Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1989, Page 12

Ægir - 01.02.1989, Page 12
64 ÆGIR 2/89 hluta og svo má nefna framleiðslu Sæplasts, sem mjög hefur dafnað á stuttum tíma. Athafnamenn Margir útvegs- og athafnamenn hafa rennt styrkum stoðum undir vöxt og viðgang byggðarlagsins frá upphafi. Verður hér aðeins stiklað á stóru. Á árunum 1905 til 1920 eru taldir upp 42 menn og ein kona sem eiga báta, eða hlut í báti, samtals 224 báta. Að meðaltali gerir þetta 14 báta á ári, sem út eru gerðir frá Dalvík. Þeir sem mest máttu sín höfðu fiskvinnslu og var mest verkað í salt. Má þar til nefna Þorstein Jónsson kaup- mann, Baldvin á Böggvisstöðum, Jóhann Jóhannsson í Sogni, lúlíus Björnsson í Sunnuhvoli, Hólsmenn, Þorleifur Karl, Sveinbjörn jóhanns- son og Sigurður P. Jónsson o.fl. Fiskurinn var lengi fluttur til Akur- eyrar og þaðan á markað erlendis. Gerði það m.a. hafnleysið. Félög þau sem helst koma við sögu, varð- andi verslun voru framan af, Gránufélagið á Akureyri, Höepfn- ersverslunin og loks Kaupfélag Eyfirðinga. Keyptu þau afla og önnuðust útflutning. Nokkra athafnamenn skal nefna hér er sett hafa svip á staðinn frá því um 1920. Sigfús Þorleifsson gerði út báta og stofnaði ásamt fleirum Útgerð- arfélag Dalvíkinga. - Björgvin Jónsson var lengi farsæll skipstjóri, stofnandi Ú.D. og lengi skipstjóri á nafna sínum. En „Björgvinarnir" eru orðnir margir sem gerðir hafa verið út frá Dalvík. - Loftur Bald- vinsson, sonur Baldvins á Bögg- visstöðum, og sonur hans - Aðal- steinn sem var mjög stór í sinni útgerð til fjölda ára ásamt brærðum sínum. Gerði Aðalsteinn t.d. út Baldvin Þorvaldsson, Loft Baldvinsson og pólska skuttogar- ann Baldur, sem nú er Hafþór. Aðalsteinn reisti mikið hús yfir starfsemi sína, sem frystihús KEA á í dag. - Júlíus Björnsson og síðar sonur hans — Egill áttu sinn stóra þátt í velgengni Dalvíkur. Egill gerði m.a. út Hannes Hafstein og byggði myndarlegt hús yfir starf- semina. Þar er nú saltfiskverkun frystihússins. — Páll Friðfinnsson stóð í útgerð og rak söltunarstöð- ina Múla á síldarárunum. — Útgerðarfélagið Röðull hf. gerði út „Bjarmana" og var lengi með blóm- legan rekstur. Framkvæmdastjóri þess var - Jón Stefánsson. Það átti og stórt hús við höfnina. Þar er nú til húsa Fiskverkun Jóhannesar og Helga hf. og Otur hf. - Kristinn Jónsson setti á stofn netaverkstæði 1931, Netjamenn hf., og starfaði það fram til 1964. Var það um tíma eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og var starf- semin aðallega við síldarnætur. - Netagerð Dalvíkur hf. tók svo við er Kristinn hætti og sinnir hún flotanum í dag. Verkefnin hafa breyst, þannig að mest er nu unnið við troll og þorskanet. " Júlíus Kristjánsson stýrir fyrirtæk- inu. Þar vinna nú að staðaldri 5-7 manns. Mörgum hefur verið sleppt her en þeir eiga sinn hlut að máli Iíka- Víst er um það að á árunum 1940-1970 eflist staðurinn mjög og hefur svo verið síðan. Verka- menn og konur hafa fylgt athafna- mönnunum vel eftir og ekki legið á liði sínu, enda vandséð tilvist bæjarins án vinnufúsra handa. Kaupfélagið Kaupfélag Eyfirðinga hefur verið, - og er, stærsti vinnuveit- andinn á Dalvík, enda hafa umsv'1 þess vaxið með hverju ári síðan það lióf verslunarrekstur 1916- Keypti það verslunarrekstur Jóhanns Jóhannssonar í Sogni árið 1915. Hann varð útibússtjóri síðar sonur hans Baldvin. Það var fyrst og fremst verslunin sem félagið rak, en er fram liðu stundir tók það æ meiri þátt í atvinnulíf' inu. Ú.K.E.D. (útibú Kaupfélag5 Eyfirðinga á Dalvík) reisti slátur' hús 1929, kaupireignir Höepfner5j verslunarinnar 1934 og opnar Þa nýja sölubúð. 1938 setur það á tö* beinaverksmiðju og lifrarbræðsD- Hefur hraðfrystingu í frystihús1 sínu 1939 og gerir endurbætur a því. 1947 kaupir kaupfélagið bíla' verkstæði Jónasar Hallgrímssonar og hefur rekið það síðan ásam* vélaverkstæði. Mikil þjónusta er

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.