Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 34
26 ÆGIR 1/89 er heldur líklegt að þessi fram- leiðsla höfði til fólks sem reglu- lega kann að meta fisk vegna bragðs hans sjálfs, áferðar og næringargildis og er tilbúið að greiða meira fyrir þá kosti. Aukin og stöðug gæði fisks sem héðan fer eru liður í fullvinnslu. Sé gæðum áfátt í upphafi telst varan aldrei fullunnin því að hún hefur tapað verðgildi sínu. Á sama hátt þarf sölumennska að tryggja að ferskleiki hráefnis og rétt meðferð skili sér nægilega í verði. Einn liður í verðgildi vöru er þekking á henni, að hafa svör á reiðum höndum við spurningum kaupenda. Spurningum fjölgar í kjölfar aukinnar almennrar menntunar og aukinnar fjölmiðl- unar, fólk vill sneyða hjá ýmsum aukaefnum og forðast menguð matvæli, það er tilbúið að trúa því að við getum framleitt slík matvæli en við þurfum að aug- lýsa það vel og hafa upplýsingar handbærar. Því er nú spáð að fiskneysla muni aukast á Vesturlöndum og meira en neysla annarra matvæla. Næg eftirspurn verður því fyrir alla okkar framleiðslu og sjálf trúi ég, að veiðar okkar muni einnig aukast þó að skipum fjölgi lítið, veiðiskip munu sækja lengra, veiða þær tegundir sem nú eru vannýttar og hirða það sem nú er fleygt, vinnslan mun fara fram bæði á sjó og í landi. Ef þið eruð vantrúuð á að svona gerist hlut- irnir langar mig að minna ykkur á hvaða álits rækjan naut fyrir nokkrum áratugum. í ísafjarðar- blaði 1937 segir svo: „Kvikindi það sem kallað hefur verið kampa- lampi, en nú er yfirleitt nefnt rækja, þótti hér áður á tíð frekar ómerkilegt, ósjálegt og heldur óþarft. Þorskurinn hafði þaðtil að gefa svo mikinn gaum af kampa- lampatorfunum, að hann sinnti ekki hinu Ijúffengasta agni og lögðu margir sjómenn fæð á skepnuna." Nú er rækjan meðal verðmætustu fisktegunda okkar og færir hundruð milljóna í þjóð- arbúið árlega. Hvaða þróun skyldi þá verða í störfum fiskvinnslufólks? Ég held, að óhjákvæmilega muni störf- unum fækka er vélvæðing eykst, en þar á móti kemur að e.t.v. verður komið á vöktum til að nýta vélakost betur, yfirvinna mun minnka, vinna verður stöðugri. Fyrirtækin þurfa að leggja aukna áherslu á að halda þjálfuðu fólki með fastráðningu, með betri laun- um og með góðu starfsumhverfi sem ekki stendur neitt að baki öðrum matvælavinnslum, enda er það ekkert náttúrulögmál að fiskvinnsla sé sóðalegt starf og nú þegar eru mörg dæmi um breytta hugsun stjórnenda og starfsfólks að þessu leyti. Þjálfað starfsfólk verður enn nauðsynlegra með fyllri vinnslu fisksins og þeirri nákvæmni í vinnurögðum sem sérhæfingin býður upp á. Þjálfun fólksins verður fólgin bæði í fræðslu um fiskmeðferð og mark- aðskröfur en einnig um vinnulag og vinnubrögð. Takist þetta allt verður það talið sjálfsagt og jafn- vel eftirsóknarvert að vinna í fiski en það hlýtur aftur að vera bæði sjálfsagt og eftirsóknarvert fyrir fiskvinnsluþjóð. Höfundur er matvælafræðingur og starfar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Fiskuppboö alla virka daga kl. 9 Við höfum 4000 m2 uppboðssal við Óseyrarbryggju. Mikið athafnarými og góð tenging við vegakerfið. Fiskseljendur! Vinsamlega kynnið ykkur söluverð og reglur markaðarins um tilkynningarfrest. Vanir menn annast losun og afgreiðslu skipa og annarra flutningstækja. Yfir 150 skráðir kaupendur. Upplýsingar í sími 651888. FISKMARKAÐURINN HF. VJD FORNUBUÐ1R • PÓSTH. 383 ■ 222 HAFNARFIRÐI SÍMI 651888 • TELEX 3000 „FiskuF'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.