Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 64

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 64
56 ÆGIR 1/89 REYTINGUR Þörungaplága fyrir 140 milljón árum í Fiskaren segir, að tveir danskir vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að sú gjöreyðing sjáv- ardýra sem varð af völdum þör- ungaplágunnar sem herjaði Nor- egsstrendur sl. sumar sé ekkert nýnæmi. Rannsóknir þeirra hafa leitt í Ijós að fyrir 140 milljónum árum hafi sæsniglar og kræklingar drepist í stórum stíl af ókunnum orsökum. Á þeim tíma var ekki um að ræða mengun af mannavöldum eða frá verksmiðjum. Einhverjar aðrar aðstæður hafa skapast sem orsakað hafa dauða þessara sjáv- ardýra. Gamlir siöir á undanhaldi Öldum saman hafa brasilískir fiskimenn gert út á flatbytnum sem kallast „jagandas" á máli inn- fæddra. Flatbytnur þessar eru á stærð við tvíbreitt rúm, vélarlausar og vindknúnar. Flatbytnufiski- menn halda fast í fornar hefðir og kæra sig ekki um nútíma tækni eins og mótora, siglingatæki og net. Þeir nota einungis handfæri og byggja þekkingu sína á reynslu fyrri kynslóða. Til að finna hvar fiskur er beita þeir gömlum og góðum aðferðum líkt og bændur gerðu hér heima í heyskapartíð á árum áður, þeir gá til veðurs, fylgjast með hafstraumum og gangi himintungla. Þá segir „litur" sjávar þeim hvaða fisktegundir sé að finna á þeim slóðum sem þeir eru staddir á hverju sinni. Á hverjum morgni fyrir sólar- upprás sigla úr höfninni í Forta- leza um 200 flatbytnur og koma heim að kvöldi með að jafnaði um hálfa körfu af fiski. Fyrir um það bil 20 árum voru flatbyturnar í Fortaleza um 400 og var það al- gengt að menn fylltu eina körfu og jafnvel gott betur yfir daginn. Slíkt heyrir til undantekninga nú á dögum. Fiskimenn í Fortaleza kenna um aukinni ásókn togara á mið þeirra og þá sérstaklega rækjutogara, en slíka útgerð er að finna þar í borg og nágrannaborg- um. Þeir fullyrða að með hverjum hundrað kílóum af rækju sem tog- ararnir veiða komi um tonn af ýmsum fisktegundum sem hent er í sjóinn aftur, þar sem lítið verð er að fá fyrir þann afla. Vegna stöðugt minni afla og þar af leið- andi minni tekna, fækkar óðum flatbytnufiskimönnum í Brasilíu og óttast þeir að þessi sérstæða stétt sjómanna verði útdauð um alda- mót. Leiðrétting í 10. tbl. 1988 komu fram villur í grein Jóhanns Sigurjónssonar, Hvalatalningar á Norður-Atlants- hafi sumarið 1987. Villur þessar er að finna í töflu sem greininni fylgdi á bls. 517. Taflan birtist nú eins og hún á að vera og eru les- endur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Tafla 1 Samantekt á fjölda hvala er sáust á talningaskipum sumarið 1987.* íslensku skipin Flvítaklettur Samtals Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi hópa hvala hópa hvala hópa hvala Skíðishvalir: Steypireyður 26 41 0 0 26 41 Langreyður 275 446 19 30 294 476 Sandreyður 33 60 0 0 33 60 Hnúfubakur 89 147 0 0 89 147 Hrefna 183 200 29 32 212 232 ísl. sléttbakur 1 1 0 0 1 1 Tannhvalir (stórir og meðalstórir): Búrhvalur 89 108 13 21 102 129 Andarnefja 93 239 8 19 101 258 Háhyrningur 24 177 5 44 29 221 Marsvín 82 1834 23 2603 105 4437 Aðrar tegundir 4 14 2 7 6 21 Tannhvalir (smáhveli): Hnýðingur 97 562 5 37 102 599 Leiftur 129 674 8 201 137 875 Stökkull 2 5 10 107 12 112 Aðrar höfrungategundir 0 0 16 293 16 293 Hnísa 47 86 30 52 77 138 Óteg.greindir höfrungar 131 1155 30 155 161 1310 Óteg.greindir stórhvalir 29 33 2 2 31 35 Óteg.gr. meðalst. hvalir 6 6 5 5 11 11 Samtals 1340 5788 205 3608 1545 9396 *Meðtaldir eru allir hvalir er sáust á leitarlínu skips og utan hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.