Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1989, Page 8

Ægir - 01.02.1989, Page 8
60 ÆGIR 2/89 brimasöm. Lending þar og á Upsa- strönd var því erfið í hafnleysi fyrri ára. Menn áttu sér samt uppsátur og varir. Stutt var á fengsæl mið og er fiskislóð út með öllum firði, forn og ný. Sauðanes skagar lítið eitt austur í fjörðinn og sitt hvorum megin við það eru Ytri- og Syðri- vík. Þar áttu menn uppsátur fyrrum. Milli Dalvíkur og Sauða- ness eru bæirnir Hóll og Karlsá. Þaðan voru og gerðir út bátar, enda stutt á miðin. Stærri bátar sóttu raunar lengra er fram liðu stundir. Dalvík og Svarfaðardalur voru lengst af eitt sveitarfélag, Svarfað- ardalshreppur, með hreppamörk í Ófærugjá norðan í Ólafsfjarðar- múla og í Hálshöfða, austan Dal- víkur og ósa Svarfaðardalsár. Útvegsbændur - sjómenn Sagnir um sævíkinga Svarfdæla eru fáar fram um 1700. Þó má geta Þorvaldar Rögnvaldssonar á Sauðanesi, sem uppi var um miðja 1 7. öld. Var hann sjógarpur mikill og átti um hríð 3 skip er gengu til fiskjar og hákarlaveiða. Var hann talinn vel stæður. Sagt hefur verið að hann kynni nokkuð fyrir sér og má þar til nefna söguna um ýsuna er dregin var upp úr fjósflórnum. Samtíma honum var nafni hans Gunnlaugsson á Sökku í Svarfað- ardal, „sjósóknari með ágætum, framtakssamur bóndi og fulltrúi sveitar sinnar út á við ... Á þessum árum, fyrir og eftir 1 700, voru hollenskir duggarar að veiðum á Eyjafirði og víðar við landið. Komu þeiroftog lágu inni á víkinni, Svarfaðardalsvík. Vafa- laust hafa íslendingar litið með öfund til hinna stóru skipa þeirra. Þannig hefur verið um Eyvind Jónsson sem bjó á Karlsá 1703 með foreldrum sínum. Var hann þá 24 ára. - Því skal hér inn í skotið að þetta ár voru Svarfdælir 669 í hreppnum. Eyvindur þótti baldinn í æsku en varð síðar þjóðkunnur maður. Segir sagan að hann hafi hnuplað efni frá skipasmíðum föður síns, þá stráksi var 11 ára, smíðað sér i laumi smá kænu og farið á henni út á fjörð. Fékk hann víst óblíðar móttökur er í land kom hjá föður sínum sem braut fleytuna í spón. Samt mun honum allvel hafa líkað smíði stráksa. Um tvítugt var hann farinn að smíða báta fyrir sig og fleiri. Eyvindur smíðaði þilskip all mikið, duggu. Annaðist hún m.a- flutninga til Grímseyjar, sigld' fram að Kolbeinsey og víðar. Brotnaði þetta mikla skip í spón við Hofsós árið 1717. Minnis- merki um Duggu-Eyvind stendnr við þjóðveginn til Ólafsfjarðar, hjá Karlsá. Veiðarnar „Sjó sóttu Svarfdælir jafnan vor og haust ... Á sumum heimilum mun skipum þó hafa verið haldið til veiða sumarlangt, er vel aflað' ist ... " Hákarlaveiði var mikið stunduð, bæði innan og utan fjarðar. Annars var fiskur me5* Séð yfir höfnina.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.