Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 28
20 ÆGIR 1/89 líklega verður sott um tvöfalda til þrefalda þá upphæð. Á næsta ári bætist í hítina ef sömu gengis- stefnu er haldið áfram og þá verður að taka annan hring. Það mun ekki nást jafnvægi á fjármagnsmarkaðnum fyrr en þessu óeðlilega eftirspurnar- ástandi verður breytt og þar er gengisskráningin lykilatriði. Þá fyrst er hægt að reikna með að fjármagnskostnaður verði eitt- hvað nálægt því sem fyrirtæki geta búið við. Hin meginskýringin, dýrt bankakerfi, er ástand sem á sér ýmsar orsakir. Vegna þess hversu lokaður peningamarkaðurinn er gagnvart útlöndum búa inn- lendar fjármálastofnanir í vernd- uðu umhverfi og fá ekki nægt aðhald erlendis frá eins og margar aðrar atvinnugreinar, ekki síst útflutningsgreinarnar sem keppa á erlendum mörkuð- um. Ótrúlega tíð viðskipti með smáar upphæðir og mikill færslu- fjöldi af þeim sökum gerir banka- kerfið líka dýrara en það annars væri. Sé litið á rekstrarkostnað við- skiptabankanna og hann borinn saman við vaxtaberandi eignir þeirra kemur út að rekstrarkostn- aðurinn er milli 7 og 8%. Þannig þurfa bankarnir að gera milli 7 og 8% kröfu um vaxtamun og þjón- ustugjöld til þess eins að standa undir rekstrarkostnaði. Þetta bil kemur fram í kostnaði við fjár- magnsviðskipti með einum eða öðrum hætti og handaflið dugar ekki til þess að ná því niður. Til úrbóta hefur hins vegar verið bent á marga þætti sem skipta máli. Ég vil aðeins nefna tvo. Bundið fé í Seðlabankanum ber enga vexti og það þýðir að sá hluti lánveitinga bankanna sem ber vexti verður að standa undir öllum kostnaðinum. Þegarbund- ið fé ber ekki vexti er það óbein skattlagning á fjármagnskostnað fyrirtækjanna og þessar sxatt- tekjur renna til Seðlabankans og ríkissjóðs. Fyrirtækin og sparifjár- eigendur bera þessa skattlagn- ingu en Seðlabankinn og ríkis- sjóður njóta hennar. Ef farið væri að greiða vexti af bundnu fé þýddi það að tekjur Seðlabank- ans drægjust stórlega saman og það þyrfti þá e.t.v. að horfa eitthvað meira í aurinn á þeim bæ. Ennfremur vil ég nefna að þegar eindagi söluskatts er hafður 25. hvers mánaðar meðan sölu- skattsgreiðendur fá mjög stórar upphæðir inn eftir mánaðamót við uppgjör greiðslukorta skapast gífurlegt álag á bankakerfið á þessumtíma. Það eykur verulega hagkvæmni í bankakerfinu ef ein- dagi söluskatts er færður til aftur fyrir uppgjörsdag greiðslukorta. Þeir þættir sem ég hef nefnt hér, rétt gengisskráning, opnun fjármagnsmarkaðarins til útlanda þannig að bankakerfið fái sam- keppni, vextir af bunanu fé og til- færsla á eindaga söluskatts hefðu miklu meiri áhriftil þess að lækka vexti en handafl á bankana. Þetta þýðir hins vegar ekki að við eigum að láta bankana í friði. Óaðskiljanlegur þáttur í frjálsum viðskiptum er karp um verð. Frels- ið virkar ekki nema að viðskipta- vinir bankanna og annarra fjár- málastofnana séu sífellt að veita þeim aðhald og láta þá réttlæta verðlagningu sína. Þessu þurfa fyrirtæki í öðrum greinum atvinnu- lífsins að sæta. Frelsi til þess að ákveða vexti þýðir ekki einhliða vald fjármálastofnana til þess að ákveða hvar allir viðskiptavin- irnir eiga að sitja og standa, þótt einhverjir í þessum stofnunum hafi látið sig dreyma um slíkt. Þess vegna er ekki hægt að segja að gagnrýni á háan fjármagns- kostnað og skammir á banka séu gagnrýni á frelsið á markaðnum. Þessi gagnrýni er hluti af frelsinu og án hennar er ekki hægt að not- færa sér frelsið. Frelsið á mark- aðnum á nefnilega ekki bara að vera fyrir bankana heldur líka fyrir viðskiptavinina. Markaðsgengi er skynsamlegt Fimmta atriðið sem ég vil koma inn á hér er spurningin um það hvort gengi krónunnar eigi að vera ákvarðað af stjórnvöldum eða af markaðsaðstæðum. Ég hef lengi verið inn á því að markaðs- skráning á genginu væri æskilegri en stjórnvaldsákvarðað gengi. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær. Markaðsskráning á genginu eykur aðlögunarhæfni efnahags- lífsins og forðar mikilvægum hlutum atvinnulífsins undan áhrifum tregðulögmálsins í opin- berri ákvarðanatöku. Efnahagslíf er sveiflukennt á íslandi, en ástæða þess hversu lífskjör eru hér góð er sú að þjóðin hefur jafnan verið tilbúin til þess að laga sig að þessum sveiflum. Á samdráttartímum hefur fólk dregið saman seglin og þolað lækkun á kaupmætti í von um að betri tíð kæmi á ný. Þessi vilji þjóðarinnar til þess að lækka lífskjör á erfiðum tímum hafa jafnframt skapað henni traust út á við því að þetta er nánast eins- dæmi meðal nágranna okkar. Þær kenningar hafa oft komið upp að betra sé fyrir þjóðina að aðlagast þessum sveiflum með breytingum á afkomu fyrirtækja og atvinnustigi fremur en kaup- mætti. Þannig eigi að vera nokk- urt atvinnuleysi á samdráttar- tímum og einhver fyrirtæki að verða gjaldþrota. Með þessum hætti verði meiri stöðugleiki í verðlagi og efnahagslífinu í heild. Það þarf ekkert flóknar hag- fræðilegar útlistanir til þess að skýra út hvernig það dregur úr frammistöðu efnahagslífsins í heild að laga sig að breytilegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.