komið fyrir í sameiginlegum tanki undir skipinu. Eitt botnstykkið vísar beint aftur, en hin tvö lítiðeitttil hvorrarhliðarogerþaðgerttil þess að taka við merkjum sendisins þegar veiðarfærið er ekki beint fyrir aftan skipið, t.d. í beygjum. Sendirinn er festur á höfuðlínuna og er hann með innbyggðann hitanema, ásamt búnaði til að senda hljóðbylgjur upp til yfirborðsins og niður til botnsins m fnufusTriTC Botn -v Fiskul'5-' ht6"iuöiína sendilína iyinf^n Fiskur * dýpi botn 220 m Mynd 2. Skjámynd CN-10 a) raunmynd séð frá yfirborði, b) séð niður frá höfuðlínu. ÆGIR-55

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.