Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 26
18 ÆGIR 1/89 hópi 10 tekjuhæstu þjóða í heimi. Utflutningsverðmæti sjávaraf- urða jókst um 76,8% á 10 ára tímabilinu 1976—1986. Mann- skapur við framleiðslu bæði í landi og á sjó jókst um 22,1% og fjármunir við framleiðsluna, þ.e. skip, byggingar vélar og tæki juk- ust um 44,8%. Þessar tölur segja okkur að verðmætaaukning á mann að meðaltali á þessum ár- um í sjávarútvegi er 3,8%, og verðmætaaukning á hverja fjár- festa krónu er 2% á ári að meðal- tali. Berum þetta saman við efna- hagslífið í heild. Þá kemur í Ijós að þjóðartekjur á mann jukust um 3,2% á ári að meðaltali á þessu 10 ára tímabili en verðmæta- aukning á hverja krónu í fjár- munum fyrir atvinnulífið í heild var um 1% á ári að meðaltali. Sjávarútvegurinn hefur því að þessu leyti staðið sig betur en flestar aðrar atvinnugreinar. En þá sem segja að viðskipta- hallinn og skuldasöfnunin muni hverfa ef sjávarútvegurinn stæði sig betur skulum við spyrja. Af hverju var hin gífurlega verðmæta- aukning á árunum 1976-1986 ekki notuð til þess að eyða við- skiptahalla og greiða niður erlend lán? Við þessari spurningu er ekki nema eitt svar. Framleiðni og verðmætasköpun í sjávarútvegi hefur aldrei verið orsök umfram- eyðslu. Lífskjör þjóðarinnar hafa ein- faldlega í gegnum tíðina verið stillt þannig af að öllu sem aflað er af sjávarútvegi og öðrum útflutningsgreinum hefur verið eytt og meiru til. Umframeyðslan hefur alltaf verið til staðar hvort sem sjávarútvegurinn hefur gengið vel eða illa og hún hefur lotið allt öðrum lögmálum en afkomuþró- un í sjávarútvegi. Ábyrgðarleysi stjórnvalda í stjórn peningamála og röng gengisskráning hafa leitt það af sér að sjávarútvegurinn hefur setið í taprekstri þrátt fyrir alla þessa verðmætaaukningu. Styrkir til sjávarútvegs Þriðja atriðið sem ég vil gera að umtalsefni hér er það viðhorf til sjávarútvegsins sem er alltof al- gengt að hann njóti styrkja og hinum og þessum tyrirtækjum í greininni sé haldið uppi af opin- beru fé. Þetta viðhorf hjá almenningi skapar atvinnugreininni mjög neikvætt andlit og verður til þess að fæla ungt fólk frá því að gera sjávarútveg að sínum starfsvett- vangi. Við horfum reyndar uppá það núna að greitt er úr tómum Verð- jöfnunarsjóði vegna frystingar og því er jafnframt lýst yfir að þessar greiðslur muni falla á ríkissjóð. Við horfum líka upp á stofnun Atvinnutryggingarsjóðs útflutn- ingsgreina, þar sem Stefánsgu11i verður dreift um byggðir lands- ins. Eitt af því fyrsta sem ég man af umræðum um efnahagsmál voru deilur um útflutningsgjald af síld í tíð Viðreisnarstjórnarinnar. Þetta gjald var umdeilt enda skattur á sjávarútveginn. En það sem ég fékk í kollinn voru þau ummæli Ólafs Thors þáverandi forsætis- ráðherra að þetta gjald yrði að standa. Þjóðin lifði á sjávarút- vegi, því væri ekki hægt að veita honum styrki heldur yrði sjávar- útvegurinn að geta greitt í ríkis- sjóð. Þetta voru ár sem geysilegur auður myndaðist í sjávarútvegi og mörg fyrirtæki búa sjálfsagt ennþá að þeim eignum sem þá fengu að safnast upp. Þá var líka bæði gengisskráningu og stjórn peningamála hagað þannig að er- lendar skuldir þjóðarbúsins voru greiddar niður. Efnahagsl ífið dafnaði með sjávarútveginum en óx honum ekki yfir höfuð. Nú er öldin hins vegar önnur. Nú er þess gætt vandlega að sjáv- arútvegurinn geti ekki hagnast. Bæði er genginu langtímum saman haldið uppi með handafli og eins er greinin kaffærð í sam- keppninni um vinnuaflið og þjónustuna í krafti innstreymis af erlendu lánsfé fyrir forgöngu opinberra aðila. í stað þess að gefa sjávarútveg- inum kost á því að standa á eigin fótum og byggja upp skattstofna fyrir ríkið er honum haldið gang- andi á ölmusum. Tíðarandi stjórnmálanna nú á tímum virðist vera að gera rekstragrundvöllinn fyrir sjávarútveg vonlausan en skapa þess í stað valdagrundvöll fyrir fyrirgreiðslupólitíkusa. Að sjálfsögðu er ekkert rangt við það að þingmenn liðsinni umbjóðendum sínum og margir sem eiga undir högg að sækja þurfa sannarlega á þingmönnum að halda, ekki síst þeir sem fjærst höfuðborginni búa. En stundum hef ég það á tilfinningunni að þegar ráðamenn þjóðarinnar hitt- ast og komast að því að tvö til þrjú sjávarútvegsfyrirtæki séu ennþá rekin með hagnaði að þá snúist umræðan um að gera sérstakar ráðstafanir til þess að koma þeim í taprekstur líka. Ég held því fram að það viðhorf almennings til sjávarútvegsins að hann sé ölmusuþegi hjá þjóðinni sé á ábyrgð stjórnmálamanna. Og aðeins stjórnmálamenn geta breytt þessu viðhorfi með því að gefa atvinnugreininni kost á því að standa á eigin fótum. Rétt gengi lækkar vexti Fjórða atriðið sem ég vil minn- ast á er hinn mikli vaxtakostnaður og viðbrögð við honum..Sjávar- útvegurinn er að ýmsu leyti betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.