Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 14
6 ÆGIR 1/89 þús. tonn. Þetta orsakaðist bæði af auknum afla í Héraðsdjúpi en sér- staklega vegna veiða á nýjum svæðum úti af Sléttu og Langanesi. Um 2/3 hlutar aukins afla á djúp- slóð 1986 fékkst á þessum nýju miðum. Árið 1987 minnkaði aflinn í rúm 7 þús. tonn. Sókn hefur dregist saman um meira en helming á árinu 1988 á norðausturmiðum en afli hefur minnkað enn meira og er gert ráð fyrir að hann verði innan við 2500 tonn. Síðan árið 1986 hefur afli á sóknareiningu farið minnkandi á norðaustur- miðum úr 125 kg í 84 árið 1988. Veiðar voru nú stundaðar í fyrsta sinn á Rauða torginu austan við Tangaflak eftir ítarlega könnun í maí 1988. Fyrstu miðin fundust reyndar þarna í leit Hafrannsókna- stofnunar árið 1978, en þá voru engar veiðar stundaðar á djúpslóð við Austurland og afli minni á Rauða torginu en fyrir norðan land. Svo virðist sem mun meira sé af karldýrum á þessu nýja svæði heldur en á gamla Tangaflaks- svæðinu. Sennilega tilheyra þessi tvö svæði sama stofninum og verða því framvegis bæði kölluð Tangaflakssvæði (tafla 1). Áætl- aður afli af þessu nýja svæði var um 600 tonn árið 1988, en af öllu Tangaflakssvæðinu 790 tonn. í framhaldi af umræðunni um ástand rækjustofna við Norðurland og Austfirði er rétt að minnast á ástand rækjustofna við Vesturland, þ.e. Kolluál og við Eldey. Síðasttalda svæðið telst reyndar með grunn- slóðinni enda sérstakt stjórnunar- svæði. Gífurlegur samdráttur hefur orðið á rækjustofninum við Eldey frá og með árinu 1987 og svipaða sögu má líka segja um rækjustofn- inn í Kolluál. Sami stofninn er reyndar talinn vera bæði í Kolluál og á sunnanverðum Breiðafirði og kallast þá allt svæðið, við Snæfells- nes. En hér verður einungis fjallað um Kolluál þar sem mestöll rækjan fæst. Að vísu var of mikið veitt af rækju í Kolluál árið 1984 eða rúm 2800 tonn, en árin 1985-87 voru veidd 1200-1560 tonn (tafla 1). Afli á sóknareiningu var sæmilega hár þangað til 1987 er hann féll í 50 kg úr 72-95 á árunum 1985- 87. Á árinu 1988 var afli á sóknar- einingu enn lægri eða um 38 kg. Afli inni á Breiðafirði var með minnsta nióti eða langt innan við 200 tonn. Rækjuafli hverra undan- farinna þriggja ára á móti afla á sóknareiningu fjórða árið er í engu samhengi á Kolluálssvæðinu. Sömu sögu má segja um Eldeyjarstofn- inn. Þegar hugað er að því hvað annað gæti hafa breyst í lífríkinu þá er það augljóst að þorskgengd hefur ekki verið með meira móti þessi síðustu ár. Hins vegar hafa verið að vaxa upp tveir sterkir árgangar af ýsu við landið einkum Suður- og Vesturland. Þessir árgang- ar eru frá árunum 1984 og 1985. Samkvæmt rannsóknum Ólafs Pálssonar á magainnihaldi ýsu í nokkrum aldursflokkum er það einkum tveggja ára ýsa sem étur rækju og getur rækjan orðið allt að 36% (miðað við rúmmál) af maga- innihaldi ýsunnar. Reyndar var ekki athugað magainnihald eldri ýsu en líklegt má telja að þriggja ára ýsan hafi líka lyst á rækju. í 5. MYND - Meðalrækjuafli hverra þriggja ára, á móti afla á sóknareiningu fjórða árið (merkt fjórða árinu). Kg/klst 3. árið Meðallífþyngd 2-3 ára ýsu hverra 2 ára (þús. tonn) 6. MYND - Meðallífþyngd tveggja og þriggja ára ýsu hverra Neggja ára, á móti kg/klst þriðja árið (merkt með þriðja árinu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.